Austurríkismenn gengu að kjörborðinu í dag og kusu til þings en atkvæðagreiðslu lauk nú klukkan fimm. Útgönguspár sýna að flokkur Sebastian Kurz, Kristilegir demókratar, muni mælast með mest fylgi eða 30,2 prósent atkvæða. Independent greinir frá þessu.
Þá mælist Frelsisflokkurinn með 26,8 prósent atkvæða en fast á hæla þeirra fylgir svo Jafnaðarmannaflokkurinn með 26,3 prósent atkvæða. Aðrir flokkar mælast með töluvert minna fylgi.
Kurz er núverandi utanríkisráðherra Austurríkis en fari svo að hann verði kanslari í kjölfar kosninganna verður hann sá yngsti til að gegna samlíka stöðu í Evrópu.
Kurz þykir af mörgum þeim hæfileika gæddur að geta hrifið fjöldann með sér og hefur hann sótt fylgi til flokksins bæði frá vinstri og hægri. Honum hefur tekist að blása nýju lífi í flokkinn og þannig hefur grænblár litur verið áberandi í auglýsingum, sem í gegnum árin hefur haldið tryggð við sinn hefðbundna svarta lit.
„Hann er vel máli farinn og vel til fara, draumatengdasonurinn,“ segir blaðakonan Anna Wallnes hjá Die Presse í samtali við NRK.
