Mætt aftur tíu árum síðar til að hvetja fólk áfram Hersir Aron Ólafsson skrifar 15. október 2017 19:00 45 manns á vegum Göngum saman eru nú í New York. Gunnhildur Óskarsdóttir Við viljum þakka fyrir okkur og hvetja fólk áfram. Þetta segir formaður söfnunarátaksins Göngum saman, en átakið fagnar tíu ára afmæli í ár. 45 manna hópur Íslendinga er nú staddur í New York í Avon krabbameinsgöngunni svokölluðu, en þar hófst einmitt íslenska átakið fyrir tíu árum síðan. Árið 2007 hélt hópur 24 íslenskra kvenna til New York og tók þar þátt í styrktargöngunni fyrir krabbameinsrannsóknir. Upp úr því fæddist svo hugmyndin um söfnunarátakið Göngum saman, en á þeim vettvangi hafa tugir milljóna safnast til rannsókna á sjúkdómnum hér á landi. Gunnhildur Óskarsdóttir, formaður átaksins segir það hafa legið beint við að mæta aftur á staðinn og halda upp á áfangann. „Þetta hefur undið svo mikið upp á sig og gert það að verkum að okkur hefur tekist að gera mikilvæga hluti fyrir rannsakendur á Íslandi og samfélagið. Fyrir 10 árum síðan ákváðum við að fara í þessa göngu og á sama tíma ákváðum við að stofna Göngum saman. Við þurftum að greiða um tvær og hálfa milljón fyrir að taka þátt í þessari göngu samtals og ákváðum að styrkja íslenskar grunnrannsóknir um sömu upphæð,“ segir Gunnhildur.80 milljónir safnast á tíu árum Nú eru liðin tíu ár og hafa á þeim tíma safnast 80 milljónir í grunnrannsóknir fyrir tilstilli Göngum saman. Meðlimir vildu því fara aftur á staðinn þar sem allt byrjaði, hvetja göngufólk til dáða og þakka fyrir sig. Litið er á íslenska hópinn sem eins konar heiðursgesti og hafa þeir bæði mætt á samkomur og farið í viðtöl hjá fjölmiðlum vestanhafs. Hópurinn stendur í sérútbúnum íslenskum bolum á götuhornum víða um borgina og hvetur göngumenn til dáða. Gunnhildur segir að um það snúist einmitt átakið í sjálfu sér, að hvetja fólk áfram og vinna í átt að lausnum. Hún segir að fjáröflunin sé þó það sem mestu máli skipti, enda sé afar mikilvægt að hlúð sé að grunnrannsóknum á meininu. „Það verða engar rannsóknir og engar framfarir í læknavísindum ef það er ekki fyrir grunnrannsóknir. Þær eru grundvöllurinn og undirstaðan,“ segir Gunnhildur. Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Við viljum þakka fyrir okkur og hvetja fólk áfram. Þetta segir formaður söfnunarátaksins Göngum saman, en átakið fagnar tíu ára afmæli í ár. 45 manna hópur Íslendinga er nú staddur í New York í Avon krabbameinsgöngunni svokölluðu, en þar hófst einmitt íslenska átakið fyrir tíu árum síðan. Árið 2007 hélt hópur 24 íslenskra kvenna til New York og tók þar þátt í styrktargöngunni fyrir krabbameinsrannsóknir. Upp úr því fæddist svo hugmyndin um söfnunarátakið Göngum saman, en á þeim vettvangi hafa tugir milljóna safnast til rannsókna á sjúkdómnum hér á landi. Gunnhildur Óskarsdóttir, formaður átaksins segir það hafa legið beint við að mæta aftur á staðinn og halda upp á áfangann. „Þetta hefur undið svo mikið upp á sig og gert það að verkum að okkur hefur tekist að gera mikilvæga hluti fyrir rannsakendur á Íslandi og samfélagið. Fyrir 10 árum síðan ákváðum við að fara í þessa göngu og á sama tíma ákváðum við að stofna Göngum saman. Við þurftum að greiða um tvær og hálfa milljón fyrir að taka þátt í þessari göngu samtals og ákváðum að styrkja íslenskar grunnrannsóknir um sömu upphæð,“ segir Gunnhildur.80 milljónir safnast á tíu árum Nú eru liðin tíu ár og hafa á þeim tíma safnast 80 milljónir í grunnrannsóknir fyrir tilstilli Göngum saman. Meðlimir vildu því fara aftur á staðinn þar sem allt byrjaði, hvetja göngufólk til dáða og þakka fyrir sig. Litið er á íslenska hópinn sem eins konar heiðursgesti og hafa þeir bæði mætt á samkomur og farið í viðtöl hjá fjölmiðlum vestanhafs. Hópurinn stendur í sérútbúnum íslenskum bolum á götuhornum víða um borgina og hvetur göngumenn til dáða. Gunnhildur segir að um það snúist einmitt átakið í sjálfu sér, að hvetja fólk áfram og vinna í átt að lausnum. Hún segir að fjáröflunin sé þó það sem mestu máli skipti, enda sé afar mikilvægt að hlúð sé að grunnrannsóknum á meininu. „Það verða engar rannsóknir og engar framfarir í læknavísindum ef það er ekki fyrir grunnrannsóknir. Þær eru grundvöllurinn og undirstaðan,“ segir Gunnhildur.
Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira