Sprenging varð í Parsons Green lestarstöðinni í London í morgun. Enginn dó í árásinni en 18 eru særðir og slasaðir. Enginn af hinum slösuðu er í lífshættu. Lögreglan segir að um hryðjuverk sé að ræða en bitni segja mikinn eld hafa fylgt sprengingunni sem talin er hafa komið frá fötu sem komið hafði verið fyrir í lestinni á háannatíma.
Þá segir lögreglan ólíklegt að árásirnar verði fleiri.
Vitnin lýsa því að hafa heyrt sprengingu og að eldveggur hafi farið eftir lestinni. Einhverjir eru sagðir hafa slasast í troðningi um borð í lestinni.
Umfangsmikil leit stendur nú yfir að aðilanum sem kom sprengjunni fyrir, en hún er sögð hafa verið tímastillt.
We have taken 18 patients to a number of London hospitals. None are thought to be in a serious or life-threatening condition #ParsonsGreen pic.twitter.com/3B13JznAqZ
— London Ambulance (@Ldn_Ambulance) September 15, 2017

Þetta er fimmta hryðjuverkaárásin í London á þessu ári og sú fyrsta sem enginn deyr í. Alls hafa 36 látið lífið í hinum fjórum árásunum. Samkvæmt BBC segjast yfirvöld hafa komið í veg fyrir sex árásir.
Samkvæmt heimildum Guardian hafa sprengjusérfræðingar komist að því að einungis hluti sprengjunnar virkaði.
Lögreglan fer yfir upptökur úr öryggismyndavélum í lestakerfi London í leit að vísbendingum um hver kom sprengjunni fyrir. Mikilvægt þykir að sá finnist fljótt svo hann og mögulegir samverkamenn hafi ekki tíma til að reyna fleiri árásir. Þá er mikilvægt að komast að því hvar sprengjan var gerð.
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur tíst um árásina þar sem hann segir að yfirvöld verði að grípa til „harðari“ aðgerða gegn hryðjuverkamönnum og takmarka verði aðgang þeirra að internetinu.
Another attack in London by a loser terrorist.These are sick and demented people who were in the sights of Scotland Yard. Must be proactive!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 15, 2017
Loser terrorists must be dealt with in a much tougher manner.The internet is their main recruitment tool which we must cut off & use better!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 15, 2017
'The fireball singed all my hair,' says Peter Crowley caught up in Parsons Green fire. pic.twitter.com/WrlZ3qriih
— Victoria Derbyshire (@VictoriaLIVE) September 15, 2017