Hótelgisting hælisleitenda úr 205 þúsundum í 176 milljónir Sigurður Mikael Jónsson skrifar 15. september 2017 06:00 Kostnaður Útlendingastofnunar vegna hótel- og gistiherbergjaleigu hefur aukist mikið á síðustu árum. vísir/gva Kostnaður Útlendingastofnunar vegna leigu á hótel- og gistiheimilaherbergjum fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd fór úr rúmlega 200 þúsund krónum árið 2014 í 176 milljónir árið 2016. Þessi leiga fór ekki í útboð þar sem ófyrirséð sprenging varð í fjölda umsókna um alþjóðlega vernd í fyrrahaust. Gisting hefur verið keypt eftir þörfum hverju sinni. Kostnaðurinn vegna þessa kom fram í svari Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra við fyrirspurn Ástu Guðrúnar Helgadóttur, þingmanns Pírata, sem birt var á vef Alþingis í síðustu viku. Þar segir að frá ársbyrjun 2017 hafi verið haldin skrá yfir fjölda herbergja sem tekin hafa verið á leigu fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd en ekki er til yfirlit um fjölda herbergja fyrir þann tíma. Árlegur heildarkostnaður vegna leigu á herbergjum á hótelum og gistiheimilum án útboðs var 205.590 kr. árið 2014 en jókst síðan gríðarlega árið 2015 og nam þá 28.090.095 kr. Það var þó ekkert miðað við árið í fyrra þegar kostnaðurinn nam 176.098.930 kr. Fram kemur í svarinu að leiguverð á stöku herbergi sé mjög mismunandi eftir stærð, staðsetningu og veittri þjónustu en sé á bilinu 8 til 15 þúsund krónur fyrir hverja nótt. Þórhildur Hagalín, upplýsingafulltrúi Útlendingastofnunar, segir að aukinn kostnað í fyrra megi fyrst og fremst rekja til fordæmalausrar fjölgunar í umsóknum hælisleitenda á haustmánuðum ársins 2016. „Þetta var það mikil ófyrirséð aukning á mjög skömmum tíma að það var ekki ráðrúm til að bjóða nokkuð út í þessum efnum.“ Samkvæmt fjárlagafrumvarpi ársins 2018, sem lagt var fram í vikunni, er áætlað að kostnaður vegna fjölgunar umsókna um hæli hér á landi muni nema 2,2 milljörðum króna umfram fjárheimildir. Kostnaður vegna málefna hælisleitenda felst annars vegar í þjónustu við hælisleitendur og uppihald, og hins vegar í málsmeðferð umsókna um alþjóðlega vernd. Rekstrarframlög til útlendingamála hækka um ríflega 1,5 milljarða króna til að mæta auknum kostnaði vegna fjölgunar hælisleitenda. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Sjá meira
Kostnaður Útlendingastofnunar vegna leigu á hótel- og gistiheimilaherbergjum fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd fór úr rúmlega 200 þúsund krónum árið 2014 í 176 milljónir árið 2016. Þessi leiga fór ekki í útboð þar sem ófyrirséð sprenging varð í fjölda umsókna um alþjóðlega vernd í fyrrahaust. Gisting hefur verið keypt eftir þörfum hverju sinni. Kostnaðurinn vegna þessa kom fram í svari Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra við fyrirspurn Ástu Guðrúnar Helgadóttur, þingmanns Pírata, sem birt var á vef Alþingis í síðustu viku. Þar segir að frá ársbyrjun 2017 hafi verið haldin skrá yfir fjölda herbergja sem tekin hafa verið á leigu fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd en ekki er til yfirlit um fjölda herbergja fyrir þann tíma. Árlegur heildarkostnaður vegna leigu á herbergjum á hótelum og gistiheimilum án útboðs var 205.590 kr. árið 2014 en jókst síðan gríðarlega árið 2015 og nam þá 28.090.095 kr. Það var þó ekkert miðað við árið í fyrra þegar kostnaðurinn nam 176.098.930 kr. Fram kemur í svarinu að leiguverð á stöku herbergi sé mjög mismunandi eftir stærð, staðsetningu og veittri þjónustu en sé á bilinu 8 til 15 þúsund krónur fyrir hverja nótt. Þórhildur Hagalín, upplýsingafulltrúi Útlendingastofnunar, segir að aukinn kostnað í fyrra megi fyrst og fremst rekja til fordæmalausrar fjölgunar í umsóknum hælisleitenda á haustmánuðum ársins 2016. „Þetta var það mikil ófyrirséð aukning á mjög skömmum tíma að það var ekki ráðrúm til að bjóða nokkuð út í þessum efnum.“ Samkvæmt fjárlagafrumvarpi ársins 2018, sem lagt var fram í vikunni, er áætlað að kostnaður vegna fjölgunar umsókna um hæli hér á landi muni nema 2,2 milljörðum króna umfram fjárheimildir. Kostnaður vegna málefna hælisleitenda felst annars vegar í þjónustu við hælisleitendur og uppihald, og hins vegar í málsmeðferð umsókna um alþjóðlega vernd. Rekstrarframlög til útlendingamála hækka um ríflega 1,5 milljarða króna til að mæta auknum kostnaði vegna fjölgunar hælisleitenda.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Sjá meira