Myndin, sem er úr smiðju franska leikstjórans Julia Ducournau, er alls ekki fyrir viðkvæma en hún segir frá grænmetisætu sem gerist mannæta. Það er þó einungis söguþráður myndarinnar í grófum dráttum því efnistök hennar eru sögð margslungin og leikstjórinn Ducournau sagður segja tilfinningaþrungna uppvaxtarsögu ungrar konu af mikilli fimi.
Raw segir frá afburðanemandanum Justine, sem gengur hins vegar ekki eins vel í samskiptum við annað fólk.
Justine er neydd til að borða hráa kanínulifur við upphaf náms hennar í dýralækningum sem verður til þess að hún ávinnur hún sér óstjórnlega löngun í mannakjöt.
„Myndi er svo raunveruleg á köflum að hún verður erfið áhorfs, í henni eru atriði sem viðkvæmum á eftir að finnast truflandi, tættir útlimir, bitför og gapandi sár,“ segir í dómi Variety um myndina.
Hin átján ára gamla Garance Marillier leikur Justine og er sögð stórkostleg í því hlutverki.
Stikluna úr myndinni má sjá hér fyrir neðan: