Listamannalaun – hví þessi læti? Guðmundur Edgarsson skrifar 13. janúar 2017 07:00 Nú er í gangi hin árlega umræða um listamannalaunin. Nokkur hundruð listamenn fengu nefnilega úthlutað styrk úr listamannasjóði fyrir nokkru. Allmargir, sér í lagi frjálshyggjumenn, keppast við að gagnrýna þessa styrki og telja að listamenn eigi að vera sjálfum sér nógir með sölu á sínum verkum en ekki reiða sig á fjárstuðning frá ríkinu. Þótt taka megi undir þessar gagnrýnisraddir er mikilvægt að halda sig við prinsippin en hamast ekki á einum tilteknum hópi fremur en öðrum. Hvað með aðra þá er þiggja fjárstyrki úr ríkissjóði eins og afreksfólk í íþróttum (Afreksmannasjóður) eða frumkvöðla úr tæknigeiranum (Tækniþróunarsjóður)? Geta þessir hópar ekki einnig verið sjálfum sér nægir og reitt sig á tekjur af sinni vinnu á markaði eða frjáls framlög? Af hverju fá slíkir hópar frið fyrir þeirri linnulausu gagnrýni sem listamenn þurfa iðulega að þola?List skapar líka verðmæti Vera má að skýringin á hinum neikvæðu viðbrögðum sumra gagnvart ríkisstyrkjum til listamanna felist í þeirri mýtu, að þeir skapi ekki raunveruleg verðmæti fyrir þjóðfélagið líkt og t.d. íþróttamenn eða frumkvöðlar. Þetta er vitaskuld alrangt. Listsköpun hér á landi nemur nefnilega verulegu hlutfalli af þjóðarframleiðslu. Stærðargráðan er vel á annað hundrað milljarða. Ekki nóg með það, langstærsti hlutinn kemur frá hinum frjálsa markaði, ekki í formi niðurgreiðslna hins opinbera. Við frelsisunnendur og talsmenn markaðslausna verðum því að gæta samræmis í máli okkar og ekki fara hamförum gagnvart einum hópi ríkisstyrkþega á meðan fjölmargir aðrir hópar njóta sams konar fjárstuðnings gagnrýnislaust. Segjum einfaldlega: Ríkið á ekki að styrkja eða veðja á einhverja tiltekna íþróttamenn, frumkvöðla eða listamenn fremur en aðra. Markaðurinn á alfarið að sjá um slíkt í umhverfi þar sem sköttum og öðrum viðskiptahindrunum er haldið í lágmarki. Markaðurinn talar nefnilega skýrt: þeim er refsað sem fást við iðju sem þeir ráða illa við og beint annað; hinum er hampað og hvattir til enn frekari dáða. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Listamannalaun Mest lesið Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Göngum í takt Skoðun Skoðun Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Sjá meira
Nú er í gangi hin árlega umræða um listamannalaunin. Nokkur hundruð listamenn fengu nefnilega úthlutað styrk úr listamannasjóði fyrir nokkru. Allmargir, sér í lagi frjálshyggjumenn, keppast við að gagnrýna þessa styrki og telja að listamenn eigi að vera sjálfum sér nógir með sölu á sínum verkum en ekki reiða sig á fjárstuðning frá ríkinu. Þótt taka megi undir þessar gagnrýnisraddir er mikilvægt að halda sig við prinsippin en hamast ekki á einum tilteknum hópi fremur en öðrum. Hvað með aðra þá er þiggja fjárstyrki úr ríkissjóði eins og afreksfólk í íþróttum (Afreksmannasjóður) eða frumkvöðla úr tæknigeiranum (Tækniþróunarsjóður)? Geta þessir hópar ekki einnig verið sjálfum sér nægir og reitt sig á tekjur af sinni vinnu á markaði eða frjáls framlög? Af hverju fá slíkir hópar frið fyrir þeirri linnulausu gagnrýni sem listamenn þurfa iðulega að þola?List skapar líka verðmæti Vera má að skýringin á hinum neikvæðu viðbrögðum sumra gagnvart ríkisstyrkjum til listamanna felist í þeirri mýtu, að þeir skapi ekki raunveruleg verðmæti fyrir þjóðfélagið líkt og t.d. íþróttamenn eða frumkvöðlar. Þetta er vitaskuld alrangt. Listsköpun hér á landi nemur nefnilega verulegu hlutfalli af þjóðarframleiðslu. Stærðargráðan er vel á annað hundrað milljarða. Ekki nóg með það, langstærsti hlutinn kemur frá hinum frjálsa markaði, ekki í formi niðurgreiðslna hins opinbera. Við frelsisunnendur og talsmenn markaðslausna verðum því að gæta samræmis í máli okkar og ekki fara hamförum gagnvart einum hópi ríkisstyrkþega á meðan fjölmargir aðrir hópar njóta sams konar fjárstuðnings gagnrýnislaust. Segjum einfaldlega: Ríkið á ekki að styrkja eða veðja á einhverja tiltekna íþróttamenn, frumkvöðla eða listamenn fremur en aðra. Markaðurinn á alfarið að sjá um slíkt í umhverfi þar sem sköttum og öðrum viðskiptahindrunum er haldið í lágmarki. Markaðurinn talar nefnilega skýrt: þeim er refsað sem fást við iðju sem þeir ráða illa við og beint annað; hinum er hampað og hvattir til enn frekari dáða. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar