Skoða fljótandi rörgöng til að brúa Sognfjörðinn Kristján Már Unnarsson skrifar 21. maí 2017 20:45 Norska Vegagerðin skoðar nú þann valkost að leggja fljótandi rörgöng yfir Sognfjörðinn fremur en að brúa hann með lengstu hengibrú heims. Í fréttum Stöðvar 2 voru sýndar grafískar myndir af því hvernig þessi tröllauknu mannvirki gætu litið út. Í Noregi er yfir þúsund firðir, þeir gerðu Norðmenn að mestu siglingaþjóð veraldar, en í nútímasamgöngum teljast þeir hindrun, og þar hafa bílferjur verið helsta lausnin. Fyrir sex árum mörkuðu norsk stjórnvöld þá stefnu að gera ferjulausan bílveg um vesturströndina milli Kristjánssands og Þrándheims fyrir árið 2030, til að stytta ferðatímann um helming, úr 21 klukkustund niður í 11 klukkustundir. Þar er Sognfjörðurinn, stærsti fjörður Noregs, mesta áskorunin, en þar sem best er talið að þvera fjörðinn er hann 3.700 metra breiður og 1.300 metra djúpur, sem er of mikið dýpi til að unnt sé að grafa hefðbundin jarðgöng í bergi undir fjörðinn.Hengibrú yfir Sognfjörðinn yrði sú lengsta í heimi, með 3.700 metra brúarhafi.Grafík/Statens vegvesen.Norska vegagerðin, Statens vegvesen, skoðar nú þrjár lausnir. Í fyrsta lagi hengibrú sem yrði sú lengsta í heimi, með 3.700 metra brúarhafi, næstum tvöfalt lengra en það sem lengst þekkist í heiminum í dag. Í öðru lagi fljótandi hengibrú með þremur brúarhöfum en tveimur flotstöplum, en sú lausn byggir á tækniþekkingu Norðmanna við olíuborpalla.Rörgöngin myndu fljóta á 20 metra dýpi undir yfirborði. Tvenn samhliða göng yrðu lögð.Grafík/Statens vegvesen.Þriðja lausnin er sú sem Norðmenn kalla rörbrú, en það eru steypt fljótandi rörgöng. Tveimur samliggjandi rörum, fjögurra kílómetra löngum, yrði sökkt niður á 20 metra dýpi, en haldið uppi með mörgum stórum flotholtum á yfirborði fjarðarins. Upplifun vegfarenda yrði væntanlega sú sama og að aka um venjuleg jarðgöng, en það er svo annað mál hvort menn þyrðu að aka í gegnum fljótandi steypurör, vitandi af skipum siglandi fyrir ofan. Stór flotholt myndu halda göngunum á floti nægilega djúpt undir yfirborði svo skip geti siglt um fjörðinn.Grafík/Statens vegvesen.En ef Norðmönnum tekst þetta, þá gætu Vestmannaeyingar kannski farið að láta sig dreyma. Tengdar fréttir Norðmenn áforma jarðgöng fyrir skip Fyrstu jarðgöng veraldar fyrir skip eru nú í undirbúningi í Noregi. Þeim er ætlað að sneiða framhjá einni hættulegustu siglingaleið Evrópu, leiðinni fyrir Stað. 19. nóvember 2014 19:45 Fegursta brú Noregs tengir Íslendinga við fornsögurnar Hún hefur verið kjörin fegursta brú Noregs og er eitt helsta stolt Norðmanna. Þetta er Hálogalandsbrúin, og svo skemmtilega vill til að hún tengir Íslendinga nútímans við fornsögurnar. 20. nóvember 2011 20:00 Svona sigla skipstjórar inn í fyrstu skipagöng heims Norskir skipstjórar eru þegar byrjaðir að æfa siglingar í gegnum fyrstu skipagöng heims, þótt ekki verði byrjað að grafa göngin fyrr en eftir tvö ár. 8. júní 2016 19:30 Samþykkja að setja 1000 milljarða norskra króna í samgöngur á næstu tólf árum Norska ríkisstjórnin, með stuðningi þeirra tveggja flokka sem verja hana falli, hefur samþykkt nýja samgönguáætlun fyrir Noreg til næstu tólf ára. 2. mars 2017 15:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Norska Vegagerðin skoðar nú þann valkost að leggja fljótandi rörgöng yfir Sognfjörðinn fremur en að brúa hann með lengstu hengibrú heims. Í fréttum Stöðvar 2 voru sýndar grafískar myndir af því hvernig þessi tröllauknu mannvirki gætu litið út. Í Noregi er yfir þúsund firðir, þeir gerðu Norðmenn að mestu siglingaþjóð veraldar, en í nútímasamgöngum teljast þeir hindrun, og þar hafa bílferjur verið helsta lausnin. Fyrir sex árum mörkuðu norsk stjórnvöld þá stefnu að gera ferjulausan bílveg um vesturströndina milli Kristjánssands og Þrándheims fyrir árið 2030, til að stytta ferðatímann um helming, úr 21 klukkustund niður í 11 klukkustundir. Þar er Sognfjörðurinn, stærsti fjörður Noregs, mesta áskorunin, en þar sem best er talið að þvera fjörðinn er hann 3.700 metra breiður og 1.300 metra djúpur, sem er of mikið dýpi til að unnt sé að grafa hefðbundin jarðgöng í bergi undir fjörðinn.Hengibrú yfir Sognfjörðinn yrði sú lengsta í heimi, með 3.700 metra brúarhafi.Grafík/Statens vegvesen.Norska vegagerðin, Statens vegvesen, skoðar nú þrjár lausnir. Í fyrsta lagi hengibrú sem yrði sú lengsta í heimi, með 3.700 metra brúarhafi, næstum tvöfalt lengra en það sem lengst þekkist í heiminum í dag. Í öðru lagi fljótandi hengibrú með þremur brúarhöfum en tveimur flotstöplum, en sú lausn byggir á tækniþekkingu Norðmanna við olíuborpalla.Rörgöngin myndu fljóta á 20 metra dýpi undir yfirborði. Tvenn samhliða göng yrðu lögð.Grafík/Statens vegvesen.Þriðja lausnin er sú sem Norðmenn kalla rörbrú, en það eru steypt fljótandi rörgöng. Tveimur samliggjandi rörum, fjögurra kílómetra löngum, yrði sökkt niður á 20 metra dýpi, en haldið uppi með mörgum stórum flotholtum á yfirborði fjarðarins. Upplifun vegfarenda yrði væntanlega sú sama og að aka um venjuleg jarðgöng, en það er svo annað mál hvort menn þyrðu að aka í gegnum fljótandi steypurör, vitandi af skipum siglandi fyrir ofan. Stór flotholt myndu halda göngunum á floti nægilega djúpt undir yfirborði svo skip geti siglt um fjörðinn.Grafík/Statens vegvesen.En ef Norðmönnum tekst þetta, þá gætu Vestmannaeyingar kannski farið að láta sig dreyma.
Tengdar fréttir Norðmenn áforma jarðgöng fyrir skip Fyrstu jarðgöng veraldar fyrir skip eru nú í undirbúningi í Noregi. Þeim er ætlað að sneiða framhjá einni hættulegustu siglingaleið Evrópu, leiðinni fyrir Stað. 19. nóvember 2014 19:45 Fegursta brú Noregs tengir Íslendinga við fornsögurnar Hún hefur verið kjörin fegursta brú Noregs og er eitt helsta stolt Norðmanna. Þetta er Hálogalandsbrúin, og svo skemmtilega vill til að hún tengir Íslendinga nútímans við fornsögurnar. 20. nóvember 2011 20:00 Svona sigla skipstjórar inn í fyrstu skipagöng heims Norskir skipstjórar eru þegar byrjaðir að æfa siglingar í gegnum fyrstu skipagöng heims, þótt ekki verði byrjað að grafa göngin fyrr en eftir tvö ár. 8. júní 2016 19:30 Samþykkja að setja 1000 milljarða norskra króna í samgöngur á næstu tólf árum Norska ríkisstjórnin, með stuðningi þeirra tveggja flokka sem verja hana falli, hefur samþykkt nýja samgönguáætlun fyrir Noreg til næstu tólf ára. 2. mars 2017 15:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Norðmenn áforma jarðgöng fyrir skip Fyrstu jarðgöng veraldar fyrir skip eru nú í undirbúningi í Noregi. Þeim er ætlað að sneiða framhjá einni hættulegustu siglingaleið Evrópu, leiðinni fyrir Stað. 19. nóvember 2014 19:45
Fegursta brú Noregs tengir Íslendinga við fornsögurnar Hún hefur verið kjörin fegursta brú Noregs og er eitt helsta stolt Norðmanna. Þetta er Hálogalandsbrúin, og svo skemmtilega vill til að hún tengir Íslendinga nútímans við fornsögurnar. 20. nóvember 2011 20:00
Svona sigla skipstjórar inn í fyrstu skipagöng heims Norskir skipstjórar eru þegar byrjaðir að æfa siglingar í gegnum fyrstu skipagöng heims, þótt ekki verði byrjað að grafa göngin fyrr en eftir tvö ár. 8. júní 2016 19:30
Samþykkja að setja 1000 milljarða norskra króna í samgöngur á næstu tólf árum Norska ríkisstjórnin, með stuðningi þeirra tveggja flokka sem verja hana falli, hefur samþykkt nýja samgönguáætlun fyrir Noreg til næstu tólf ára. 2. mars 2017 15:30