Kínverjar drápu fjölda njósnara CIA Samúel Karl Ólason skrifar 21. maí 2017 08:49 Árið 2010 höfðu Bandaríkin verið að fá góðar upplýsingar frá heimildarmönnum innan stjórnvalda, sem meðal annars voru reiðir yfir mikilli spillingu. Þá fór að hægja verulega á upplýsingaflæðinu og heimildarmenn hurfu. Vísir/EPA Yfirvöld í Kína drápu eða fangelsuðu 18 til 20 menn á árunum 2010 til 2012, sem höfðu veitt Leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA, upplýsingar. Með kerfisbundnum hætti þurrkuðu Kínverjar út njósnahring sem hafði tekið ár að byggja upp og drógu verulega úr njósnum Bandaríkjanna í Kína. Enn er deilt um hvort að njósnari hafi útvegað Kínverjum nöfn heimildarmanna CIA eða hvort þeir hafi öðlast þau með tölvuárásum. Þetta kemur fram í frétt New York Times, en þar segir að einn heimildarmaður CIA hafi verið tekinn af lífi fyrir utan opinbera byggingu í Kína og að tilgangur aftökunnar hafi verið að senda skilaboð til annarra.Mikið áfallHeimildarmenn NYT segja þetta vera versta áfall CIA í áratugi. Það sé einungis sambærilegt því þegar Adrich Ames frá CIA og Robert Hanssen frá FBI láku upplýsingum til Sovétríkjanna um árabil. Árið 2010 höfðu Bandaríkin verið að fá góðar upplýsingar frá heimildarmönnum innan stjórnvalda, sem meðal annars voru reiðir yfir mikilli spillingu. Þá fór að hægja verulega á upplýsingaflæðinu og heimildarmenn hurfu. Sameiginleg rannsókn CIA og FBI beindist að miklu leyti gegn fyrrverandi útsendara CIA sem kom að njósnum Bandaríkjanna í Kína, en ekki fundust næg sönnunargögn til að handtaka hann. Þá töldu ýmsir rannsakendur einnig að Kínverjar hefðu brotið sér leið inn í samskiptakerfi CIA og enn aðrir töldu starfsmenn CIA í Kína hafa orðið kærulausa. Þeir hefðu ferðast sömu leiðirnar og hitt heimildarmenn sína á sömu veitingastöðunum. Njósnayfirvöld Bandaríkjanna komust að þeirri niðurstöðu árið 2013 að yfirvöld Kína gætu ekki lengur fundið útsendara þeirra og heimildarmenn. Síðan þá hefur CIA unnið að því að byggja aftur upp njósnastörf sín þar í landi.Útvegaði tækni fyrir vændiskonurNYT segja njósnaaðgerðir Kína í Bandaríkjunum hafa verið umfangsmiklar á undanförnum árum. Kínverjar hafa verið sakaðir um að stela persónuupplýsingum um opinbera starfsmenn í Bandaríkjunum í stórri tölvuárás árið 2015. Þar að auki viðurkenndi starfsmaður Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, í fyrra að hafa verið útsendari Kína um árabil. Hann hafði útvegað Kínverjum upplýsingar um nýja tækni í staðinn fyrir peninga, gistingu á hágæða hótelum og vændiskonur. Þá standa málaferli yfir gegn konu sem starfaði til langs tíma hjá Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna. Candace Marie Claiborne er sökuð um að ljúga til um samskipti sína við kínverska embættismenn. Hún er sögð hafa fengið peninga, íbúð og ýmsar gjafir frá yfirvöldum Kína. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Yfirvöld í Kína drápu eða fangelsuðu 18 til 20 menn á árunum 2010 til 2012, sem höfðu veitt Leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA, upplýsingar. Með kerfisbundnum hætti þurrkuðu Kínverjar út njósnahring sem hafði tekið ár að byggja upp og drógu verulega úr njósnum Bandaríkjanna í Kína. Enn er deilt um hvort að njósnari hafi útvegað Kínverjum nöfn heimildarmanna CIA eða hvort þeir hafi öðlast þau með tölvuárásum. Þetta kemur fram í frétt New York Times, en þar segir að einn heimildarmaður CIA hafi verið tekinn af lífi fyrir utan opinbera byggingu í Kína og að tilgangur aftökunnar hafi verið að senda skilaboð til annarra.Mikið áfallHeimildarmenn NYT segja þetta vera versta áfall CIA í áratugi. Það sé einungis sambærilegt því þegar Adrich Ames frá CIA og Robert Hanssen frá FBI láku upplýsingum til Sovétríkjanna um árabil. Árið 2010 höfðu Bandaríkin verið að fá góðar upplýsingar frá heimildarmönnum innan stjórnvalda, sem meðal annars voru reiðir yfir mikilli spillingu. Þá fór að hægja verulega á upplýsingaflæðinu og heimildarmenn hurfu. Sameiginleg rannsókn CIA og FBI beindist að miklu leyti gegn fyrrverandi útsendara CIA sem kom að njósnum Bandaríkjanna í Kína, en ekki fundust næg sönnunargögn til að handtaka hann. Þá töldu ýmsir rannsakendur einnig að Kínverjar hefðu brotið sér leið inn í samskiptakerfi CIA og enn aðrir töldu starfsmenn CIA í Kína hafa orðið kærulausa. Þeir hefðu ferðast sömu leiðirnar og hitt heimildarmenn sína á sömu veitingastöðunum. Njósnayfirvöld Bandaríkjanna komust að þeirri niðurstöðu árið 2013 að yfirvöld Kína gætu ekki lengur fundið útsendara þeirra og heimildarmenn. Síðan þá hefur CIA unnið að því að byggja aftur upp njósnastörf sín þar í landi.Útvegaði tækni fyrir vændiskonurNYT segja njósnaaðgerðir Kína í Bandaríkjunum hafa verið umfangsmiklar á undanförnum árum. Kínverjar hafa verið sakaðir um að stela persónuupplýsingum um opinbera starfsmenn í Bandaríkjunum í stórri tölvuárás árið 2015. Þar að auki viðurkenndi starfsmaður Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, í fyrra að hafa verið útsendari Kína um árabil. Hann hafði útvegað Kínverjum upplýsingar um nýja tækni í staðinn fyrir peninga, gistingu á hágæða hótelum og vændiskonur. Þá standa málaferli yfir gegn konu sem starfaði til langs tíma hjá Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna. Candace Marie Claiborne er sökuð um að ljúga til um samskipti sína við kínverska embættismenn. Hún er sögð hafa fengið peninga, íbúð og ýmsar gjafir frá yfirvöldum Kína.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira