Kínverjar drápu fjölda njósnara CIA Samúel Karl Ólason skrifar 21. maí 2017 08:49 Árið 2010 höfðu Bandaríkin verið að fá góðar upplýsingar frá heimildarmönnum innan stjórnvalda, sem meðal annars voru reiðir yfir mikilli spillingu. Þá fór að hægja verulega á upplýsingaflæðinu og heimildarmenn hurfu. Vísir/EPA Yfirvöld í Kína drápu eða fangelsuðu 18 til 20 menn á árunum 2010 til 2012, sem höfðu veitt Leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA, upplýsingar. Með kerfisbundnum hætti þurrkuðu Kínverjar út njósnahring sem hafði tekið ár að byggja upp og drógu verulega úr njósnum Bandaríkjanna í Kína. Enn er deilt um hvort að njósnari hafi útvegað Kínverjum nöfn heimildarmanna CIA eða hvort þeir hafi öðlast þau með tölvuárásum. Þetta kemur fram í frétt New York Times, en þar segir að einn heimildarmaður CIA hafi verið tekinn af lífi fyrir utan opinbera byggingu í Kína og að tilgangur aftökunnar hafi verið að senda skilaboð til annarra.Mikið áfallHeimildarmenn NYT segja þetta vera versta áfall CIA í áratugi. Það sé einungis sambærilegt því þegar Adrich Ames frá CIA og Robert Hanssen frá FBI láku upplýsingum til Sovétríkjanna um árabil. Árið 2010 höfðu Bandaríkin verið að fá góðar upplýsingar frá heimildarmönnum innan stjórnvalda, sem meðal annars voru reiðir yfir mikilli spillingu. Þá fór að hægja verulega á upplýsingaflæðinu og heimildarmenn hurfu. Sameiginleg rannsókn CIA og FBI beindist að miklu leyti gegn fyrrverandi útsendara CIA sem kom að njósnum Bandaríkjanna í Kína, en ekki fundust næg sönnunargögn til að handtaka hann. Þá töldu ýmsir rannsakendur einnig að Kínverjar hefðu brotið sér leið inn í samskiptakerfi CIA og enn aðrir töldu starfsmenn CIA í Kína hafa orðið kærulausa. Þeir hefðu ferðast sömu leiðirnar og hitt heimildarmenn sína á sömu veitingastöðunum. Njósnayfirvöld Bandaríkjanna komust að þeirri niðurstöðu árið 2013 að yfirvöld Kína gætu ekki lengur fundið útsendara þeirra og heimildarmenn. Síðan þá hefur CIA unnið að því að byggja aftur upp njósnastörf sín þar í landi.Útvegaði tækni fyrir vændiskonurNYT segja njósnaaðgerðir Kína í Bandaríkjunum hafa verið umfangsmiklar á undanförnum árum. Kínverjar hafa verið sakaðir um að stela persónuupplýsingum um opinbera starfsmenn í Bandaríkjunum í stórri tölvuárás árið 2015. Þar að auki viðurkenndi starfsmaður Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, í fyrra að hafa verið útsendari Kína um árabil. Hann hafði útvegað Kínverjum upplýsingar um nýja tækni í staðinn fyrir peninga, gistingu á hágæða hótelum og vændiskonur. Þá standa málaferli yfir gegn konu sem starfaði til langs tíma hjá Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna. Candace Marie Claiborne er sökuð um að ljúga til um samskipti sína við kínverska embættismenn. Hún er sögð hafa fengið peninga, íbúð og ýmsar gjafir frá yfirvöldum Kína. Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Yfirvöld í Kína drápu eða fangelsuðu 18 til 20 menn á árunum 2010 til 2012, sem höfðu veitt Leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA, upplýsingar. Með kerfisbundnum hætti þurrkuðu Kínverjar út njósnahring sem hafði tekið ár að byggja upp og drógu verulega úr njósnum Bandaríkjanna í Kína. Enn er deilt um hvort að njósnari hafi útvegað Kínverjum nöfn heimildarmanna CIA eða hvort þeir hafi öðlast þau með tölvuárásum. Þetta kemur fram í frétt New York Times, en þar segir að einn heimildarmaður CIA hafi verið tekinn af lífi fyrir utan opinbera byggingu í Kína og að tilgangur aftökunnar hafi verið að senda skilaboð til annarra.Mikið áfallHeimildarmenn NYT segja þetta vera versta áfall CIA í áratugi. Það sé einungis sambærilegt því þegar Adrich Ames frá CIA og Robert Hanssen frá FBI láku upplýsingum til Sovétríkjanna um árabil. Árið 2010 höfðu Bandaríkin verið að fá góðar upplýsingar frá heimildarmönnum innan stjórnvalda, sem meðal annars voru reiðir yfir mikilli spillingu. Þá fór að hægja verulega á upplýsingaflæðinu og heimildarmenn hurfu. Sameiginleg rannsókn CIA og FBI beindist að miklu leyti gegn fyrrverandi útsendara CIA sem kom að njósnum Bandaríkjanna í Kína, en ekki fundust næg sönnunargögn til að handtaka hann. Þá töldu ýmsir rannsakendur einnig að Kínverjar hefðu brotið sér leið inn í samskiptakerfi CIA og enn aðrir töldu starfsmenn CIA í Kína hafa orðið kærulausa. Þeir hefðu ferðast sömu leiðirnar og hitt heimildarmenn sína á sömu veitingastöðunum. Njósnayfirvöld Bandaríkjanna komust að þeirri niðurstöðu árið 2013 að yfirvöld Kína gætu ekki lengur fundið útsendara þeirra og heimildarmenn. Síðan þá hefur CIA unnið að því að byggja aftur upp njósnastörf sín þar í landi.Útvegaði tækni fyrir vændiskonurNYT segja njósnaaðgerðir Kína í Bandaríkjunum hafa verið umfangsmiklar á undanförnum árum. Kínverjar hafa verið sakaðir um að stela persónuupplýsingum um opinbera starfsmenn í Bandaríkjunum í stórri tölvuárás árið 2015. Þar að auki viðurkenndi starfsmaður Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, í fyrra að hafa verið útsendari Kína um árabil. Hann hafði útvegað Kínverjum upplýsingar um nýja tækni í staðinn fyrir peninga, gistingu á hágæða hótelum og vændiskonur. Þá standa málaferli yfir gegn konu sem starfaði til langs tíma hjá Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna. Candace Marie Claiborne er sökuð um að ljúga til um samskipti sína við kínverska embættismenn. Hún er sögð hafa fengið peninga, íbúð og ýmsar gjafir frá yfirvöldum Kína.
Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira