Börn föðurins sem grunaður er um að nauðga dætrum sínum komin í öruggt skjól Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. nóvember 2017 16:29 Faðirinn hefur verið úrskurðaður í þriggja vikna gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. Vísir/Heiða Fjögur börn föður á Suðurlandi, sem grunaður er um að hafa nauðgað dætrum sínum þegar þær voru á aldrinum 5-7 ára gamlar, hafa verið flutt af heimili sínu. Dvelja þau á öruggum stað að sögn Elís Kjartanssonar, lögreglufulltrúa hjá lögreglunni á Suðurlandi. RÚV greinir frá.Maðurinn var úrskurðaður í þriggja vikna gæsluvarðhald í vikunni, til 29. nóvember. Gæsluvarðhaldið er á grundvelli almannahagsmuna. Maðurinn hlaut tíu mánaða dóm árið 1991 fyrir kynferðisbrot gegn yngstu dóttur sinni, sem þá var 5-6 ára gömul. Það var svo í fyrra sem maðurinn var handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna grunaður um brot á annarri dóttur sinni. Það mál var rannsakað af lögreglunni á Suðurlandi sem skilaði því til héraðssaksóknara í ágúst. Nú í október sakaði svo þriðja dóttirin föður sinn um nauðgun þegar hún var á sama aldri og hinar tvær, í kringum 5-7 ára aldurinn. Verið er að ræða við þá dóttur, sem er á táningsaldri, í Barnahúsi þessa dagana.Brot hérlendis sem erlendis Auk fyrrnefndra þriggja dætra á hinn grunaði faðir tvö börn til viðbótar, þriggja ára og níu ára. Elís Kjartansson lögreglufulltrúi segir í samtali við RÚV að rannsóknin á manninum nái yfir langt tímabil og varði brot í fleiri en einu landi. Maðurinn bjó með börnum sínum erlendis um tíma. Ekki hafði verið tekin ákvörðun um hvort ákæra yrði gefin út í málinu frá því í fyrra þegar mál þriðju dótturinnar kom upp í október. Málin tvö eru nú á borði lögreglunnar á Suðurlandi og eru rannsökuð saman. Í gæsluvarðhaldskröfu lögreglustjórans á Suðurlandi segir að um sé að ræða óheyrilega gróf og alvarleg brot gegn ungum börnum kærða sem geti varðað allt að sextán ára fangelsi. Telur lögreglustjóri að gæsluvarðhald með tilliti til hagsmuna almennings sé nauðsynlegt. Óforsvaranlegt sé að maðurinn gangi laus sakaður um þessi alvarlegu brot. Kynferðisbrot hans nái yfir langt tímabil gegn þremur dætrum og sýni ákveðið hegðunarmynstur eða kenndir sem maðurinn hafi ekki stjórn á.Skortir heimildir til að fylgjast með hættulegum kynferðisbrotamönnum Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, sagði við Vísi í gær að algjör skortur væri á heimildum til að lögregla og barnavernd gætu fylgst með hópi hættulegustu kynferðisbrotamanna, þeim sem girnast börn. Þröngsýni á þingi hafi komið í veg fyrir auknar heimildir í þeim málaflokki en þar sé ríkt að menn hafi tekið út sína refsingu þegar úr fangelsi er komið. Bragi segir nauðsynlegt að gera undantekningu á þeirri meginreglu þegar komi að eftirliti með dæmdum kynferðisbrotamönnum með barnagirnd. Það þekkist úr nágrannaríkjum okkar. Tengdar fréttir Faðir á Suðurlandi grunaður um að hafa nauðgað enn einni dóttur sinni Hlaut dóm fyrir að brjóta á elstu dóttur sinni árið 1991. Grunaður um að hafa nauðgað tveimur yngri dætrum sínum þegar þær voru um sex ára gamlar. 9. nóvember 2017 10:27 Segir þröngsýni á þingi standa í vegi fyrir eftirliti með hættulegustu kynferðisbrotamönnum Faðir á sextugsaldri er grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn þremur dætrum sínum þegar þær voru í kringum sex ára aldur. 9. nóvember 2017 23:00 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Fjögur börn föður á Suðurlandi, sem grunaður er um að hafa nauðgað dætrum sínum þegar þær voru á aldrinum 5-7 ára gamlar, hafa verið flutt af heimili sínu. Dvelja þau á öruggum stað að sögn Elís Kjartanssonar, lögreglufulltrúa hjá lögreglunni á Suðurlandi. RÚV greinir frá.Maðurinn var úrskurðaður í þriggja vikna gæsluvarðhald í vikunni, til 29. nóvember. Gæsluvarðhaldið er á grundvelli almannahagsmuna. Maðurinn hlaut tíu mánaða dóm árið 1991 fyrir kynferðisbrot gegn yngstu dóttur sinni, sem þá var 5-6 ára gömul. Það var svo í fyrra sem maðurinn var handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna grunaður um brot á annarri dóttur sinni. Það mál var rannsakað af lögreglunni á Suðurlandi sem skilaði því til héraðssaksóknara í ágúst. Nú í október sakaði svo þriðja dóttirin föður sinn um nauðgun þegar hún var á sama aldri og hinar tvær, í kringum 5-7 ára aldurinn. Verið er að ræða við þá dóttur, sem er á táningsaldri, í Barnahúsi þessa dagana.Brot hérlendis sem erlendis Auk fyrrnefndra þriggja dætra á hinn grunaði faðir tvö börn til viðbótar, þriggja ára og níu ára. Elís Kjartansson lögreglufulltrúi segir í samtali við RÚV að rannsóknin á manninum nái yfir langt tímabil og varði brot í fleiri en einu landi. Maðurinn bjó með börnum sínum erlendis um tíma. Ekki hafði verið tekin ákvörðun um hvort ákæra yrði gefin út í málinu frá því í fyrra þegar mál þriðju dótturinnar kom upp í október. Málin tvö eru nú á borði lögreglunnar á Suðurlandi og eru rannsökuð saman. Í gæsluvarðhaldskröfu lögreglustjórans á Suðurlandi segir að um sé að ræða óheyrilega gróf og alvarleg brot gegn ungum börnum kærða sem geti varðað allt að sextán ára fangelsi. Telur lögreglustjóri að gæsluvarðhald með tilliti til hagsmuna almennings sé nauðsynlegt. Óforsvaranlegt sé að maðurinn gangi laus sakaður um þessi alvarlegu brot. Kynferðisbrot hans nái yfir langt tímabil gegn þremur dætrum og sýni ákveðið hegðunarmynstur eða kenndir sem maðurinn hafi ekki stjórn á.Skortir heimildir til að fylgjast með hættulegum kynferðisbrotamönnum Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, sagði við Vísi í gær að algjör skortur væri á heimildum til að lögregla og barnavernd gætu fylgst með hópi hættulegustu kynferðisbrotamanna, þeim sem girnast börn. Þröngsýni á þingi hafi komið í veg fyrir auknar heimildir í þeim málaflokki en þar sé ríkt að menn hafi tekið út sína refsingu þegar úr fangelsi er komið. Bragi segir nauðsynlegt að gera undantekningu á þeirri meginreglu þegar komi að eftirliti með dæmdum kynferðisbrotamönnum með barnagirnd. Það þekkist úr nágrannaríkjum okkar.
Tengdar fréttir Faðir á Suðurlandi grunaður um að hafa nauðgað enn einni dóttur sinni Hlaut dóm fyrir að brjóta á elstu dóttur sinni árið 1991. Grunaður um að hafa nauðgað tveimur yngri dætrum sínum þegar þær voru um sex ára gamlar. 9. nóvember 2017 10:27 Segir þröngsýni á þingi standa í vegi fyrir eftirliti með hættulegustu kynferðisbrotamönnum Faðir á sextugsaldri er grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn þremur dætrum sínum þegar þær voru í kringum sex ára aldur. 9. nóvember 2017 23:00 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Faðir á Suðurlandi grunaður um að hafa nauðgað enn einni dóttur sinni Hlaut dóm fyrir að brjóta á elstu dóttur sinni árið 1991. Grunaður um að hafa nauðgað tveimur yngri dætrum sínum þegar þær voru um sex ára gamlar. 9. nóvember 2017 10:27
Segir þröngsýni á þingi standa í vegi fyrir eftirliti með hættulegustu kynferðisbrotamönnum Faðir á sextugsaldri er grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn þremur dætrum sínum þegar þær voru í kringum sex ára aldur. 9. nóvember 2017 23:00