Draumar eru uppáhaldið mitt Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 12. nóvember 2017 09:30 Aldís með hrafninn Íó og Hafrúnu. Þau eru aðalsöguhetjur í Íó sem sýnd er í Tjarnarbíói og ætluð börnum á grunnskólaaldri. FRÉTTABLAÐIÐ/HANNA Aldís Gyða Davíðsdóttir er söngkona, brúðugerðarkona, leikkona og textahöfundur. Hvað skyldi vera skemmtilegast? Það er bara svo dásamlega gaman að skapa og ég er alltaf að uppgötva eitthvað nýtt sem ég get gert. Get ómögulega valið á milli. Hvað finnst þér heillandi við brúðugerð? Þegar ég held ég sé að fara að búa til einhverskonar brúðu en enda svo með allt öðruvísi brúðu, svolítið eins og brúðurnar hjálpi til með hvernig þær koma út á endanum En erfiðast? Þegar ég þarf að vinna með eitthvað mjög tæknilegt eins og vængina hjá hrafninum Íó sem ég þurfti að endurgera sex sinnum. Hafðir þú áhuga á að búa til brúður þegar þú varst lítil? Ég var alltaf að föndra eitthvað þegar ég var lítil og gera ýmiskonar föndur tilraunir. Brúður og önnur listaverk. Á hverju byrjar þú þegar þú býrð til brúðu? Fyrst finn ég út hvernig tegund af brúðu ég vil gera, stangarbrúðu, strengjabrúðu, handbrúðu, bland af þessu öllu eða eitthvað alveg nýtt. Býrðu til grímur? Ég er mikil grímukona og hef búið til margar grímur, fólks- og dýragrímur. Hvaða efni notar þú? Ég vinn mest með pappamassa því hann er svo léttur og þægilegur. Hefur þú stjórnað brúðum á sýningum? Ég hef stjórnað mörgum brúðum í ennþá fleiri sýningum. Ég var í Brúðubílnum og Leikbrúðulandi fyrst, svo sett ég sjálf upp brúðu- og grímusýningu fyrir börn sem hét Fiskabúrið, svo brúðusýninguna Tröll síðasta vor og núna Íó sem sýnd er í Tjarnarbíói. Átt þú börn? Já, ég á tvær stelpur Iðunni þriggja ára og Emblu átta ára. Hafa draumar þínir ræst? Draumar eru uppáhaldið mitt. Sumir hafa ræst en ég á eftir að læra á básúnu og eiga risa stóran hund og lita hárið á mér blátt og dansa með górillum og eignast ofurhetjuskikkju og milljón aðra drauma. Föndur Krakkar Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fleiri fréttir Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Sjá meira
Aldís Gyða Davíðsdóttir er söngkona, brúðugerðarkona, leikkona og textahöfundur. Hvað skyldi vera skemmtilegast? Það er bara svo dásamlega gaman að skapa og ég er alltaf að uppgötva eitthvað nýtt sem ég get gert. Get ómögulega valið á milli. Hvað finnst þér heillandi við brúðugerð? Þegar ég held ég sé að fara að búa til einhverskonar brúðu en enda svo með allt öðruvísi brúðu, svolítið eins og brúðurnar hjálpi til með hvernig þær koma út á endanum En erfiðast? Þegar ég þarf að vinna með eitthvað mjög tæknilegt eins og vængina hjá hrafninum Íó sem ég þurfti að endurgera sex sinnum. Hafðir þú áhuga á að búa til brúður þegar þú varst lítil? Ég var alltaf að föndra eitthvað þegar ég var lítil og gera ýmiskonar föndur tilraunir. Brúður og önnur listaverk. Á hverju byrjar þú þegar þú býrð til brúðu? Fyrst finn ég út hvernig tegund af brúðu ég vil gera, stangarbrúðu, strengjabrúðu, handbrúðu, bland af þessu öllu eða eitthvað alveg nýtt. Býrðu til grímur? Ég er mikil grímukona og hef búið til margar grímur, fólks- og dýragrímur. Hvaða efni notar þú? Ég vinn mest með pappamassa því hann er svo léttur og þægilegur. Hefur þú stjórnað brúðum á sýningum? Ég hef stjórnað mörgum brúðum í ennþá fleiri sýningum. Ég var í Brúðubílnum og Leikbrúðulandi fyrst, svo sett ég sjálf upp brúðu- og grímusýningu fyrir börn sem hét Fiskabúrið, svo brúðusýninguna Tröll síðasta vor og núna Íó sem sýnd er í Tjarnarbíói. Átt þú börn? Já, ég á tvær stelpur Iðunni þriggja ára og Emblu átta ára. Hafa draumar þínir ræst? Draumar eru uppáhaldið mitt. Sumir hafa ræst en ég á eftir að læra á básúnu og eiga risa stóran hund og lita hárið á mér blátt og dansa með górillum og eignast ofurhetjuskikkju og milljón aðra drauma.
Föndur Krakkar Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fleiri fréttir Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Sjá meira