Benedikt vill tvær milljónir frá Jóni Steinari Jakob Bjarnar skrifar 10. nóvember 2017 11:30 Benedikt og Jón Steinar sem ekki getur lengur kvartað undan þöggun þegar skrif hans um Hæstarétt eru annars vegar. Benedikt Bogason hæstaréttardómari hefur höfðað mál á hendur Jóni Steinari Gunnlaugssyni lögmanni og fyrrum hæstaréttardómara og krefst þess að fimm ummæli í nýrri bók hans, „Með lognið í fangið – um afglöp Hæstaréttar eftir hrun“ verði dæmd dauð og ómerk. Miskabótakrafa sem fram er sett hljóðar upp á tvær milljónir auk vaxta en að sögn lögmanns Benedikts, Vilhjálms H. Vilhjálmssonar, þá mun það fé renna til góðgerðarmála, það er vinni Benedikt málið. Þá krefst stefnandi málskostnaðar úr hendi stefnda samkvæmt síðar framlögðu málskostnaðaryfirliti. Vísir greindi frá þessari stefnu í gærkvöldi en hún verður lögð fram á miðvikudaginn 15. þessa mánaðar í Héraðsdómi Reykjaness.Ummælin sem Benedikt vill dauð og ómerkUm er að ræða eftirfarandi ummæli sem Benedikt vill að verð dæmd dauð og ómerk: 1. Dómsmorð (bls. 61) 2. Dómsmorð (bls. 63). 3. Ég hika ekki við að segja að á Baldri hafi við meðferð Hæstaréttar verið framið það sem kallað hefur verið dómsmorð (bls. 63). 4. Þessi skilgreining á vel við málið gegn Baldri. Felldur var dómur, sem dómararnir vissu, eða að minnsta kosti hlutu að vita, að ekki stóðst hlutlausa lagaframkvæmd (bls. 63). 5. Þar voru færð rök að því að meirihluti réttarins hefði fellt dóm yfir ákærða sem að mínum dómi félli undir hugtakið dómsmorð eins og það hefur verið skýrt (bls. 114).Loksins viðbrögðTitill bókar Jóns Steinars, Með lognið í fangið, er táknrænn og vísar til þess að höfundi blöskrar sú þögn sem ríkt hefur um harða gagnrýni þá er hann hefur sett fram á dómara við Hæstarétt. Vísir ræddi við Jón Steinar um bókina og birti viðtal þar um. Þar segir meðal annars: „Þetta eru alvarlegar ásakanir sem þú setur fram á hendur nafngreindum dómurum. Þú kemur inná málarekstur þinn á hendur Þorvaldi Gylfasyni prófessor, sem þú stefndir fyrir meiðyrði. Þú sagðist ekki eiga annars kost því þar væri verið að saka þig um refsiverða háttsemi. Þú sakar dómara um að ganga í berhögg við lög, má gera ráð fyrir því að þagnarmúrinn bresti með hugsanlegri stefnu þeirra á hendur þér? „Það held ég varla enda varla nokkur grundvöllur fyrir slíku. Vilji einhver reyna er hann velkominn,“ segir Jón Steinar og það fer ekkert á milli mála að hann myndi fagna slíkum viðbrögðum.“ Nú liggur sem sagt fyrir að Jón Steinar þarf ekki lengur að láta skort á viðbrögðum fara í taugarnar á sér. Tengdar fréttir Segir dómara stunda lýðskrum með ranglátum dómum Jón Steinar storkar dómurum í nýrri bók og segir þeim að koma bara vilji þeir fara í mál við sig. 2. nóvember 2017 12:37 Hæstaréttardómari höfðar meiðyrðamál gegn Jóni Steinari Benedikt Bogason hæstaréttardómari hefur höfðað dómsmál á hendur Jóni Steinari Gunnlaugssyni vegna ummæla sem birtust í nýlegu riti hans um Hæstarétt. 9. nóvember 2017 19:08 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Benedikt Bogason hæstaréttardómari hefur höfðað mál á hendur Jóni Steinari Gunnlaugssyni lögmanni og fyrrum hæstaréttardómara og krefst þess að fimm ummæli í nýrri bók hans, „Með lognið í fangið – um afglöp Hæstaréttar eftir hrun“ verði dæmd dauð og ómerk. Miskabótakrafa sem fram er sett hljóðar upp á tvær milljónir auk vaxta en að sögn lögmanns Benedikts, Vilhjálms H. Vilhjálmssonar, þá mun það fé renna til góðgerðarmála, það er vinni Benedikt málið. Þá krefst stefnandi málskostnaðar úr hendi stefnda samkvæmt síðar framlögðu málskostnaðaryfirliti. Vísir greindi frá þessari stefnu í gærkvöldi en hún verður lögð fram á miðvikudaginn 15. þessa mánaðar í Héraðsdómi Reykjaness.Ummælin sem Benedikt vill dauð og ómerkUm er að ræða eftirfarandi ummæli sem Benedikt vill að verð dæmd dauð og ómerk: 1. Dómsmorð (bls. 61) 2. Dómsmorð (bls. 63). 3. Ég hika ekki við að segja að á Baldri hafi við meðferð Hæstaréttar verið framið það sem kallað hefur verið dómsmorð (bls. 63). 4. Þessi skilgreining á vel við málið gegn Baldri. Felldur var dómur, sem dómararnir vissu, eða að minnsta kosti hlutu að vita, að ekki stóðst hlutlausa lagaframkvæmd (bls. 63). 5. Þar voru færð rök að því að meirihluti réttarins hefði fellt dóm yfir ákærða sem að mínum dómi félli undir hugtakið dómsmorð eins og það hefur verið skýrt (bls. 114).Loksins viðbrögðTitill bókar Jóns Steinars, Með lognið í fangið, er táknrænn og vísar til þess að höfundi blöskrar sú þögn sem ríkt hefur um harða gagnrýni þá er hann hefur sett fram á dómara við Hæstarétt. Vísir ræddi við Jón Steinar um bókina og birti viðtal þar um. Þar segir meðal annars: „Þetta eru alvarlegar ásakanir sem þú setur fram á hendur nafngreindum dómurum. Þú kemur inná málarekstur þinn á hendur Þorvaldi Gylfasyni prófessor, sem þú stefndir fyrir meiðyrði. Þú sagðist ekki eiga annars kost því þar væri verið að saka þig um refsiverða háttsemi. Þú sakar dómara um að ganga í berhögg við lög, má gera ráð fyrir því að þagnarmúrinn bresti með hugsanlegri stefnu þeirra á hendur þér? „Það held ég varla enda varla nokkur grundvöllur fyrir slíku. Vilji einhver reyna er hann velkominn,“ segir Jón Steinar og það fer ekkert á milli mála að hann myndi fagna slíkum viðbrögðum.“ Nú liggur sem sagt fyrir að Jón Steinar þarf ekki lengur að láta skort á viðbrögðum fara í taugarnar á sér.
Tengdar fréttir Segir dómara stunda lýðskrum með ranglátum dómum Jón Steinar storkar dómurum í nýrri bók og segir þeim að koma bara vilji þeir fara í mál við sig. 2. nóvember 2017 12:37 Hæstaréttardómari höfðar meiðyrðamál gegn Jóni Steinari Benedikt Bogason hæstaréttardómari hefur höfðað dómsmál á hendur Jóni Steinari Gunnlaugssyni vegna ummæla sem birtust í nýlegu riti hans um Hæstarétt. 9. nóvember 2017 19:08 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Segir dómara stunda lýðskrum með ranglátum dómum Jón Steinar storkar dómurum í nýrri bók og segir þeim að koma bara vilji þeir fara í mál við sig. 2. nóvember 2017 12:37
Hæstaréttardómari höfðar meiðyrðamál gegn Jóni Steinari Benedikt Bogason hæstaréttardómari hefur höfðað dómsmál á hendur Jóni Steinari Gunnlaugssyni vegna ummæla sem birtust í nýlegu riti hans um Hæstarétt. 9. nóvember 2017 19:08