Snjórinn kominn til að vera í bili Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 10. nóvember 2017 10:58 Það skall skyndilega á með rómantískri aðventustemningu í höfuðborginni í gærkvöldi þegar snjó byrjaði að kyngja niður. Heimamenn sem ferðamenn nutu stundarinnar í ljósadýrð á Laugaveginum. Vísir/Anton Fyrsti snjór vetrarins féll á höfuðborgarsvæðinu í gær og mun hann lifa eitthvað áfram samkvæmt veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands. Bjartara verður norðaustantil á landinu næstu daga þó að búast megi við einhverjum éljagangi þar í dag og á morgun. „Þessi snjór sem er kominn núna hann lifir og bætir jafnvel í. Það verða áfram einhverjar stöku éljar í dag og á morgun en svo á sunnudagskvöld hlýnar hérna fyrir sunnan og þá ganga önnur skil yfir með suðaustanátt. Það gæti snjóað í fyrstu en svo breytist það í rigningu aðfaranótt mánudags,“ segir Daníel Þorláksson veðurfræðingur í samtali við Vísi. „Það bráðnar örugglega talsvert af honum á aðfaranótt mánudags en svo er aftur éljaveður í kortunum alveg fram á fimmtudag þannig hann kemur líklega aftur í vikunni. Þá dregur heldur úr honum og hann blotnar og verður grár en svo kemur mjög líklega nýr snjór í næstu viku.“ Hann segir að annars staðar á landinu megi gera ráð fyrir rigningu á láglendi þó það snjói til fjalla. „Á suður og vestur helmingi landsins þá verður éljaveður svolítið ríkjandi á meðan það verður bjartara á norðausturlandi. Þar eru éljar í dag og á morgun en svo birtir til hjá þeim í byrjun næstu viku.“Veðurhorfur á landinuNorðvestan 18-25 A-til, hvassast við ströndina en breytileg átt 3-8 m/s V-lands. Víða él, en bjartviðri SA-til. Snjókoma um landið N-vert seint í kvöld og nótt og lægir fyrir austan.Norðlæg eða breytileg átt 3-10 á morgun og él N- og NA-lands, en bjart með köflum annars staðar. Líkur á éljum vestast síðdegis og annað kvöld. Hiti um og undir frostmarki.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ sunnudag:Breytileg átt 3-8, víða léttskýjað og kalt í veðri. Vaxandi suðaustanátt V-lands um kvöldið með hlýnandi veðri og rigningu.Á mánudag:Ákveðin sunnanátt í fyrstu með rigningu eða slyddu á láglendi, en snjókomu til fjalla. Suðvestlægari og skúrir eða slydduél þegar líður á daginn, fyrst vestantil. Hiti 1 til 5 stig.Á þriðjudag:Suðvestanátt og slydduél eða él, en léttskýjað á NA- og A-landi. Hiti að 5 stigum SV-til, en annars víða vægt frost.Á miðvikudag:Suðlæg átt með rigningu eða slyddu um landið SA-vert, en slydda eða snjókoma S- og V-lands. Úrkomulítið norðantil og bjartviðri á NA-landi. Hiti yfir frostmarki við suðurströndina, annars vægt frost.Á fimmtudag:Útlit fyrir ákveðna norðanátt með snjókomu fyrir norðan, en slyddu eða rigningu A-lands. Úrkomuminna sunnan- og vestanlands og hiti nálægt frostmarki. Veður Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Fyrsti snjór vetrarins féll á höfuðborgarsvæðinu í gær og mun hann lifa eitthvað áfram samkvæmt veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands. Bjartara verður norðaustantil á landinu næstu daga þó að búast megi við einhverjum éljagangi þar í dag og á morgun. „Þessi snjór sem er kominn núna hann lifir og bætir jafnvel í. Það verða áfram einhverjar stöku éljar í dag og á morgun en svo á sunnudagskvöld hlýnar hérna fyrir sunnan og þá ganga önnur skil yfir með suðaustanátt. Það gæti snjóað í fyrstu en svo breytist það í rigningu aðfaranótt mánudags,“ segir Daníel Þorláksson veðurfræðingur í samtali við Vísi. „Það bráðnar örugglega talsvert af honum á aðfaranótt mánudags en svo er aftur éljaveður í kortunum alveg fram á fimmtudag þannig hann kemur líklega aftur í vikunni. Þá dregur heldur úr honum og hann blotnar og verður grár en svo kemur mjög líklega nýr snjór í næstu viku.“ Hann segir að annars staðar á landinu megi gera ráð fyrir rigningu á láglendi þó það snjói til fjalla. „Á suður og vestur helmingi landsins þá verður éljaveður svolítið ríkjandi á meðan það verður bjartara á norðausturlandi. Þar eru éljar í dag og á morgun en svo birtir til hjá þeim í byrjun næstu viku.“Veðurhorfur á landinuNorðvestan 18-25 A-til, hvassast við ströndina en breytileg átt 3-8 m/s V-lands. Víða él, en bjartviðri SA-til. Snjókoma um landið N-vert seint í kvöld og nótt og lægir fyrir austan.Norðlæg eða breytileg átt 3-10 á morgun og él N- og NA-lands, en bjart með köflum annars staðar. Líkur á éljum vestast síðdegis og annað kvöld. Hiti um og undir frostmarki.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ sunnudag:Breytileg átt 3-8, víða léttskýjað og kalt í veðri. Vaxandi suðaustanátt V-lands um kvöldið með hlýnandi veðri og rigningu.Á mánudag:Ákveðin sunnanátt í fyrstu með rigningu eða slyddu á láglendi, en snjókomu til fjalla. Suðvestlægari og skúrir eða slydduél þegar líður á daginn, fyrst vestantil. Hiti 1 til 5 stig.Á þriðjudag:Suðvestanátt og slydduél eða él, en léttskýjað á NA- og A-landi. Hiti að 5 stigum SV-til, en annars víða vægt frost.Á miðvikudag:Suðlæg átt með rigningu eða slyddu um landið SA-vert, en slydda eða snjókoma S- og V-lands. Úrkomulítið norðantil og bjartviðri á NA-landi. Hiti yfir frostmarki við suðurströndina, annars vægt frost.Á fimmtudag:Útlit fyrir ákveðna norðanátt með snjókomu fyrir norðan, en slyddu eða rigningu A-lands. Úrkomuminna sunnan- og vestanlands og hiti nálægt frostmarki.
Veður Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira