Snjórinn kominn til að vera í bili Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 10. nóvember 2017 10:58 Það skall skyndilega á með rómantískri aðventustemningu í höfuðborginni í gærkvöldi þegar snjó byrjaði að kyngja niður. Heimamenn sem ferðamenn nutu stundarinnar í ljósadýrð á Laugaveginum. Vísir/Anton Fyrsti snjór vetrarins féll á höfuðborgarsvæðinu í gær og mun hann lifa eitthvað áfram samkvæmt veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands. Bjartara verður norðaustantil á landinu næstu daga þó að búast megi við einhverjum éljagangi þar í dag og á morgun. „Þessi snjór sem er kominn núna hann lifir og bætir jafnvel í. Það verða áfram einhverjar stöku éljar í dag og á morgun en svo á sunnudagskvöld hlýnar hérna fyrir sunnan og þá ganga önnur skil yfir með suðaustanátt. Það gæti snjóað í fyrstu en svo breytist það í rigningu aðfaranótt mánudags,“ segir Daníel Þorláksson veðurfræðingur í samtali við Vísi. „Það bráðnar örugglega talsvert af honum á aðfaranótt mánudags en svo er aftur éljaveður í kortunum alveg fram á fimmtudag þannig hann kemur líklega aftur í vikunni. Þá dregur heldur úr honum og hann blotnar og verður grár en svo kemur mjög líklega nýr snjór í næstu viku.“ Hann segir að annars staðar á landinu megi gera ráð fyrir rigningu á láglendi þó það snjói til fjalla. „Á suður og vestur helmingi landsins þá verður éljaveður svolítið ríkjandi á meðan það verður bjartara á norðausturlandi. Þar eru éljar í dag og á morgun en svo birtir til hjá þeim í byrjun næstu viku.“Veðurhorfur á landinuNorðvestan 18-25 A-til, hvassast við ströndina en breytileg átt 3-8 m/s V-lands. Víða él, en bjartviðri SA-til. Snjókoma um landið N-vert seint í kvöld og nótt og lægir fyrir austan.Norðlæg eða breytileg átt 3-10 á morgun og él N- og NA-lands, en bjart með köflum annars staðar. Líkur á éljum vestast síðdegis og annað kvöld. Hiti um og undir frostmarki.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ sunnudag:Breytileg átt 3-8, víða léttskýjað og kalt í veðri. Vaxandi suðaustanátt V-lands um kvöldið með hlýnandi veðri og rigningu.Á mánudag:Ákveðin sunnanátt í fyrstu með rigningu eða slyddu á láglendi, en snjókomu til fjalla. Suðvestlægari og skúrir eða slydduél þegar líður á daginn, fyrst vestantil. Hiti 1 til 5 stig.Á þriðjudag:Suðvestanátt og slydduél eða él, en léttskýjað á NA- og A-landi. Hiti að 5 stigum SV-til, en annars víða vægt frost.Á miðvikudag:Suðlæg átt með rigningu eða slyddu um landið SA-vert, en slydda eða snjókoma S- og V-lands. Úrkomulítið norðantil og bjartviðri á NA-landi. Hiti yfir frostmarki við suðurströndina, annars vægt frost.Á fimmtudag:Útlit fyrir ákveðna norðanátt með snjókomu fyrir norðan, en slyddu eða rigningu A-lands. Úrkomuminna sunnan- og vestanlands og hiti nálægt frostmarki. Veður Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Fyrsti snjór vetrarins féll á höfuðborgarsvæðinu í gær og mun hann lifa eitthvað áfram samkvæmt veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands. Bjartara verður norðaustantil á landinu næstu daga þó að búast megi við einhverjum éljagangi þar í dag og á morgun. „Þessi snjór sem er kominn núna hann lifir og bætir jafnvel í. Það verða áfram einhverjar stöku éljar í dag og á morgun en svo á sunnudagskvöld hlýnar hérna fyrir sunnan og þá ganga önnur skil yfir með suðaustanátt. Það gæti snjóað í fyrstu en svo breytist það í rigningu aðfaranótt mánudags,“ segir Daníel Þorláksson veðurfræðingur í samtali við Vísi. „Það bráðnar örugglega talsvert af honum á aðfaranótt mánudags en svo er aftur éljaveður í kortunum alveg fram á fimmtudag þannig hann kemur líklega aftur í vikunni. Þá dregur heldur úr honum og hann blotnar og verður grár en svo kemur mjög líklega nýr snjór í næstu viku.“ Hann segir að annars staðar á landinu megi gera ráð fyrir rigningu á láglendi þó það snjói til fjalla. „Á suður og vestur helmingi landsins þá verður éljaveður svolítið ríkjandi á meðan það verður bjartara á norðausturlandi. Þar eru éljar í dag og á morgun en svo birtir til hjá þeim í byrjun næstu viku.“Veðurhorfur á landinuNorðvestan 18-25 A-til, hvassast við ströndina en breytileg átt 3-8 m/s V-lands. Víða él, en bjartviðri SA-til. Snjókoma um landið N-vert seint í kvöld og nótt og lægir fyrir austan.Norðlæg eða breytileg átt 3-10 á morgun og él N- og NA-lands, en bjart með köflum annars staðar. Líkur á éljum vestast síðdegis og annað kvöld. Hiti um og undir frostmarki.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ sunnudag:Breytileg átt 3-8, víða léttskýjað og kalt í veðri. Vaxandi suðaustanátt V-lands um kvöldið með hlýnandi veðri og rigningu.Á mánudag:Ákveðin sunnanátt í fyrstu með rigningu eða slyddu á láglendi, en snjókomu til fjalla. Suðvestlægari og skúrir eða slydduél þegar líður á daginn, fyrst vestantil. Hiti 1 til 5 stig.Á þriðjudag:Suðvestanátt og slydduél eða él, en léttskýjað á NA- og A-landi. Hiti að 5 stigum SV-til, en annars víða vægt frost.Á miðvikudag:Suðlæg átt með rigningu eða slyddu um landið SA-vert, en slydda eða snjókoma S- og V-lands. Úrkomulítið norðantil og bjartviðri á NA-landi. Hiti yfir frostmarki við suðurströndina, annars vægt frost.Á fimmtudag:Útlit fyrir ákveðna norðanátt með snjókomu fyrir norðan, en slyddu eða rigningu A-lands. Úrkomuminna sunnan- og vestanlands og hiti nálægt frostmarki.
Veður Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira