Handbolti

ÍBV stökk upp í annað sætið

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Kári Kristján skoraði tvö mörk fyrir ÍBV í kvöld.
Kári Kristján skoraði tvö mörk fyrir ÍBV í kvöld. vísir/eyþór
Eyjamenn eru á siglingu í Olís-deild karla og í kvöld flaug liðið upp í annað sætið eftir stórsigur, 26-37, í Suðurlandsslagnum gegn Selfossi.

Gestirnir frá Vestmannaeyjum voru með mikla yfirburði frá upphafi og leiddu með ellefu marka mun í leikhléi, 11-20.

Dagskránni í raun lokið þarna og síðari hálfleikurinn formsatriði.

Grétar Eyþórsson skoraði níu mörk fyrir ÍBV og Theodór Sigurbjörnsson átta sem og Sigurbergur Sveinsson. Teitur Örn Einarsson skoraði tíu mörk fyrir Selfoss.

ÍBV er í öðru sæti deildarinnar og tveim stigum á eftir toppliði Hauka. Selfyssingar sitja í sjöunda sæti sem fyrr.

Mörk Selfoss:

Teitur Örn Einarsson 10, Elvar Örn Jónsson 4, Alexander Már Egan 2, Eyvindur Hrannar Gunnarsson 2, Sverrir Pálsson 2, Guðni Ingvarsson 2, Einar Ólafur Vilmundarson 1, Hergeir Grímsson 1, Árni Geir Hilmarsson 1, Örn Þrastarson 1, Einar Sverrisson 1.

Mörk ÍBV:

Grétar Þór Eyþórsson 9, Theodór Sigurbjörnsson 8, Sigurbergur Sveinsson 8, Agnar Smári Jónsson 6, Kári Kristján Kristjánsson 2, Róbert Aron Hostert 2, Dagur Arnarsson 1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×