Lykilleikmenn eru lítið að spila Kjartan Atli Kjartansson skrifar 20. mars 2017 19:00 Íslenska landsliðið undirbýr sig nú fyrir leik gegn landsliði Kósóvó sem verður leikinn í Shkoder í Albaníu á föstudagskvöld. Leikurinn er afar mikilvægur – hann er hluti af undankeppninni fyrir heimsmeistaramótið í Rússlandi á næsta ári. Ísland er í þriðja sæti með sjö stig en Kósóvó neðst með eitt stig. Mikið hefur verið fjallað um meiðsli lykilmanna landsliðsins, en ljóst er að menn á borð við Birki Bjarnason, Jóhann Berg Guðmundsson, Alfreð Finnbogason og Kolbein Sigþórsson verða ekki með. Þegar leikmannahópur liðsins er skoðaður kemur í ljós að nokkrir lykilmenn hafa lítið fengið að spila að undanförnu. 10 leikmenn af 24 léku 90 mínútur í síðasta leik fyrir landsleikjahlé. Fremstir í þeim flokki eru miðjumennirnir Aron Einar Gunnarsson og Gylfi Sigurðsson, sem eru lykilmenn í sínum liðum. Emil Hallfreðsson og Sverrir Ingi Ingason eru á meðal þeirra sem einnig léku 90 mínútur, en Sverrir skoraði fyrir Granada í La Liga um helgina. Hægri bakvörðurinn Birkir Már Sævarsson og markvörðurinn Ögmundur Kristinsson fá einnig að vera með í þessum flokki, en lið þeirra Hammarby lék síðast 5. mars. Nokkrir leikmenn spiluðu svo hluta úr síðasta leik. Hinn funheiti Viðar Kjartansson lék 71 mínútur með Maccabi Tel Aviv um helgina og Arnór Ingvi Traustason lék fyrri hálfleik með Rapid Wien. Hann var tekinn út af vegna meiðsla en mun væntanlega vera orðinn góður fyrir föstudag. Eftir standa svo leikmenn sem léku ekkert í lokaleiknum fyrir landsleikjahlé. Þeir Jón Daði Böðvarsson, Ragnar Sigurðsson og Hörður Björgvin Magnússon, sem allir leika í ensku Championship-deildinni, komu ekkert við sögu. Sama má segja um Kára Árnason, sem var meiddur og missti af síðasta leik AC Omonia. Þegar allt er tekið saman léku þessir 24 íslensku leikmenn samtals 1.024 mínútur. Ef allir hefðu leikið 90 mínútur í síðustu umferð fyrir landsleikjahlé hefðu íslensku landsliðsmennirnir samtals leikið 2160 mínútur. Íslenska landsliðið lék síðast mótsleik í marsmánuði fyrir tveimur árum síðan. Þá heimsótti liðið Kazakstan og hafði 3-0 sigur. Eiður Smári Guðjohnsen skoraði fyrsta mark Íslands og Birkir Bjarnason bætti við tveimur mörkum. Ísland lék einn annan leik undir stjórn Lars Lagerback í marsmánuði. Sá var gegn Slóveníu 22. mars 2013 og endaði 2-1 fyrir strákana okkar. Gylfi Sigurðsson skoraði bæði mörk Íslands og átti glimrandi leik. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sport Fleiri fréttir James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Sjá meira
Íslenska landsliðið undirbýr sig nú fyrir leik gegn landsliði Kósóvó sem verður leikinn í Shkoder í Albaníu á föstudagskvöld. Leikurinn er afar mikilvægur – hann er hluti af undankeppninni fyrir heimsmeistaramótið í Rússlandi á næsta ári. Ísland er í þriðja sæti með sjö stig en Kósóvó neðst með eitt stig. Mikið hefur verið fjallað um meiðsli lykilmanna landsliðsins, en ljóst er að menn á borð við Birki Bjarnason, Jóhann Berg Guðmundsson, Alfreð Finnbogason og Kolbein Sigþórsson verða ekki með. Þegar leikmannahópur liðsins er skoðaður kemur í ljós að nokkrir lykilmenn hafa lítið fengið að spila að undanförnu. 10 leikmenn af 24 léku 90 mínútur í síðasta leik fyrir landsleikjahlé. Fremstir í þeim flokki eru miðjumennirnir Aron Einar Gunnarsson og Gylfi Sigurðsson, sem eru lykilmenn í sínum liðum. Emil Hallfreðsson og Sverrir Ingi Ingason eru á meðal þeirra sem einnig léku 90 mínútur, en Sverrir skoraði fyrir Granada í La Liga um helgina. Hægri bakvörðurinn Birkir Már Sævarsson og markvörðurinn Ögmundur Kristinsson fá einnig að vera með í þessum flokki, en lið þeirra Hammarby lék síðast 5. mars. Nokkrir leikmenn spiluðu svo hluta úr síðasta leik. Hinn funheiti Viðar Kjartansson lék 71 mínútur með Maccabi Tel Aviv um helgina og Arnór Ingvi Traustason lék fyrri hálfleik með Rapid Wien. Hann var tekinn út af vegna meiðsla en mun væntanlega vera orðinn góður fyrir föstudag. Eftir standa svo leikmenn sem léku ekkert í lokaleiknum fyrir landsleikjahlé. Þeir Jón Daði Böðvarsson, Ragnar Sigurðsson og Hörður Björgvin Magnússon, sem allir leika í ensku Championship-deildinni, komu ekkert við sögu. Sama má segja um Kára Árnason, sem var meiddur og missti af síðasta leik AC Omonia. Þegar allt er tekið saman léku þessir 24 íslensku leikmenn samtals 1.024 mínútur. Ef allir hefðu leikið 90 mínútur í síðustu umferð fyrir landsleikjahlé hefðu íslensku landsliðsmennirnir samtals leikið 2160 mínútur. Íslenska landsliðið lék síðast mótsleik í marsmánuði fyrir tveimur árum síðan. Þá heimsótti liðið Kazakstan og hafði 3-0 sigur. Eiður Smári Guðjohnsen skoraði fyrsta mark Íslands og Birkir Bjarnason bætti við tveimur mörkum. Ísland lék einn annan leik undir stjórn Lars Lagerback í marsmánuði. Sá var gegn Slóveníu 22. mars 2013 og endaði 2-1 fyrir strákana okkar. Gylfi Sigurðsson skoraði bæði mörk Íslands og átti glimrandi leik.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sport Fleiri fréttir James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Sjá meira