Hlutum Goldman og erlendu sjóðanna í Arion fylgir ekki atkvæðisréttur Hörður Ægisson skrifar 20. mars 2017 15:15 FME bendir á að fjármálafyrirtækjum beri að tilgreina nöfn og hlutfallslegt eignarhald allra þeirra sem eiga umfram 1% hlutafjár á heimasíðu sinni. VÍSIR/EYÞÓR Kaupum bandaríska fjárfestingabankans Goldman Sachs og vogunarsjóðanna Taconic Capital, Attestor Capital og Och-Ziff Capital á samanlagt um 29,2 prósenta hlut í Arion banka fylgir ekki atkvæðisréttur að svo stöddu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Fjármálaeftirlitinu (FME) en þar segir að kaupin hafi ekki áhrif á skilyrði sem FME setti árið 2010 fyrir virkum eignarhlut Kaupþings í gegnum eignarhaldsfélagið Kaupskil í bankanum. Þau skilyrði meðal annars „takmarka verulega áhrif hluthafa Kaupþings á stjórnun bankans, en umræddir fjárfestar fara beint eða óbeint með eignarhlut í Kaupþingi. Fjármálaeftirlitið hefur áskilið sér rétt til að taka upp ofangreind skilyrði og hefur sett fram tímamörk í því skyni. Umræddum eignarhlutum fylgir ekki atkvæðisréttur að svo stöddu,“ segir í tilkynningu FME. Þá bendir stofnunin á að með kaupum fjárfestanna á tæplega 30 prósenta hlut í Arion banka myndast ekki nýr virkur eignarhlutur þar sem enginn þeirra fer með meira en 10 prósenta hlut. Með virkum eignarhlut er átt við beina eða óbeina hlutdeild í fjármálafyrirtæki sem nemur 10% eða meira af hlutafé, stofnfé eða atkvæðisrétti eða sem gerir kleift að hafa veruleg áhrif á stjórnun viðkomandi félags. Fjármálaeftirlitið segist hafa verið upplýst um kaup á eignarhlut í Arion banka og verið í aðdraganda þeirra í samskiptum við viðeigandi aðila, líkt og Fréttablaðið greindi meðal annars frá í lok febrúar. „Þá á Fjármálaeftirlitið von á tilkynningum um virka eignarhluti í Arion banka vegna mögulegs aukins eignarhlutar. Á grundvelli slíkra tilkynninga leggur Fjármálaeftirlitið mat á hæfi aðila til að fara með eignarhlutinn og aflar m.a. upplýsinga um raunverulega eigendur þeirra,“ segir í tilkynningunni.Verða að upplýsa um nöfn þeirra sem eiga meira en 1% Fjárfestahópurinn hefur síðar á árinu kauprétt á allt að 22 prósenta hlut til viðbótar í bankanum sem þýðir að sumir sjóðanna gætu þá eignast meira en 10 prósenta hlut í bankanum og þar með þurft að fá samþykki í FME til að fara með virkan eignarhlut. Í einkaviðtali sem Fréttablaðið birti í dag við Frank Brosens, stofnanda og eigenda Taconic Capital, sem hefur eignast 9,99 prósenta hlut í bankanum, segir hann aðspurður að sjóðurinn muni ákveða þegar að því kemur hvort kauprétturinn verði nýttur en hins vegar „munum við hefja núna strax það ferli með Fjármálaeftirlitinu hvort við fáum samþykki þess til að fara mögulega með virkan eignarhlut í bankanum.“ Þá vekur FME jafnframt athygli á því í tilkynningunni að fjármálafyrirtækjum beri að tilgreina nöfn og hlutfallslegt eignarhald allra þeirra sem eiga umfram 1% hlutafjár á heimasíðu sinni. „Sé lögaðili eigandi hlutafjár umfram 1% skal jafnframt koma fram hvaða einstaklingur eða einstaklingar séu raunverulegir eigendur viðkomandi lögaðila.“Uppfært kl: 18:26: Fjármálaeftirlitið hefur sent frá sér tilkynningu þar sem segir að „ónákvæmni“ hafi gætt í frétt stofnunarinnar fyrr í dag þar sem fjallað var um kaup fjárfesta á tæplega 30 prósenta hlut í Arion banka. „Í fréttinni sagði að umræddum hlutum fylgdi ekki atkvæðisréttur, en hið rétta er að Fjármálaeftirlitið hefur vitneskju um þetta atriði að því er varðar þrjá stærstu aðilana, en hefur ekki upplýsingar um þetta atriði varðandi þann fjórða.“ Mest lesið 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Viðskipti innlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Sjá meira
Kaupum bandaríska fjárfestingabankans Goldman Sachs og vogunarsjóðanna Taconic Capital, Attestor Capital og Och-Ziff Capital á samanlagt um 29,2 prósenta hlut í Arion banka fylgir ekki atkvæðisréttur að svo stöddu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Fjármálaeftirlitinu (FME) en þar segir að kaupin hafi ekki áhrif á skilyrði sem FME setti árið 2010 fyrir virkum eignarhlut Kaupþings í gegnum eignarhaldsfélagið Kaupskil í bankanum. Þau skilyrði meðal annars „takmarka verulega áhrif hluthafa Kaupþings á stjórnun bankans, en umræddir fjárfestar fara beint eða óbeint með eignarhlut í Kaupþingi. Fjármálaeftirlitið hefur áskilið sér rétt til að taka upp ofangreind skilyrði og hefur sett fram tímamörk í því skyni. Umræddum eignarhlutum fylgir ekki atkvæðisréttur að svo stöddu,“ segir í tilkynningu FME. Þá bendir stofnunin á að með kaupum fjárfestanna á tæplega 30 prósenta hlut í Arion banka myndast ekki nýr virkur eignarhlutur þar sem enginn þeirra fer með meira en 10 prósenta hlut. Með virkum eignarhlut er átt við beina eða óbeina hlutdeild í fjármálafyrirtæki sem nemur 10% eða meira af hlutafé, stofnfé eða atkvæðisrétti eða sem gerir kleift að hafa veruleg áhrif á stjórnun viðkomandi félags. Fjármálaeftirlitið segist hafa verið upplýst um kaup á eignarhlut í Arion banka og verið í aðdraganda þeirra í samskiptum við viðeigandi aðila, líkt og Fréttablaðið greindi meðal annars frá í lok febrúar. „Þá á Fjármálaeftirlitið von á tilkynningum um virka eignarhluti í Arion banka vegna mögulegs aukins eignarhlutar. Á grundvelli slíkra tilkynninga leggur Fjármálaeftirlitið mat á hæfi aðila til að fara með eignarhlutinn og aflar m.a. upplýsinga um raunverulega eigendur þeirra,“ segir í tilkynningunni.Verða að upplýsa um nöfn þeirra sem eiga meira en 1% Fjárfestahópurinn hefur síðar á árinu kauprétt á allt að 22 prósenta hlut til viðbótar í bankanum sem þýðir að sumir sjóðanna gætu þá eignast meira en 10 prósenta hlut í bankanum og þar með þurft að fá samþykki í FME til að fara með virkan eignarhlut. Í einkaviðtali sem Fréttablaðið birti í dag við Frank Brosens, stofnanda og eigenda Taconic Capital, sem hefur eignast 9,99 prósenta hlut í bankanum, segir hann aðspurður að sjóðurinn muni ákveða þegar að því kemur hvort kauprétturinn verði nýttur en hins vegar „munum við hefja núna strax það ferli með Fjármálaeftirlitinu hvort við fáum samþykki þess til að fara mögulega með virkan eignarhlut í bankanum.“ Þá vekur FME jafnframt athygli á því í tilkynningunni að fjármálafyrirtækjum beri að tilgreina nöfn og hlutfallslegt eignarhald allra þeirra sem eiga umfram 1% hlutafjár á heimasíðu sinni. „Sé lögaðili eigandi hlutafjár umfram 1% skal jafnframt koma fram hvaða einstaklingur eða einstaklingar séu raunverulegir eigendur viðkomandi lögaðila.“Uppfært kl: 18:26: Fjármálaeftirlitið hefur sent frá sér tilkynningu þar sem segir að „ónákvæmni“ hafi gætt í frétt stofnunarinnar fyrr í dag þar sem fjallað var um kaup fjárfesta á tæplega 30 prósenta hlut í Arion banka. „Í fréttinni sagði að umræddum hlutum fylgdi ekki atkvæðisréttur, en hið rétta er að Fjármálaeftirlitið hefur vitneskju um þetta atriði að því er varðar þrjá stærstu aðilana, en hefur ekki upplýsingar um þetta atriði varðandi þann fjórða.“
Mest lesið 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Viðskipti innlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Sjá meira