Íslensk málnefnd ánægð með körfuboltastrákana Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. september 2017 14:31 Jón Arnór Stefánsson hefur staðið í ströngu á Evrópumótinu, merktur eiginnöfnum sínum. Vísir/Ernir Ármann Jakobsson, fyrir hönd íslenskrar málnefndar, hefur sent Körfuknattleikssambandi Íslands bréf þar sem nefndin hrósar KKÍ og leikmönnum körfuboltalandsliðsins fyrir það að treyjur landsliðsins séu merktar með eiginnöfnum landsliðsmanna. Í bréfinu er vitnað til umræðu sem skapaðist í kringum þáttöku íslenska karlalandsliðsins á EM í knattspyrnu á síðasta ári sem og þáttöku íslenska kvennalandsliðsins í sömu íþrótt nú fyrr í sumar. Bæði landslið ákváðu að merkja treyjur sínar með eftirnöfnum, í takt við það sem gengur og gerist inn á knattspyrnuvöllum víða um heim. Gerðu ýmsir kröfu um að eiginnöfn leikmanna yrðu aftan á treyjum landsliðsins á þessum mótum, í takt við íslenskar málvenjur, en leikmenn sjálfir völdu að hafa eftirnöfnin á treyjunum. Segir nefndin að henni sé kunnugur rökstuðningur leikmanna en að öllum sé „ljóst að það stríðir gegn aldagömlum nafnahefðum íslensku að kalla fólk kenninöfnum sínum.“ Í bréfinu segir einnig að það sé hlutverk nefndarinnar að gera athugasemdir við það sem henni þykir miður fara varðandi notkun og viðgang móðurmálsins. Það sé þó einnig hlutverk nefndarinnar að vekja athygli á því sem vel er gert.„Íslensk málnefnd vill því með bréfi þessu hróa stjórn Körfuknattleikssambands Íslands og leikmönnum landsliðsins fyrir að treyjur þeirra skyldu merktar eiginnöfnum á yfirstandandi Evrópumóti í körfubolta.“ Biður málnefndin fyrir bestu kveðjum til leikmanna og allra sem máli tengist en bréfið sjálft má lesa hér fyrir neðan.Íslensk málnefnd sendir ekki aðeins skammarbréf: pic.twitter.com/n3t7okxvOI— Ármann Jakobsson (@ArmannJa) September 4, 2017 EM 2017 í Finnlandi Íslenska á tækniöld Tengdar fréttir Stelpurnar héldu atkvæðagreiðslu og vildu allar kenninöfnin á treyjurnar sínar Svona erum við meira lið, segir Glódís Perla Viggósdóttir. 21. júlí 2017 14:28 Málnefnd vill eiginnöfn á keppnistreyjunum „Hér hefur ríkt sú hefð í mörg hundruð ár að menn beri eiginnafn en séu svo kenndir við föður sinn,“ segir formaður Íslenskrar málnefndar. 19. febrúar 2016 14:40 Strákarnir eru þekktir á eftirnöfnunum og velja sjálfir að bera þau á bakinu Málnefnd og 1.000 Íslendingar vilja eiginnöfnin á landsliðstreyjurnar en strákarnir okkar vilja eftirnöfnin. 24. febrúar 2016 11:15 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Ármann Jakobsson, fyrir hönd íslenskrar málnefndar, hefur sent Körfuknattleikssambandi Íslands bréf þar sem nefndin hrósar KKÍ og leikmönnum körfuboltalandsliðsins fyrir það að treyjur landsliðsins séu merktar með eiginnöfnum landsliðsmanna. Í bréfinu er vitnað til umræðu sem skapaðist í kringum þáttöku íslenska karlalandsliðsins á EM í knattspyrnu á síðasta ári sem og þáttöku íslenska kvennalandsliðsins í sömu íþrótt nú fyrr í sumar. Bæði landslið ákváðu að merkja treyjur sínar með eftirnöfnum, í takt við það sem gengur og gerist inn á knattspyrnuvöllum víða um heim. Gerðu ýmsir kröfu um að eiginnöfn leikmanna yrðu aftan á treyjum landsliðsins á þessum mótum, í takt við íslenskar málvenjur, en leikmenn sjálfir völdu að hafa eftirnöfnin á treyjunum. Segir nefndin að henni sé kunnugur rökstuðningur leikmanna en að öllum sé „ljóst að það stríðir gegn aldagömlum nafnahefðum íslensku að kalla fólk kenninöfnum sínum.“ Í bréfinu segir einnig að það sé hlutverk nefndarinnar að gera athugasemdir við það sem henni þykir miður fara varðandi notkun og viðgang móðurmálsins. Það sé þó einnig hlutverk nefndarinnar að vekja athygli á því sem vel er gert.„Íslensk málnefnd vill því með bréfi þessu hróa stjórn Körfuknattleikssambands Íslands og leikmönnum landsliðsins fyrir að treyjur þeirra skyldu merktar eiginnöfnum á yfirstandandi Evrópumóti í körfubolta.“ Biður málnefndin fyrir bestu kveðjum til leikmanna og allra sem máli tengist en bréfið sjálft má lesa hér fyrir neðan.Íslensk málnefnd sendir ekki aðeins skammarbréf: pic.twitter.com/n3t7okxvOI— Ármann Jakobsson (@ArmannJa) September 4, 2017
EM 2017 í Finnlandi Íslenska á tækniöld Tengdar fréttir Stelpurnar héldu atkvæðagreiðslu og vildu allar kenninöfnin á treyjurnar sínar Svona erum við meira lið, segir Glódís Perla Viggósdóttir. 21. júlí 2017 14:28 Málnefnd vill eiginnöfn á keppnistreyjunum „Hér hefur ríkt sú hefð í mörg hundruð ár að menn beri eiginnafn en séu svo kenndir við föður sinn,“ segir formaður Íslenskrar málnefndar. 19. febrúar 2016 14:40 Strákarnir eru þekktir á eftirnöfnunum og velja sjálfir að bera þau á bakinu Málnefnd og 1.000 Íslendingar vilja eiginnöfnin á landsliðstreyjurnar en strákarnir okkar vilja eftirnöfnin. 24. febrúar 2016 11:15 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Stelpurnar héldu atkvæðagreiðslu og vildu allar kenninöfnin á treyjurnar sínar Svona erum við meira lið, segir Glódís Perla Viggósdóttir. 21. júlí 2017 14:28
Málnefnd vill eiginnöfn á keppnistreyjunum „Hér hefur ríkt sú hefð í mörg hundruð ár að menn beri eiginnafn en séu svo kenndir við föður sinn,“ segir formaður Íslenskrar málnefndar. 19. febrúar 2016 14:40
Strákarnir eru þekktir á eftirnöfnunum og velja sjálfir að bera þau á bakinu Málnefnd og 1.000 Íslendingar vilja eiginnöfnin á landsliðstreyjurnar en strákarnir okkar vilja eftirnöfnin. 24. febrúar 2016 11:15
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent