Innlent

Þráinn Bertelsson heiðraður fyrir framlag sitt til gamanmynda

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Jón Hjörtur Emilsson var verðlaunaður fyrir fyndnustu gamanmyndina en heiðursverðlaun hátíðarinnar fékk Þráinn Bertelsson
Jón Hjörtur Emilsson var verðlaunaður fyrir fyndnustu gamanmyndina en heiðursverðlaun hátíðarinnar fékk Þráinn Bertelsson
Gamanmyndahátíð Flateyrar fór fram um helgina á Flateyri. Hátíðin fór að mestu fram í gömlum bræðslutanki sem stendur á Flateyri en á meðal leikstjóra mynda í ár voru Jón Gnarr, Grímur Hákunarson, Benedikt Erlendsson og fleiri. Tæplega 700 manns mættu á viðburði á vegum hátíðarinnar.

Þráinn Bertelsson var heiðraður fyrir framlag sitt til gamanmynda á Íslandi. Veitti hann verðlaununum viðtöku og í framhaldi af því var sérstök heiðurssýning á gamanmyndinni Nýtt líf.



23 íslenskar gamanmyndir voru sýndar á hátíðinni í ár. Áhorfendur völdu fyndnustu mynd hátíðarinnar með kosningu og var það gamanmyndin Frægð á Flateyri eftir Jón Hjört Emilsson sem lenti í fyrsta sæti.

Stilla úr kvikmyndinni Frægð á Flateyri sem stóð uppi sem sigurvegari á hátíðinni í ár
“Frægð á Flateyri, eftir Jón Hjört Emilsson var tekin upp á fyrstu Gamanmyndahátíðinni, árið 2016, og er leikin heimildarmynd (mockumentary) sem fjallar um bróðir Jóns, Emil Alfreð Emilsson, sem er að fara á sína fyrstu kvikmyndahátíð, öruggur um að vinna hana, en margt fer út um þúfur í ferðinni,” segir í tilkynningu frá hátíðinni.

Gamanmyndin C-vítamín eftir Guðnýju Rós Þórhallsdóttir lenti í öðru sæti og hlaut titilinn Næstum því fyndnasta gamanmyndin.


Tengdar fréttir

Auðveldara að láta fólki líða illa

Gamanmyndahátíðin á Flateyri stendur sem hæst og þar gefst frábært tækifæri til þess að sjá verk bæði ungra kvikmyndagerðarmanna og reynslubolta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×