Wenger efaðist um sjálfan sig Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. september 2017 09:30 Arsene Wenger, stjóri Arsenal. Vísir/Getty Arsene Wenger, stjóri Arsenal, viðurkennir að hann hafi um tíma efast um hvort að hann væri sá leiðtogi sem félagið þyrfti á að halda. Hann hefur verið knattspyrnustjóri liðsins síðan 1996. Wenger skrifaði undir nýjan tveggja ára samning við Arsenal í maí en þá átti hann aðeins einn mánuð eftir af þágildandi samningi sínum. Hann var í viðtali á franskri sjónvarpsstöð um helgina og sagði að það hefðu verið persónulegar ástæður fyrir því að hann beið svo lengi með að skrifa undir nýjan samning. „Ég hef verið þarna svo lengi og maður veltir fyrir sér hvort maður sé enn fær um að gera liðið enn betra,“ sagði hann. Arsenal hefur ekki vegnað vel í upphafi tímabils. Eftir 4-3 sigur á Leiceter í fyrstu umferðinni tapaði liðið fyrir Stoke og Liverpool, þeim síðari 4-0. Sjá einnig: Er Wenger loksins komin á endastöð? „Ég hef verið hjá Arsenal í mörg ár og við áttum erfitt uppdráttar á síðustu leiktíð. Nú unnum við fyrsta leikinn okkar, vorum ekki jafn góðir í þeim næsta og sýndum svo hörmulega frammistöðu þar á eftir.“ „En nú er ekkert annað í stöðunni en að jafna okkur á því og eins og alltaf þegar það er krísa þá verður maður að vinna næsta leik.“ Arsenal tekur á móti Bournemouth á laugardag en Wenger var einnig spurður út í leikmannamál félagsins. Wenger staðfesti að félagið hafi reynt að kaupa Thomas Lemar frá Monaco. Talið er að Monaco hafi samþykkt tilboð Arsenal upp á 90 milljónir punda en Wenger segir að leikmaðurinn hafi ákveðið að vera um kyrrt í Monaco. „Við munum reyna aftur að fá hann. Hann er frábær leikmaður með mikla hæfileika.“ Enski boltinn Tengdar fréttir Er Wenger loksins komin á endastöð? Andlausar Skyttur áttu engin svör gegn Liverpool í niðurlægjandi 4-0 tapi á Anfield í gær. Þetta var annað tap Arsenal í röð. Mörg spurningamerki hanga yfir Arsenal-liðinu sem er strax komið í eltingarleik eftir aðeins þrjár umferðir. 28. ágúst 2017 06:00 Wenger: Vorum á eftir Lemar og Mbappe Arsene Wenger, stjóri Arsenal, staðfestir að Thomas Lemar, leikmaður Monaco, neitaði að ganga i raðir Arsenal í sumar. Einnig staðfesti Wenger að þeir hefðu haft áhuga á samherja Lemar, Kylian Mbappe. 3. september 2017 11:15 Messan: Þarft að mæta til Liverpool með menn sem eru tilbúnir að leggja sig fram Sérfræðingar Messunnar, Ríkharður Daðason og Jóhannes Karl Guðjónsson, furða sig á liðsvali Arsene Wenger, knattspyrnustjóra Arsenal, í stórleiknum gegn Liverpool um helgina. 28. ágúst 2017 16:30 Arsenal samþykkti tilboð Chelsea í Oxlade-Chamberlain Arsenal hefur samþykkt tilboð Chelsea í Alex Oxlade-Chamberlain samkvæmt heimildum SkySports 28. ágúst 2017 16:43 Mest lesið Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ Handbolti „Mjög skemmtilegt og sérstaklega á móti Íslandi“ Handbolti Segir áhorfendatölur á HM ýktar: „Leið eins og það væru svona fimm hundruð“ Handbolti Lætur ekki glepjast þrátt fyrir þrettán marka sigur: „Hafa ekki efni á þessu“ Handbolti „Óheppni ef þú gerir þetta einu sinni en síendurtekið er þetta bara lélegt“ Handbolti HM í dag: Bitur Króati og blaðamenn í brasi Handbolti Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Fótbolti Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Enski boltinn Skýrsla Vals: Píptest og svefnlyf Handbolti Myndasyrpa úr stórsigri strákanna í fyrsta leik á HM Handbolti Fleiri fréttir Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Malen mættur til Villa Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Engin stig tekin af ensku liðunum Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart Domino's gerði grín að Havertz Sjá meira
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, viðurkennir að hann hafi um tíma efast um hvort að hann væri sá leiðtogi sem félagið þyrfti á að halda. Hann hefur verið knattspyrnustjóri liðsins síðan 1996. Wenger skrifaði undir nýjan tveggja ára samning við Arsenal í maí en þá átti hann aðeins einn mánuð eftir af þágildandi samningi sínum. Hann var í viðtali á franskri sjónvarpsstöð um helgina og sagði að það hefðu verið persónulegar ástæður fyrir því að hann beið svo lengi með að skrifa undir nýjan samning. „Ég hef verið þarna svo lengi og maður veltir fyrir sér hvort maður sé enn fær um að gera liðið enn betra,“ sagði hann. Arsenal hefur ekki vegnað vel í upphafi tímabils. Eftir 4-3 sigur á Leiceter í fyrstu umferðinni tapaði liðið fyrir Stoke og Liverpool, þeim síðari 4-0. Sjá einnig: Er Wenger loksins komin á endastöð? „Ég hef verið hjá Arsenal í mörg ár og við áttum erfitt uppdráttar á síðustu leiktíð. Nú unnum við fyrsta leikinn okkar, vorum ekki jafn góðir í þeim næsta og sýndum svo hörmulega frammistöðu þar á eftir.“ „En nú er ekkert annað í stöðunni en að jafna okkur á því og eins og alltaf þegar það er krísa þá verður maður að vinna næsta leik.“ Arsenal tekur á móti Bournemouth á laugardag en Wenger var einnig spurður út í leikmannamál félagsins. Wenger staðfesti að félagið hafi reynt að kaupa Thomas Lemar frá Monaco. Talið er að Monaco hafi samþykkt tilboð Arsenal upp á 90 milljónir punda en Wenger segir að leikmaðurinn hafi ákveðið að vera um kyrrt í Monaco. „Við munum reyna aftur að fá hann. Hann er frábær leikmaður með mikla hæfileika.“
Enski boltinn Tengdar fréttir Er Wenger loksins komin á endastöð? Andlausar Skyttur áttu engin svör gegn Liverpool í niðurlægjandi 4-0 tapi á Anfield í gær. Þetta var annað tap Arsenal í röð. Mörg spurningamerki hanga yfir Arsenal-liðinu sem er strax komið í eltingarleik eftir aðeins þrjár umferðir. 28. ágúst 2017 06:00 Wenger: Vorum á eftir Lemar og Mbappe Arsene Wenger, stjóri Arsenal, staðfestir að Thomas Lemar, leikmaður Monaco, neitaði að ganga i raðir Arsenal í sumar. Einnig staðfesti Wenger að þeir hefðu haft áhuga á samherja Lemar, Kylian Mbappe. 3. september 2017 11:15 Messan: Þarft að mæta til Liverpool með menn sem eru tilbúnir að leggja sig fram Sérfræðingar Messunnar, Ríkharður Daðason og Jóhannes Karl Guðjónsson, furða sig á liðsvali Arsene Wenger, knattspyrnustjóra Arsenal, í stórleiknum gegn Liverpool um helgina. 28. ágúst 2017 16:30 Arsenal samþykkti tilboð Chelsea í Oxlade-Chamberlain Arsenal hefur samþykkt tilboð Chelsea í Alex Oxlade-Chamberlain samkvæmt heimildum SkySports 28. ágúst 2017 16:43 Mest lesið Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ Handbolti „Mjög skemmtilegt og sérstaklega á móti Íslandi“ Handbolti Segir áhorfendatölur á HM ýktar: „Leið eins og það væru svona fimm hundruð“ Handbolti Lætur ekki glepjast þrátt fyrir þrettán marka sigur: „Hafa ekki efni á þessu“ Handbolti „Óheppni ef þú gerir þetta einu sinni en síendurtekið er þetta bara lélegt“ Handbolti HM í dag: Bitur Króati og blaðamenn í brasi Handbolti Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Fótbolti Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Enski boltinn Skýrsla Vals: Píptest og svefnlyf Handbolti Myndasyrpa úr stórsigri strákanna í fyrsta leik á HM Handbolti Fleiri fréttir Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Malen mættur til Villa Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Engin stig tekin af ensku liðunum Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart Domino's gerði grín að Havertz Sjá meira
Er Wenger loksins komin á endastöð? Andlausar Skyttur áttu engin svör gegn Liverpool í niðurlægjandi 4-0 tapi á Anfield í gær. Þetta var annað tap Arsenal í röð. Mörg spurningamerki hanga yfir Arsenal-liðinu sem er strax komið í eltingarleik eftir aðeins þrjár umferðir. 28. ágúst 2017 06:00
Wenger: Vorum á eftir Lemar og Mbappe Arsene Wenger, stjóri Arsenal, staðfestir að Thomas Lemar, leikmaður Monaco, neitaði að ganga i raðir Arsenal í sumar. Einnig staðfesti Wenger að þeir hefðu haft áhuga á samherja Lemar, Kylian Mbappe. 3. september 2017 11:15
Messan: Þarft að mæta til Liverpool með menn sem eru tilbúnir að leggja sig fram Sérfræðingar Messunnar, Ríkharður Daðason og Jóhannes Karl Guðjónsson, furða sig á liðsvali Arsene Wenger, knattspyrnustjóra Arsenal, í stórleiknum gegn Liverpool um helgina. 28. ágúst 2017 16:30
Arsenal samþykkti tilboð Chelsea í Oxlade-Chamberlain Arsenal hefur samþykkt tilboð Chelsea í Alex Oxlade-Chamberlain samkvæmt heimildum SkySports 28. ágúst 2017 16:43