Innlent

Ísland áttunda fallegasta land heims

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Ísland er orðinn vinsæll vettvangur fyrir brúðkaup, ekki síst vegna landslags sem sómar sér vel á brúðkaupsmyndum.
Ísland er orðinn vinsæll vettvangur fyrir brúðkaup, ekki síst vegna landslags sem sómar sér vel á brúðkaupsmyndum. Instagram
Ísland er áttunda fallegasta land í heimi ef marka má lesendur ferðabókanna Rough Guides. Ferðabækurnar eiga sér langa sögu og dyggan lesendahóp sem spurður var á dögunum hvaða lönd honum þætti þau fegurstu.

Fallegasta land í heimi að mati lesendanna er Skotland og segir á vefsíðu bókanna að því sé ekki hægt að neita að „þessar villtu strendu, djúpu vötn og hrjúfu kastalar“ séu meðal fallegustu kennileita jarðarinnar.

Íslandi er lýst sem landi svartra sanda, heitra hvera og eldfjalla og að hingað skulu allir koma sem vilja upplifa „stórbrotið landslag“ og „fágæta fegurð,“ eins og það er orðað.

Bretlandseyjar virðast eiga upp á pallborðið hjá ferðalöngum því Skotland, England og Wales raða sér öll meðal 10 fallegustu landa í heimi. Listann má sjá hér að neðan.

  1. Skotland
  2. Kanada
  3. Nýja-Sjáland
  4. Ítalía
  5. Suður-Afríka
  6. Indónesía
  7. England
  8. Ísland
  9. Bandaríkin
  10. Wales



Fleiri fréttir

Sjá meira


×