Le Monde: Líkir kosningabaráttu Sjálfstæðisflokksins við kosningabaráttu Trumps Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. október 2017 15:00 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra ræðir við Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra á þingi. Vísir/Vilhelm Félagsfræðingurinn Helgi Gunnlaugsson líkir kosningabaráttu Sjálfstæðisflokksins við kosningabaráttu Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Helgi er til viðtals í umfjöllun franska dagblaðsins Le Monde, eins virtasta dagblaðs í heimi, um íslensku alþingiskosningarnar sem fram fara í dag dag.Franska dagblaðið Le Monde er eitt virtasta dagblað í heimi en fjallað var um íslensku alþingiskosningarnar í blaðinu í dag.Vísir/SkjáskotBlaðamaður Le Monde leggur áherslu á tíðar kosningar Íslendinga undanfarin ár í umfjölluninni, „þær þriðju á fjórum árum“ og „þær fimmtu á tíu árum“ ritar blaðamaður, sem ræðir auk þess kosningarnar við nokkra Íslendinga. „Málið sem felldi ríkisstjórnina“, hina alræmdu uppreist æru og aðkomu föður Bjarna Benediktssonar að því máli, setur tóninn í byrjun fréttarinnar. Stjórnmálafræðingurinn Eiríkur Bergmann segir að ekki hafi mikið þurft til að fella ríkisstjórnina í byrjun september og nefnir fjölda samstarfsflokka og tæpan meirihluta stjórnarinnar á þingi í því samhengi.Lögðu áherslu á ósannindi og ófrægingu Þá er rætt við Helga Gunnlaugsson félagsfræðing en hann segir „íhaldsmenn“, Sjálfstæðisflokkinn, hafa háð kosningabaráttu í anda Donalds Trump Bandaríkjaforseta og „lagt áherslu á ósannindi og ófrægingu.“ Blaðamaðurinn Jóhannes Kr. Kristjánsson greip einnig til Trump-líkingarinnar í samtali við New York Times, þar sem fjallað var um íslensku alþingiskosningarnar. Jóhannes líkti þar Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins, við Bandaríkjaforseta. „Það má líkja honum við Donald Trump. Hann er með hóp fólks sem mun kjósa alveg sama hvað hann segir eða gerir,“ sagði Jóhannes. Helgi Gunnlaugsson segir enn fremur í samtali við Le Monde í dag að óvissan sé það eina sem hægt sé að slá föstu í hringiðu kosninganna, að Íslendingar séu hreinlega komnir með nóg. „Íslendingar hafa fengið sig svo fullsadda af ástandinu að það er ómögulegt að segja til um það hvað þeir gera.“ Kosningar 2017 Tengdar fréttir Jóhannes Kr. líkir Sigmundi Davíð við Donald Trump í viðtali við New York Times Í grein New York Times um íslensku kosningarnar kemur fram að Sigmundur Davíð hafi ítrekað hafnað beiðni blaðsins um viðtal. 28. október 2017 09:36 Sigmundur Davíð: Dapurlegt þegar Íslendingar nota erlenda fjölmiðla í innanlandsbaráttu Formaður Miðflokksins segir kosningabaráttuna hafa verið alveg einstaklega skemmtilega og að margt hafi gerst á fáum dögum svo að í huganum sé þetta eins og miklu lengri tími. 28. október 2017 14:30 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Félagsfræðingurinn Helgi Gunnlaugsson líkir kosningabaráttu Sjálfstæðisflokksins við kosningabaráttu Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Helgi er til viðtals í umfjöllun franska dagblaðsins Le Monde, eins virtasta dagblaðs í heimi, um íslensku alþingiskosningarnar sem fram fara í dag dag.Franska dagblaðið Le Monde er eitt virtasta dagblað í heimi en fjallað var um íslensku alþingiskosningarnar í blaðinu í dag.Vísir/SkjáskotBlaðamaður Le Monde leggur áherslu á tíðar kosningar Íslendinga undanfarin ár í umfjölluninni, „þær þriðju á fjórum árum“ og „þær fimmtu á tíu árum“ ritar blaðamaður, sem ræðir auk þess kosningarnar við nokkra Íslendinga. „Málið sem felldi ríkisstjórnina“, hina alræmdu uppreist æru og aðkomu föður Bjarna Benediktssonar að því máli, setur tóninn í byrjun fréttarinnar. Stjórnmálafræðingurinn Eiríkur Bergmann segir að ekki hafi mikið þurft til að fella ríkisstjórnina í byrjun september og nefnir fjölda samstarfsflokka og tæpan meirihluta stjórnarinnar á þingi í því samhengi.Lögðu áherslu á ósannindi og ófrægingu Þá er rætt við Helga Gunnlaugsson félagsfræðing en hann segir „íhaldsmenn“, Sjálfstæðisflokkinn, hafa háð kosningabaráttu í anda Donalds Trump Bandaríkjaforseta og „lagt áherslu á ósannindi og ófrægingu.“ Blaðamaðurinn Jóhannes Kr. Kristjánsson greip einnig til Trump-líkingarinnar í samtali við New York Times, þar sem fjallað var um íslensku alþingiskosningarnar. Jóhannes líkti þar Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins, við Bandaríkjaforseta. „Það má líkja honum við Donald Trump. Hann er með hóp fólks sem mun kjósa alveg sama hvað hann segir eða gerir,“ sagði Jóhannes. Helgi Gunnlaugsson segir enn fremur í samtali við Le Monde í dag að óvissan sé það eina sem hægt sé að slá föstu í hringiðu kosninganna, að Íslendingar séu hreinlega komnir með nóg. „Íslendingar hafa fengið sig svo fullsadda af ástandinu að það er ómögulegt að segja til um það hvað þeir gera.“
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Jóhannes Kr. líkir Sigmundi Davíð við Donald Trump í viðtali við New York Times Í grein New York Times um íslensku kosningarnar kemur fram að Sigmundur Davíð hafi ítrekað hafnað beiðni blaðsins um viðtal. 28. október 2017 09:36 Sigmundur Davíð: Dapurlegt þegar Íslendingar nota erlenda fjölmiðla í innanlandsbaráttu Formaður Miðflokksins segir kosningabaráttuna hafa verið alveg einstaklega skemmtilega og að margt hafi gerst á fáum dögum svo að í huganum sé þetta eins og miklu lengri tími. 28. október 2017 14:30 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Jóhannes Kr. líkir Sigmundi Davíð við Donald Trump í viðtali við New York Times Í grein New York Times um íslensku kosningarnar kemur fram að Sigmundur Davíð hafi ítrekað hafnað beiðni blaðsins um viðtal. 28. október 2017 09:36
Sigmundur Davíð: Dapurlegt þegar Íslendingar nota erlenda fjölmiðla í innanlandsbaráttu Formaður Miðflokksins segir kosningabaráttuna hafa verið alveg einstaklega skemmtilega og að margt hafi gerst á fáum dögum svo að í huganum sé þetta eins og miklu lengri tími. 28. október 2017 14:30