Góð kjörsókn í höfuðborginni gæti skilað sér til „Reykjavíkurflokkanna“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. október 2017 14:28 Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur segir „Reykjavíkurflokkana“, sem kannanir benda til þess að séu Vinstri græn, Samfylkingin og Píratar, geta notið góðs af aukinni kjörsókn í Reykjavík. Þá telur hann aukna kjörsókn geta skilað sér í atkvæðum til þeirra flokka sem sækja fylgi til yngri aldurshópa.Frábært fyrir lýðræðið Betri kjörsókn er nær alls staðar á landinu en á sama tíma í alþingiskosningunum í fyrra. Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur sagði þessar tölur um aukna kjörsókn geta haft nokkra þýðingu fyrir niðurstöðu kosninganna í kvöld. „Í fyrsta lagi er þetta auðvitað bara frábært fyrir lýðræðið, það er stórkostlegt að fólk mæti á kjörstað, menn höfðu áhyggjur af því að þátttakan yrði jafnvel minni. Einhverjir höfðu jafnvel verið að tala þetta svona einhvern veginn niður en við lifum á alveg stórkostlega pólitískum tímum,“ sagði Eiríkur í samtali við fréttamann Stöðvar 2 í hádegisfréttatímanum í dag.Gæti komið flokkum á borð við Pírata til góða Þá sagði Eiríkur aukinn áhuga á stjórnmálum geta haft jákvæð áhrif á atkvæði til þeirra flokka sem sækja fylgi til yngri aldurshópa. „Áhuginn á stjórnmálum í landinu er alveg feykilega mikill en það er mjög gleðilegt að fólk skili sér á kjörstað. Þetta getur auðvitað líka haft ákveðin áhrif á fylgistölur flokkanna, það er þekkt að sumir flokkar gjalda þess þegar þátttaka er lítil. Píratar hafa fyrst og fremst fylgi í yngsta aldurshópnum og þegar þátttaka er lítil er það oft vegna þess að unga fólkið skilar sér síður á kjörstað og þetta hefur orðið til þess að þeir hafi fengið minna upp úr kjörkössunum, kannski kemur þetta þeim svolítið til góða.“ Sömuleiðis gætu flokkar sem í gegnum tíðina hafa skorað hátt meðal eldra fólks fundið fyrir áhrifum aukinnar kjörsóknar. „Svo eru aðrir flokkar sem hafa fyrst of fremst meira fylgi í elstu hópnum, Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur, þannig að þetta getur haft einhver svoleiðis áhrif.“Reykjavíkurflokkarnir mögulega í betri stöðu Athygli vekur að kjörsókn í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur er mjög góð, betri en á sama tíma í alþingiskosningunum 2013 og 2016. Eiríkur kann ekki skýringu á aukningunni en telur „Reykjavíkurflokkana“, sem fylgiskannanir benda til að séu Vinstri græn, Samfylkingin og Píratar, geta notið góðs af henni. „Nei, ég kann enga skýringu á því, en aftur, þá eru sumir flokkar sem hafa meira fylgi í Reykjavík og aðrir sem hafda meira fylgi úti á landi, og ef að þetta er niðurstaðan, þetta eru reyndar ótrúlegar tölur sem maður er að heyra, en ef að hún er þannig þá gæti það komið Reykjavíkurflokkunum augljóslega betur en landsbyggðarflokkunum.“ Kosningar 2017 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur segir „Reykjavíkurflokkana“, sem kannanir benda til þess að séu Vinstri græn, Samfylkingin og Píratar, geta notið góðs af aukinni kjörsókn í Reykjavík. Þá telur hann aukna kjörsókn geta skilað sér í atkvæðum til þeirra flokka sem sækja fylgi til yngri aldurshópa.Frábært fyrir lýðræðið Betri kjörsókn er nær alls staðar á landinu en á sama tíma í alþingiskosningunum í fyrra. Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur sagði þessar tölur um aukna kjörsókn geta haft nokkra þýðingu fyrir niðurstöðu kosninganna í kvöld. „Í fyrsta lagi er þetta auðvitað bara frábært fyrir lýðræðið, það er stórkostlegt að fólk mæti á kjörstað, menn höfðu áhyggjur af því að þátttakan yrði jafnvel minni. Einhverjir höfðu jafnvel verið að tala þetta svona einhvern veginn niður en við lifum á alveg stórkostlega pólitískum tímum,“ sagði Eiríkur í samtali við fréttamann Stöðvar 2 í hádegisfréttatímanum í dag.Gæti komið flokkum á borð við Pírata til góða Þá sagði Eiríkur aukinn áhuga á stjórnmálum geta haft jákvæð áhrif á atkvæði til þeirra flokka sem sækja fylgi til yngri aldurshópa. „Áhuginn á stjórnmálum í landinu er alveg feykilega mikill en það er mjög gleðilegt að fólk skili sér á kjörstað. Þetta getur auðvitað líka haft ákveðin áhrif á fylgistölur flokkanna, það er þekkt að sumir flokkar gjalda þess þegar þátttaka er lítil. Píratar hafa fyrst og fremst fylgi í yngsta aldurshópnum og þegar þátttaka er lítil er það oft vegna þess að unga fólkið skilar sér síður á kjörstað og þetta hefur orðið til þess að þeir hafi fengið minna upp úr kjörkössunum, kannski kemur þetta þeim svolítið til góða.“ Sömuleiðis gætu flokkar sem í gegnum tíðina hafa skorað hátt meðal eldra fólks fundið fyrir áhrifum aukinnar kjörsóknar. „Svo eru aðrir flokkar sem hafa fyrst of fremst meira fylgi í elstu hópnum, Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur, þannig að þetta getur haft einhver svoleiðis áhrif.“Reykjavíkurflokkarnir mögulega í betri stöðu Athygli vekur að kjörsókn í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur er mjög góð, betri en á sama tíma í alþingiskosningunum 2013 og 2016. Eiríkur kann ekki skýringu á aukningunni en telur „Reykjavíkurflokkana“, sem fylgiskannanir benda til að séu Vinstri græn, Samfylkingin og Píratar, geta notið góðs af henni. „Nei, ég kann enga skýringu á því, en aftur, þá eru sumir flokkar sem hafa meira fylgi í Reykjavík og aðrir sem hafda meira fylgi úti á landi, og ef að þetta er niðurstaðan, þetta eru reyndar ótrúlegar tölur sem maður er að heyra, en ef að hún er þannig þá gæti það komið Reykjavíkurflokkunum augljóslega betur en landsbyggðarflokkunum.“
Kosningar 2017 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira