Lífið

Svona mun atriði Svölu líta út á þriðjudaginn

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Svala á sviðinu í dag.
Svala á sviðinu í dag. Skjáskot
Svala Björgvinsdóttir steig á svið í Kænugarði í dag en eins og alþjóð veit keppir hún í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpstöðva fyrir Íslands hönd 9. maí.

Um var að ræða nokkurs konar generalprufu fyrir keppnina á þriðjudaginn þar sem öllu var tjaldað til; danssporunum, hlóðblönduninni, grafíkinni, ljósunum að ógleymdu samspilinu við myndavélarnar sem munu miðla herlegheitunum til hundruð milljóna Evrópubúa.

Í stuttu máli: Atriði Svölu, eins og það mun koma til með að líta út á þriðjudaginn, var frumflutt á sviðinu í dag.

Hér er brot úr atriðinu af opinberu Eurovision-síðunni. Atriðið mun því birtast nokkurn veginn svona í sjónvarpinu.

Skiptar skoðanir eru um atriðið; einum þótti ljósasýningin fullýkt á meðan öðrum þóttu grænu leysergeislarnir koma vel út. Allir voru þó sammála um að söngur Svölu hafi verið til fyrirmyndar.

Hér að neðan má upptöku hinnar virtu Wiwibloggs af æfingunni í dag. Svala er sú þrettánda í röðinni á þriðjudaginn. 

Fréttastofa 365 verður með ítarlega umfjöllun frá Eurovision í Kænugarði næstu daga.

Fréttamennirnir Stefán Árni Pálsson og Benedikt Bóas Hinriksson verða með umfjöllun hér á Vísi, Stöð 2, Fréttablaðinu og á Bylgjunni á hverjum degi í gegnum alla keppnina. Þá verður sérstakur vefþáttur á Vísi alla dagana sem ber nafnið Júrógarðurinn.

Hægt verður að fylgjast með ævintýrum Stefáns og Benedikts í Kænugarði á Twitter-reikningi Lífsins og á Snapchat-reikningi 365 sem heitir einfaldlega Snap-365.



Við minnum líka lesendur á að fylgjast með Facebook-síðu LífsinsFacebook-síðu Vísis og Twitter-reikningi Vísis. 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.