Ógleði olli veseni í upptökum Guðný Hrönn skrifar 4. maí 2017 11:15 Eva Laufey Kjaran var ekki alltaf upp á sitt besta á setti við gerð þáttanna Í eldhúsi Evu. Vísir/Ernir Sjónvarpskonan Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir birtist á skjánum í kvöld í nýrri þáttaröð, Í eldhúsi Evu. Eva Laufey naut þess í botn að taka upp þættina þó að morgunógleðin hafi sett strik í reikninginn en hún og eiginmaður hennar eiga von á barni. „Þessi þáttaröð sýnir þegar ég heimsæki frábæra veitingastaði og fæ að vera eins konar starfsmaður á plani ásamt því að ég fæ til mín góða gesti heim í eldhús sem kenna mér ýmis góð trix í eldhúsinu og fræða mig til dæmis um matarsóun okkar Íslendinga,“ segir Eva Laufey spurð út í hvað nýju sjónvarpsþættirnir hennar snúast um.„Í lok hvers þáttar býð ég svo áhorfendum heim til mín í eldhúsið mitt þar sem við eldum saman einfalda og góða rétti sem allir ættu að geta leikið eftir, og mér fannst það sérstaklega skemmtilegt að taka þættina upp heima og fá tækifæri til þess að bjóða áhorfendum heim til mín – ég hef ekki gert það áður og það er þess vegna mun persónulegra fyrir mig.“ Eva Laufey skemmti sér konunglega við gerð þáttanna en ferlið var samt ekki alltaf dans á rósum þar sem morgunógleði setti strik í reikninginn. „Ég var sem sagt komin um það bil fjórtán vikur á leið þegar við hófum tökur og var enn að berjast við blessaða morgunógleðina, og jú, ég ætla ekki að mæla sterklega með því að gera matreiðsluþætti með mikla ógleði,“ segir hún og hlær. Gosdrykkir og brauðát komu henni í gegnum þetta.„En ég vinn sem betur fer með svo frábæru tökuliði og þeir sýndu þessu auðvitað fullan skilning og þá voru gerð hlé þegar ógleðin stóð sem hæst?…og gosdrykkir komu mér í gegnum þetta?… og brauðát. Þess vegna var enn betra að vera heima hjá mér í upptökum, þegar heilsan er ekki upp á tíu! Þetta er sem betur fer bara fyndið núna,“ segir Eva Laufey sem getur hlegið að þessu núna. „En það var erfitt að vera ekki nógu hress alla upptökudagana, að vera flökurt og líða eins og maður sé þunnur allan daginn er ekkert endilega besta dagsformið sem ég hefði kosið.“ Eva Laufey og Haddi, eiginmaður hennar, eiga von á stelpu í september þannig að meðgangan er rúmlega hálfnuð. „Ég er komin yfir þennan erfiða hjalla,“ segir Eva sem er hrikalega spennt fyrir nýjasta fjölskyldumeðliminum sem er á leiðinni. „Við Haddi eigum svo eina sem verður þriggja ára í júlí, hana Ingibjörgu Rósu, og það verður því dásamlegt að fá eina litla skruddu í viðbót.” Í eldhúsi Evu fara í loftið í kvöld. Spurð út í hvort hún eigi uppáhaldsþátt á Eva erfitt með að svara. „Ég get ekki valið einn uppáhalds – þeir eru jafn ólíkir og þeir eru margir. Í fyrsta þættinum heimsæki ég bakaríið Brauð og Co. og læri að baka croissant frá grunni og mér þótti það einstaklega skemmtilegt því ég ELSKA croissant. Ég elska reyndar bakstur almennt og það mætti jú kannski segja að kökukerlingin ég hafi verið í essinu mínu í þeim þætti. Naut þess í botn! Svo fannst mér stórkostlegt að elda indverskan mat á Austur-Indíafjelaginu og að læra að útbúa alvöru sushi á Sushi Social, og að búa til ferskt pasta með öllu tilheyrandi. Sem sagt, ég elska alla þættina og hvert þema og hver þáttur hefur sinn sjarma.“ Evu fannst heillandi að fá að vera „starfsmaður á plani“ á öllum þessum ólíku stöðum. „Það skemmtilegasta er auðvitað að fá tækifæri til þess að gera það sem ég elska, að þróa nýjar uppskriftir, að fá að vera starfsmaður á plani á veitingastöðum og læra af öllu þessu frábæra fagfólki sem þar starfar og fara síðan heim í eldhúsið mitt og elda fyrir áhorfendur. Ég lærði rosalega margt í þessari seríu og vona að það skili sér heim í stofu og áhorfendur læri líka margt í leiðinni. Það skemmtilegasta er líka auðvitað að vinna með frábæra tökuliðinu mínu, en að vinna með því gerir alla daga stórkostlega.“ Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ Sjá meira
Sjónvarpskonan Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir birtist á skjánum í kvöld í nýrri þáttaröð, Í eldhúsi Evu. Eva Laufey naut þess í botn að taka upp þættina þó að morgunógleðin hafi sett strik í reikninginn en hún og eiginmaður hennar eiga von á barni. „Þessi þáttaröð sýnir þegar ég heimsæki frábæra veitingastaði og fæ að vera eins konar starfsmaður á plani ásamt því að ég fæ til mín góða gesti heim í eldhús sem kenna mér ýmis góð trix í eldhúsinu og fræða mig til dæmis um matarsóun okkar Íslendinga,“ segir Eva Laufey spurð út í hvað nýju sjónvarpsþættirnir hennar snúast um.„Í lok hvers þáttar býð ég svo áhorfendum heim til mín í eldhúsið mitt þar sem við eldum saman einfalda og góða rétti sem allir ættu að geta leikið eftir, og mér fannst það sérstaklega skemmtilegt að taka þættina upp heima og fá tækifæri til þess að bjóða áhorfendum heim til mín – ég hef ekki gert það áður og það er þess vegna mun persónulegra fyrir mig.“ Eva Laufey skemmti sér konunglega við gerð þáttanna en ferlið var samt ekki alltaf dans á rósum þar sem morgunógleði setti strik í reikninginn. „Ég var sem sagt komin um það bil fjórtán vikur á leið þegar við hófum tökur og var enn að berjast við blessaða morgunógleðina, og jú, ég ætla ekki að mæla sterklega með því að gera matreiðsluþætti með mikla ógleði,“ segir hún og hlær. Gosdrykkir og brauðát komu henni í gegnum þetta.„En ég vinn sem betur fer með svo frábæru tökuliði og þeir sýndu þessu auðvitað fullan skilning og þá voru gerð hlé þegar ógleðin stóð sem hæst?…og gosdrykkir komu mér í gegnum þetta?… og brauðát. Þess vegna var enn betra að vera heima hjá mér í upptökum, þegar heilsan er ekki upp á tíu! Þetta er sem betur fer bara fyndið núna,“ segir Eva Laufey sem getur hlegið að þessu núna. „En það var erfitt að vera ekki nógu hress alla upptökudagana, að vera flökurt og líða eins og maður sé þunnur allan daginn er ekkert endilega besta dagsformið sem ég hefði kosið.“ Eva Laufey og Haddi, eiginmaður hennar, eiga von á stelpu í september þannig að meðgangan er rúmlega hálfnuð. „Ég er komin yfir þennan erfiða hjalla,“ segir Eva sem er hrikalega spennt fyrir nýjasta fjölskyldumeðliminum sem er á leiðinni. „Við Haddi eigum svo eina sem verður þriggja ára í júlí, hana Ingibjörgu Rósu, og það verður því dásamlegt að fá eina litla skruddu í viðbót.” Í eldhúsi Evu fara í loftið í kvöld. Spurð út í hvort hún eigi uppáhaldsþátt á Eva erfitt með að svara. „Ég get ekki valið einn uppáhalds – þeir eru jafn ólíkir og þeir eru margir. Í fyrsta þættinum heimsæki ég bakaríið Brauð og Co. og læri að baka croissant frá grunni og mér þótti það einstaklega skemmtilegt því ég ELSKA croissant. Ég elska reyndar bakstur almennt og það mætti jú kannski segja að kökukerlingin ég hafi verið í essinu mínu í þeim þætti. Naut þess í botn! Svo fannst mér stórkostlegt að elda indverskan mat á Austur-Indíafjelaginu og að læra að útbúa alvöru sushi á Sushi Social, og að búa til ferskt pasta með öllu tilheyrandi. Sem sagt, ég elska alla þættina og hvert þema og hver þáttur hefur sinn sjarma.“ Evu fannst heillandi að fá að vera „starfsmaður á plani“ á öllum þessum ólíku stöðum. „Það skemmtilegasta er auðvitað að fá tækifæri til þess að gera það sem ég elska, að þróa nýjar uppskriftir, að fá að vera starfsmaður á plani á veitingastöðum og læra af öllu þessu frábæra fagfólki sem þar starfar og fara síðan heim í eldhúsið mitt og elda fyrir áhorfendur. Ég lærði rosalega margt í þessari seríu og vona að það skili sér heim í stofu og áhorfendur læri líka margt í leiðinni. Það skemmtilegasta er líka auðvitað að vinna með frábæra tökuliðinu mínu, en að vinna með því gerir alla daga stórkostlega.“
Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ Sjá meira