Ógleði olli veseni í upptökum Guðný Hrönn skrifar 4. maí 2017 11:15 Eva Laufey Kjaran var ekki alltaf upp á sitt besta á setti við gerð þáttanna Í eldhúsi Evu. Vísir/Ernir Sjónvarpskonan Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir birtist á skjánum í kvöld í nýrri þáttaröð, Í eldhúsi Evu. Eva Laufey naut þess í botn að taka upp þættina þó að morgunógleðin hafi sett strik í reikninginn en hún og eiginmaður hennar eiga von á barni. „Þessi þáttaröð sýnir þegar ég heimsæki frábæra veitingastaði og fæ að vera eins konar starfsmaður á plani ásamt því að ég fæ til mín góða gesti heim í eldhús sem kenna mér ýmis góð trix í eldhúsinu og fræða mig til dæmis um matarsóun okkar Íslendinga,“ segir Eva Laufey spurð út í hvað nýju sjónvarpsþættirnir hennar snúast um.„Í lok hvers þáttar býð ég svo áhorfendum heim til mín í eldhúsið mitt þar sem við eldum saman einfalda og góða rétti sem allir ættu að geta leikið eftir, og mér fannst það sérstaklega skemmtilegt að taka þættina upp heima og fá tækifæri til þess að bjóða áhorfendum heim til mín – ég hef ekki gert það áður og það er þess vegna mun persónulegra fyrir mig.“ Eva Laufey skemmti sér konunglega við gerð þáttanna en ferlið var samt ekki alltaf dans á rósum þar sem morgunógleði setti strik í reikninginn. „Ég var sem sagt komin um það bil fjórtán vikur á leið þegar við hófum tökur og var enn að berjast við blessaða morgunógleðina, og jú, ég ætla ekki að mæla sterklega með því að gera matreiðsluþætti með mikla ógleði,“ segir hún og hlær. Gosdrykkir og brauðát komu henni í gegnum þetta.„En ég vinn sem betur fer með svo frábæru tökuliði og þeir sýndu þessu auðvitað fullan skilning og þá voru gerð hlé þegar ógleðin stóð sem hæst?…og gosdrykkir komu mér í gegnum þetta?… og brauðát. Þess vegna var enn betra að vera heima hjá mér í upptökum, þegar heilsan er ekki upp á tíu! Þetta er sem betur fer bara fyndið núna,“ segir Eva Laufey sem getur hlegið að þessu núna. „En það var erfitt að vera ekki nógu hress alla upptökudagana, að vera flökurt og líða eins og maður sé þunnur allan daginn er ekkert endilega besta dagsformið sem ég hefði kosið.“ Eva Laufey og Haddi, eiginmaður hennar, eiga von á stelpu í september þannig að meðgangan er rúmlega hálfnuð. „Ég er komin yfir þennan erfiða hjalla,“ segir Eva sem er hrikalega spennt fyrir nýjasta fjölskyldumeðliminum sem er á leiðinni. „Við Haddi eigum svo eina sem verður þriggja ára í júlí, hana Ingibjörgu Rósu, og það verður því dásamlegt að fá eina litla skruddu í viðbót.” Í eldhúsi Evu fara í loftið í kvöld. Spurð út í hvort hún eigi uppáhaldsþátt á Eva erfitt með að svara. „Ég get ekki valið einn uppáhalds – þeir eru jafn ólíkir og þeir eru margir. Í fyrsta þættinum heimsæki ég bakaríið Brauð og Co. og læri að baka croissant frá grunni og mér þótti það einstaklega skemmtilegt því ég ELSKA croissant. Ég elska reyndar bakstur almennt og það mætti jú kannski segja að kökukerlingin ég hafi verið í essinu mínu í þeim þætti. Naut þess í botn! Svo fannst mér stórkostlegt að elda indverskan mat á Austur-Indíafjelaginu og að læra að útbúa alvöru sushi á Sushi Social, og að búa til ferskt pasta með öllu tilheyrandi. Sem sagt, ég elska alla þættina og hvert þema og hver þáttur hefur sinn sjarma.“ Evu fannst heillandi að fá að vera „starfsmaður á plani“ á öllum þessum ólíku stöðum. „Það skemmtilegasta er auðvitað að fá tækifæri til þess að gera það sem ég elska, að þróa nýjar uppskriftir, að fá að vera starfsmaður á plani á veitingastöðum og læra af öllu þessu frábæra fagfólki sem þar starfar og fara síðan heim í eldhúsið mitt og elda fyrir áhorfendur. Ég lærði rosalega margt í þessari seríu og vona að það skili sér heim í stofu og áhorfendur læri líka margt í leiðinni. Það skemmtilegasta er líka auðvitað að vinna með frábæra tökuliðinu mínu, en að vinna með því gerir alla daga stórkostlega.“ Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira
Sjónvarpskonan Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir birtist á skjánum í kvöld í nýrri þáttaröð, Í eldhúsi Evu. Eva Laufey naut þess í botn að taka upp þættina þó að morgunógleðin hafi sett strik í reikninginn en hún og eiginmaður hennar eiga von á barni. „Þessi þáttaröð sýnir þegar ég heimsæki frábæra veitingastaði og fæ að vera eins konar starfsmaður á plani ásamt því að ég fæ til mín góða gesti heim í eldhús sem kenna mér ýmis góð trix í eldhúsinu og fræða mig til dæmis um matarsóun okkar Íslendinga,“ segir Eva Laufey spurð út í hvað nýju sjónvarpsþættirnir hennar snúast um.„Í lok hvers þáttar býð ég svo áhorfendum heim til mín í eldhúsið mitt þar sem við eldum saman einfalda og góða rétti sem allir ættu að geta leikið eftir, og mér fannst það sérstaklega skemmtilegt að taka þættina upp heima og fá tækifæri til þess að bjóða áhorfendum heim til mín – ég hef ekki gert það áður og það er þess vegna mun persónulegra fyrir mig.“ Eva Laufey skemmti sér konunglega við gerð þáttanna en ferlið var samt ekki alltaf dans á rósum þar sem morgunógleði setti strik í reikninginn. „Ég var sem sagt komin um það bil fjórtán vikur á leið þegar við hófum tökur og var enn að berjast við blessaða morgunógleðina, og jú, ég ætla ekki að mæla sterklega með því að gera matreiðsluþætti með mikla ógleði,“ segir hún og hlær. Gosdrykkir og brauðát komu henni í gegnum þetta.„En ég vinn sem betur fer með svo frábæru tökuliði og þeir sýndu þessu auðvitað fullan skilning og þá voru gerð hlé þegar ógleðin stóð sem hæst?…og gosdrykkir komu mér í gegnum þetta?… og brauðát. Þess vegna var enn betra að vera heima hjá mér í upptökum, þegar heilsan er ekki upp á tíu! Þetta er sem betur fer bara fyndið núna,“ segir Eva Laufey sem getur hlegið að þessu núna. „En það var erfitt að vera ekki nógu hress alla upptökudagana, að vera flökurt og líða eins og maður sé þunnur allan daginn er ekkert endilega besta dagsformið sem ég hefði kosið.“ Eva Laufey og Haddi, eiginmaður hennar, eiga von á stelpu í september þannig að meðgangan er rúmlega hálfnuð. „Ég er komin yfir þennan erfiða hjalla,“ segir Eva sem er hrikalega spennt fyrir nýjasta fjölskyldumeðliminum sem er á leiðinni. „Við Haddi eigum svo eina sem verður þriggja ára í júlí, hana Ingibjörgu Rósu, og það verður því dásamlegt að fá eina litla skruddu í viðbót.” Í eldhúsi Evu fara í loftið í kvöld. Spurð út í hvort hún eigi uppáhaldsþátt á Eva erfitt með að svara. „Ég get ekki valið einn uppáhalds – þeir eru jafn ólíkir og þeir eru margir. Í fyrsta þættinum heimsæki ég bakaríið Brauð og Co. og læri að baka croissant frá grunni og mér þótti það einstaklega skemmtilegt því ég ELSKA croissant. Ég elska reyndar bakstur almennt og það mætti jú kannski segja að kökukerlingin ég hafi verið í essinu mínu í þeim þætti. Naut þess í botn! Svo fannst mér stórkostlegt að elda indverskan mat á Austur-Indíafjelaginu og að læra að útbúa alvöru sushi á Sushi Social, og að búa til ferskt pasta með öllu tilheyrandi. Sem sagt, ég elska alla þættina og hvert þema og hver þáttur hefur sinn sjarma.“ Evu fannst heillandi að fá að vera „starfsmaður á plani“ á öllum þessum ólíku stöðum. „Það skemmtilegasta er auðvitað að fá tækifæri til þess að gera það sem ég elska, að þróa nýjar uppskriftir, að fá að vera starfsmaður á plani á veitingastöðum og læra af öllu þessu frábæra fagfólki sem þar starfar og fara síðan heim í eldhúsið mitt og elda fyrir áhorfendur. Ég lærði rosalega margt í þessari seríu og vona að það skili sér heim í stofu og áhorfendur læri líka margt í leiðinni. Það skemmtilegasta er líka auðvitað að vinna með frábæra tökuliðinu mínu, en að vinna með því gerir alla daga stórkostlega.“
Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira