Engin viðbrögð við aðvörun flugmanna Garðar Örn Úlfarsson skrifar 4. maí 2017 07:00 Hvekktir farþegar stíga frá borði Primera Air þotunnar sem endaði utan brautar á Keflavíkurflugvelli. vísir/jbg „Það hefði getað skapast háskalegt ástand ef þetta hefði gerst milli þrjú og fjögur um daginn,“ segir Ingvar Tryggvason, formaður Öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna, um óhappið sem varð er farþegaþota Primera Air fór út af braut í lendingu á Keflavíkurflugvelli klukkan rúmlega fimm á föstudaginn. Ingvar segir að hefði óhappið orðið á háannatíma hefði fjöldi véla þurft að hverfa til varaflugvalla. Þar sé um að tefla Reykjavík, Akureyri og Egilsstaði. Það hamli síðarnefndu völlunum tveimur að þar sé aðeins pláss fyrir fjórar þotur á hvorum stað. Ef Keflavíkurflugvöllur lokist til dæmis vegna snjókomu sé oft snjókoma í Reykjavík sömuleiðis.Ingvar Tryggvason, formaður Öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna.„Þessi varaflugvallamál eru í ólestri og við höfum ítrekað bent stjórnvöldum á það en engin viðbrögð fengið,“ segir Ingvar. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, segir að flugvellirnir á Egilsstöðum, Akureyri og Reykjavík taki tuttugu til þrjátíu flugvélar. „Það er það sem er á klukkustund þegar mest lætur í Keflavík,“ bendir hann á. Þoturnar komi eins og perlufesti að Keflavíkurflugvelli, þær öftustu á leið frá Evrópu séu nær Skotlandi en Íslandi og geti snúið þangað til lendingar lokist völlurinn. „Það væri þægilegt að hafa stærri flughlöð á Egilsstöðum og Akureyri en við getum á öðrum flugvöllum en Keflavíkurflugvelli tekið á móti umferðinni sem er þar á um einum klukkutíma eða vísað vélunum yfir á aðra flugvelli,“ segir Guðni. Varðandi atvikið á föstudag segist Ingvar hvorki vilja hrapa að ályktunum né alhæfa neitt. „En það eru óneitanlega vísbendingar þarna á ferðinni. Snjóhreinsun í Keflavík hefur verið svolítið umfjöllunarefni,“ vekur hann athygli á. „Það eru sterkar vísbendingar um að það þurfi að setja meiri kraft í snjóhreinsun á Keflavíkurflugvelli og mér skilst að það standi til bóta næsta haust.“ Guðni segir það vissulega rétt að bæta þurfi við tækjum í snjómokstri en það sé vegna þess að bætt hafi verið við flugvélastæðum svo svari til átján fótboltavalla. „Hálkuvarnir og snjóvarnir á Keflavíkurflugvelli eru með því besta sem gerist í heiminum, það er bara staðreynd. Það er ekkert til sparað,“ segir hann. Að sögn Ingvars er mjög mikilvægt að komist sé sem fyrst að orsökum óhappsins á föstudag sem og orsökum allra annarra óhappa og slysa í fluginu. „Það er geysilega mikið af góðu fólki að vinna í flugiðnaðinum á Íslandi en það eru sterkar vísbendingar um að rannsóknarnefnd samgönguslysa þurfi að fá aukin fjárframlög,“ segir Ingvar og vísar til laga um rannsókn samgönguslysa þar sem viðmiðið sé að rannsóknarskýrslur komi út innan eins árs. „En þetta hefur verið að dragast úr hófi fram. Maður spyr sig hvort það geti verið að þetta sé eins og með Matvælastofnun; að þarna þurfi meiri peninga til að auka afköstin. Það er náttúrlega grundvallarflugöryggismál þegar það verður óhapp eða slys að niðurstaðan um orsakirnar komi fram sem allra fyrst til þess að það sé hægt að gera fyrirbyggjandi ráðstafanir þannig að slíkur atburður endurtaki sig ekki.“ Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Samgöngur Tengdar fréttir Töluverðar tafir á flugi vegna óhappsins í Keflavík Loka þurfti Keflavíkurflugvelli tímabundið eftir að flugvél Primera Air rann útaf flugbraut þar um fimmleytið í dag. 28. apríl 2017 19:12 Flugvél rann út af flugbraut á Keflavíkurflugvelli Flugvél Primera Air rann út af flugbraut á Keflavíkurflugvelli við lendingu um fimmleytið. 28. apríl 2017 17:57 Fiskikóngurinn og aðrir í flugvélinni þakka fyrir að vera á lífi Hin misheppnaða lendingin flugvélar Primera air á Keflavíkurflugvelli eftir flug frá Alicante er skilgreind sem alvarlegt atvik hjá RSNA. 2. maí 2017 10:57 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira
„Það hefði getað skapast háskalegt ástand ef þetta hefði gerst milli þrjú og fjögur um daginn,“ segir Ingvar Tryggvason, formaður Öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna, um óhappið sem varð er farþegaþota Primera Air fór út af braut í lendingu á Keflavíkurflugvelli klukkan rúmlega fimm á föstudaginn. Ingvar segir að hefði óhappið orðið á háannatíma hefði fjöldi véla þurft að hverfa til varaflugvalla. Þar sé um að tefla Reykjavík, Akureyri og Egilsstaði. Það hamli síðarnefndu völlunum tveimur að þar sé aðeins pláss fyrir fjórar þotur á hvorum stað. Ef Keflavíkurflugvöllur lokist til dæmis vegna snjókomu sé oft snjókoma í Reykjavík sömuleiðis.Ingvar Tryggvason, formaður Öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna.„Þessi varaflugvallamál eru í ólestri og við höfum ítrekað bent stjórnvöldum á það en engin viðbrögð fengið,“ segir Ingvar. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, segir að flugvellirnir á Egilsstöðum, Akureyri og Reykjavík taki tuttugu til þrjátíu flugvélar. „Það er það sem er á klukkustund þegar mest lætur í Keflavík,“ bendir hann á. Þoturnar komi eins og perlufesti að Keflavíkurflugvelli, þær öftustu á leið frá Evrópu séu nær Skotlandi en Íslandi og geti snúið þangað til lendingar lokist völlurinn. „Það væri þægilegt að hafa stærri flughlöð á Egilsstöðum og Akureyri en við getum á öðrum flugvöllum en Keflavíkurflugvelli tekið á móti umferðinni sem er þar á um einum klukkutíma eða vísað vélunum yfir á aðra flugvelli,“ segir Guðni. Varðandi atvikið á föstudag segist Ingvar hvorki vilja hrapa að ályktunum né alhæfa neitt. „En það eru óneitanlega vísbendingar þarna á ferðinni. Snjóhreinsun í Keflavík hefur verið svolítið umfjöllunarefni,“ vekur hann athygli á. „Það eru sterkar vísbendingar um að það þurfi að setja meiri kraft í snjóhreinsun á Keflavíkurflugvelli og mér skilst að það standi til bóta næsta haust.“ Guðni segir það vissulega rétt að bæta þurfi við tækjum í snjómokstri en það sé vegna þess að bætt hafi verið við flugvélastæðum svo svari til átján fótboltavalla. „Hálkuvarnir og snjóvarnir á Keflavíkurflugvelli eru með því besta sem gerist í heiminum, það er bara staðreynd. Það er ekkert til sparað,“ segir hann. Að sögn Ingvars er mjög mikilvægt að komist sé sem fyrst að orsökum óhappsins á föstudag sem og orsökum allra annarra óhappa og slysa í fluginu. „Það er geysilega mikið af góðu fólki að vinna í flugiðnaðinum á Íslandi en það eru sterkar vísbendingar um að rannsóknarnefnd samgönguslysa þurfi að fá aukin fjárframlög,“ segir Ingvar og vísar til laga um rannsókn samgönguslysa þar sem viðmiðið sé að rannsóknarskýrslur komi út innan eins árs. „En þetta hefur verið að dragast úr hófi fram. Maður spyr sig hvort það geti verið að þetta sé eins og með Matvælastofnun; að þarna þurfi meiri peninga til að auka afköstin. Það er náttúrlega grundvallarflugöryggismál þegar það verður óhapp eða slys að niðurstaðan um orsakirnar komi fram sem allra fyrst til þess að það sé hægt að gera fyrirbyggjandi ráðstafanir þannig að slíkur atburður endurtaki sig ekki.“
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Samgöngur Tengdar fréttir Töluverðar tafir á flugi vegna óhappsins í Keflavík Loka þurfti Keflavíkurflugvelli tímabundið eftir að flugvél Primera Air rann útaf flugbraut þar um fimmleytið í dag. 28. apríl 2017 19:12 Flugvél rann út af flugbraut á Keflavíkurflugvelli Flugvél Primera Air rann út af flugbraut á Keflavíkurflugvelli við lendingu um fimmleytið. 28. apríl 2017 17:57 Fiskikóngurinn og aðrir í flugvélinni þakka fyrir að vera á lífi Hin misheppnaða lendingin flugvélar Primera air á Keflavíkurflugvelli eftir flug frá Alicante er skilgreind sem alvarlegt atvik hjá RSNA. 2. maí 2017 10:57 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira
Töluverðar tafir á flugi vegna óhappsins í Keflavík Loka þurfti Keflavíkurflugvelli tímabundið eftir að flugvél Primera Air rann útaf flugbraut þar um fimmleytið í dag. 28. apríl 2017 19:12
Flugvél rann út af flugbraut á Keflavíkurflugvelli Flugvél Primera Air rann út af flugbraut á Keflavíkurflugvelli við lendingu um fimmleytið. 28. apríl 2017 17:57
Fiskikóngurinn og aðrir í flugvélinni þakka fyrir að vera á lífi Hin misheppnaða lendingin flugvélar Primera air á Keflavíkurflugvelli eftir flug frá Alicante er skilgreind sem alvarlegt atvik hjá RSNA. 2. maí 2017 10:57