Fordæmalaus uppbygging í sveit og bæ Svavar Hávarðsson skrifar 4. maí 2017 07:00 Innan sveitarfélagsins eru óteljandi náttúruperlur og ferðamönnum fjölgar stöðugt. vísir/vilhelm „Það eru einfaldlega engin fordæmi fyrir uppbyggingu sem þessari hér í sveitarfélaginu,“ segir Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri Rangárþings eystra. Verkefni í sveitarfélaginu, langt komin eða við það að hefjast, skipta tugum – flest tengjast ferðaþjónustu. Uppbyggingin einskorðast ekki við þéttbýliskjarnann á Hvolsvelli heldur nær hún ekkert síður til dreifbýlisins þar sem gistiaðstaða, hótel, gistiheimili og smáhýsi, er í byggingu.Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóriÍsólfur Gylfi segir að ef litið er til baka komi upp í hugann sú mynd þegar allt virtist á fallandi fæti. „Það eru farin af stað fjölmörg spennandi verkefni, sum hver tengjast sveitarfélaginu beint og önnur ekki.“ Hann nefnir Eldfjallasetrið og verkefni þar sem ungt fólk sem er að breyta gamalli steypustöð og iðnaðarhúsnæði Suðurverks, sem stóð autt, í gistiaðstöðu fyrir ferðamenn. „Uppbyggingin er svo sannarlega ekki bundin við þéttbýlið. Hún nær til dreifbýlisins einnig þar sem ferðaþjónustan er hreyfiaflið,“ segir Ísólfur Gylfi. Sé tæpt á því helsta grípur augað að átta hótelverkefni eru í gangi á ýmsum stigum – nýbyggingar og stækkanir. Fjögur af þeim eru í sveitinni, en uppbygging gistingar er á ellefu jörðum. Fyrirtæki eru líka að bregðast við vexti og er Sláturfélag Suðurlands að fara af stað með byggingu á 24 íbúðum fyrir sína starfsmenn vegna fyrirhugaðrar stækkunar. Eins og kunnugt er verður Eldfjallasetrið (Lava) opnað um næstu mánaðamót í um 3.000 fermetra húsnæði sem hýsir sýningu, verslun, veitingastað og fleira. Þá stendur sveitarfélagið í uppbyggingu í þéttbýlinu á Hvolsvelli; skipuleggur nýjan miðbæ og fjölda lóða fyrir verslun og þjónustu auk íbúða. Einnig er gert ráð fyrir veglegu hátíðarsvæði. Þá er verið að byggja við dvalar- og hjúkrunarheimilið á staðnum. Spurður hvort þessi hraða uppbygging valdi sveitarstjóranum áhyggjum, segir hann að svo sé. „En þetta eru viðfangsefni dagsins, og ef við bregðumst ekki við þessu þá missum við kannski frá okkur tækifæri. Ég segi að það sé skylda okkar að taka þátt í þessu.“ Haft hefur verið á orði að ekkert sé mikilvægara í tilliti til byggðamála en samgöngur og fjarskipti, en á vegum sveitarfélagsins er verið að ljúka fyrsta áfanga að lagningu ljósleiðara í dreifbýli. Í beinu framhaldi verður haldið áfram með ljósleiðaravæðingu alls sveitarfélagsins og stefnt að því að um næstu áramót verði henni lokið. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Fleiri fréttir „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Sjá meira
„Það eru einfaldlega engin fordæmi fyrir uppbyggingu sem þessari hér í sveitarfélaginu,“ segir Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri Rangárþings eystra. Verkefni í sveitarfélaginu, langt komin eða við það að hefjast, skipta tugum – flest tengjast ferðaþjónustu. Uppbyggingin einskorðast ekki við þéttbýliskjarnann á Hvolsvelli heldur nær hún ekkert síður til dreifbýlisins þar sem gistiaðstaða, hótel, gistiheimili og smáhýsi, er í byggingu.Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóriÍsólfur Gylfi segir að ef litið er til baka komi upp í hugann sú mynd þegar allt virtist á fallandi fæti. „Það eru farin af stað fjölmörg spennandi verkefni, sum hver tengjast sveitarfélaginu beint og önnur ekki.“ Hann nefnir Eldfjallasetrið og verkefni þar sem ungt fólk sem er að breyta gamalli steypustöð og iðnaðarhúsnæði Suðurverks, sem stóð autt, í gistiaðstöðu fyrir ferðamenn. „Uppbyggingin er svo sannarlega ekki bundin við þéttbýlið. Hún nær til dreifbýlisins einnig þar sem ferðaþjónustan er hreyfiaflið,“ segir Ísólfur Gylfi. Sé tæpt á því helsta grípur augað að átta hótelverkefni eru í gangi á ýmsum stigum – nýbyggingar og stækkanir. Fjögur af þeim eru í sveitinni, en uppbygging gistingar er á ellefu jörðum. Fyrirtæki eru líka að bregðast við vexti og er Sláturfélag Suðurlands að fara af stað með byggingu á 24 íbúðum fyrir sína starfsmenn vegna fyrirhugaðrar stækkunar. Eins og kunnugt er verður Eldfjallasetrið (Lava) opnað um næstu mánaðamót í um 3.000 fermetra húsnæði sem hýsir sýningu, verslun, veitingastað og fleira. Þá stendur sveitarfélagið í uppbyggingu í þéttbýlinu á Hvolsvelli; skipuleggur nýjan miðbæ og fjölda lóða fyrir verslun og þjónustu auk íbúða. Einnig er gert ráð fyrir veglegu hátíðarsvæði. Þá er verið að byggja við dvalar- og hjúkrunarheimilið á staðnum. Spurður hvort þessi hraða uppbygging valdi sveitarstjóranum áhyggjum, segir hann að svo sé. „En þetta eru viðfangsefni dagsins, og ef við bregðumst ekki við þessu þá missum við kannski frá okkur tækifæri. Ég segi að það sé skylda okkar að taka þátt í þessu.“ Haft hefur verið á orði að ekkert sé mikilvægara í tilliti til byggðamála en samgöngur og fjarskipti, en á vegum sveitarfélagsins er verið að ljúka fyrsta áfanga að lagningu ljósleiðara í dreifbýli. Í beinu framhaldi verður haldið áfram með ljósleiðaravæðingu alls sveitarfélagsins og stefnt að því að um næstu áramót verði henni lokið.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Fleiri fréttir „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Sjá meira