Hugleiðing um íslenska heilbrigðiskerfið Dagbjört Jónsdóttir skrifar 4. maí 2017 07:00 Bygging nýs Landspítala hefur staðið til í að minnsta kosti síðastliðin tíu ár. Enn er bygging hans einungis á umræðustigi sem hefur afar neikvæð áhrif á heilbrigðiskerfið. Ég velti því fyrir mér hvert íslenskt heilbrigðiskerfi stefnir og þá sér í lagi hver verða örlög Landspítalans, eina sérhæfða sjúkrahúss landsins, sjúkrahússins okkar. Undanfarin tuttugu ár hefur að mínu mati verið unnið leynt og ljóst að einkavæðingu heilbrigðiskerfisins. Á síðustu árum hafa sprottið upp um alla borg aðgerðakjarnar þar sem gerðar eru aðgerðir allt frá að fjarlægja vörtur upp í stærri aðgerðir eins og brjóstnám og/eða liðskipti. Það er að sjálfsögðu í lagi að aðgerðakjarnar í einkaeigu séu fyrir hendi til að gera minni aðgerðir sem taldar eru áhættulitlar og létta á Landspítalanum. En svo er komið að margir læknar hafa ekki tíma til að sinna störfum á Landspítalanum vegna starfa sinna á einkavæddum stöðvum með áherslu á gróðahyggju og arðgreiðslur, og eins kaldhæðnislegt og það er greiðast þær af Sjúkratryggingum Íslands. Læknisstarfið er í eðli sínu göfugt og flestir læknar starfa af heilindum, því þykir mér miður að ákveðinn fjöldi lækna kjósi gróðahyggjuna.Nýr Landspítali Bygging nýs Landspítala hefur í mörg ár verið eins og heit kartafla sem enginn hefur viljað halda utan um og kastað er manna á milli. En nú er ekki hægt að bíða lengur með aðgerðir því komið er að þolmörkum. Það er gífurlega mikilvægt að byggt verði nýtt sjúkrahús sem búið er nýjustu tækjum og búnaði sem nútímasjúkrahús þurfa að hafa til að geta sinnt hlutverki sínu. Samkvæmt könnunum vilja nær allir landsmenn að byggður verði nýr Landspítali sem þjónar okkur öllum og jafnar aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Landspítalinn er ekki bara húsakostur og tæki heldur starfar þar fjöldi fagmenntaðra starfsmanna af ýmsum toga, eins og læknar, hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar. Einnig eru þar stoðdeildir, rannsóknardeildir og aðrir starfsmenn sem allir hafa það að markmiði að lækna og líkna. Og þá er kennsluskylda Landspítalans afar mikilvæg enda eina háskólasjúkrahús landsins þar sem verðandi heilbrigðisstarfsmenn sækja menntun sína. En til þess að sjúkrahúsið geti framfylgt þeim skyldum sem þjóðfélagið leggur því á herðar hvað varðar kennslu, læknisþjónustu og rannsóknir er mjög brýnt að nýtt sjúkrahús verði að veruleika. Eins og allir landsmenn vita hefur Landspítalinn verið í stöðugu svelti í langan tíma sem skert hefur heilbrigðisþjónustuna í heild. Eftir að hafa unnið í tuttugu ár sem heilbrigðisstarfsmaður (sjúkraliði) á Landspítalanum tel ég mig geta lagt mat á þróun sjúkrahússins eða öllu heldur hnignun undanfarinna ára. Þegar ég tala um hnignun þá er ég ekki einungis að vísa í ónýt tæki eða úreltan búnað, þ.e. hið efnislega, heldur þau hugarfarslegu áhrif sem þetta niðurrif hefur haft á starfsmenn sjúkrahússins. Þetta stanslausa niðurrif hefur valdið því að starfsmenn upplifa sig valdalausa og án virðingar, en það sem verra er, við þessar aðstæður telja þeir sig ekki geta sinnt sjúklingum sínum af nægilegri fagmennsku og þeirri alúð sem þeim býr í brjósti.Ábyrgð stjórnvalda Ábyrgð stjórnvalda er mikil hvað varðar byggingu nýs Landspítala-háskólasjúkrahúss ásamt styrkingu heilbrigðiskerfisins og jöfnu aðgengi allra landsmanna. Að lokum beini ég máli mínu beint til ráðamanna: Ég fer fram á það sem borgari þessa lands að farið verði að vilja landsmanna og nýr Landspítali rísi strax, en til þess að það megi verða þurfa stjórnvöld að taka niður einkavæðingargleraugun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Bygging nýs Landspítala hefur staðið til í að minnsta kosti síðastliðin tíu ár. Enn er bygging hans einungis á umræðustigi sem hefur afar neikvæð áhrif á heilbrigðiskerfið. Ég velti því fyrir mér hvert íslenskt heilbrigðiskerfi stefnir og þá sér í lagi hver verða örlög Landspítalans, eina sérhæfða sjúkrahúss landsins, sjúkrahússins okkar. Undanfarin tuttugu ár hefur að mínu mati verið unnið leynt og ljóst að einkavæðingu heilbrigðiskerfisins. Á síðustu árum hafa sprottið upp um alla borg aðgerðakjarnar þar sem gerðar eru aðgerðir allt frá að fjarlægja vörtur upp í stærri aðgerðir eins og brjóstnám og/eða liðskipti. Það er að sjálfsögðu í lagi að aðgerðakjarnar í einkaeigu séu fyrir hendi til að gera minni aðgerðir sem taldar eru áhættulitlar og létta á Landspítalanum. En svo er komið að margir læknar hafa ekki tíma til að sinna störfum á Landspítalanum vegna starfa sinna á einkavæddum stöðvum með áherslu á gróðahyggju og arðgreiðslur, og eins kaldhæðnislegt og það er greiðast þær af Sjúkratryggingum Íslands. Læknisstarfið er í eðli sínu göfugt og flestir læknar starfa af heilindum, því þykir mér miður að ákveðinn fjöldi lækna kjósi gróðahyggjuna.Nýr Landspítali Bygging nýs Landspítala hefur í mörg ár verið eins og heit kartafla sem enginn hefur viljað halda utan um og kastað er manna á milli. En nú er ekki hægt að bíða lengur með aðgerðir því komið er að þolmörkum. Það er gífurlega mikilvægt að byggt verði nýtt sjúkrahús sem búið er nýjustu tækjum og búnaði sem nútímasjúkrahús þurfa að hafa til að geta sinnt hlutverki sínu. Samkvæmt könnunum vilja nær allir landsmenn að byggður verði nýr Landspítali sem þjónar okkur öllum og jafnar aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Landspítalinn er ekki bara húsakostur og tæki heldur starfar þar fjöldi fagmenntaðra starfsmanna af ýmsum toga, eins og læknar, hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar. Einnig eru þar stoðdeildir, rannsóknardeildir og aðrir starfsmenn sem allir hafa það að markmiði að lækna og líkna. Og þá er kennsluskylda Landspítalans afar mikilvæg enda eina háskólasjúkrahús landsins þar sem verðandi heilbrigðisstarfsmenn sækja menntun sína. En til þess að sjúkrahúsið geti framfylgt þeim skyldum sem þjóðfélagið leggur því á herðar hvað varðar kennslu, læknisþjónustu og rannsóknir er mjög brýnt að nýtt sjúkrahús verði að veruleika. Eins og allir landsmenn vita hefur Landspítalinn verið í stöðugu svelti í langan tíma sem skert hefur heilbrigðisþjónustuna í heild. Eftir að hafa unnið í tuttugu ár sem heilbrigðisstarfsmaður (sjúkraliði) á Landspítalanum tel ég mig geta lagt mat á þróun sjúkrahússins eða öllu heldur hnignun undanfarinna ára. Þegar ég tala um hnignun þá er ég ekki einungis að vísa í ónýt tæki eða úreltan búnað, þ.e. hið efnislega, heldur þau hugarfarslegu áhrif sem þetta niðurrif hefur haft á starfsmenn sjúkrahússins. Þetta stanslausa niðurrif hefur valdið því að starfsmenn upplifa sig valdalausa og án virðingar, en það sem verra er, við þessar aðstæður telja þeir sig ekki geta sinnt sjúklingum sínum af nægilegri fagmennsku og þeirri alúð sem þeim býr í brjósti.Ábyrgð stjórnvalda Ábyrgð stjórnvalda er mikil hvað varðar byggingu nýs Landspítala-háskólasjúkrahúss ásamt styrkingu heilbrigðiskerfisins og jöfnu aðgengi allra landsmanna. Að lokum beini ég máli mínu beint til ráðamanna: Ég fer fram á það sem borgari þessa lands að farið verði að vilja landsmanna og nýr Landspítali rísi strax, en til þess að það megi verða þurfa stjórnvöld að taka niður einkavæðingargleraugun.
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar