Sölvi Geir tilkynnti það á Instagram að tíma hans erlendis sé að ljúka. Hann birtir með mynd af sér í búningi allra átta félaganna sem hann hefur spilað með í atvinnumennsku.
„Tími minn í útlöndum er á enda og ég vil þakka öllu fólkinu, öllum liðsfélögunum, öllu starfsfólkinu, öllum stuðningsmönnunum, vinunum og fjölskyldunni sem tóku þátt í þessu ferðalagi með mér," skrifaði Sölvi inn á Instagram í dag.
My time playing abroad as come to an end and I want to thank all the people, teammates, staff, fans, friends and family that took part on this journey with me #djurgården #sønderjyske #fckøbenhavn #fcural #jiangsusainty #wuhanzall #buriramutd #guangzhourf
A post shared by Sölvi Ottesen (@solviottesen) on Nov 7, 2017 at 3:31am PST
Sölvi Geir er 33 ára gamall varnarmaður og hefur spilað í atvinnumennsku í þrettán ár eða síðan að hann yfirgaf Víkinga eftir 2004 tímabilið.
Sölvi Geir hefur síðan leiki í Svíþjóð, Danmörku, Rússlandi og Kína. Hann var að klára tímabilið með kínverska félaginu Guangzhou R&F sem endaði í fimmta sæti. Sölvi hefur spilað með fjórum félögum í Kína frá 2015.
Sölvi Geir varð tvisvar sinnum danskur meistari með FC Kaupmannahöfn (2011 og 2013) og varð bæði sænskur meistari á sínu fyrsta tímabili í atvinnumennsku með Djurgården (2005).
Sölvi Geir hefur leikið 28 landsleiki fyrir Ísland, þann fyrsta á móti Póllandi 2005 og þann síðasta á móti Finnlandi í janúar 2016.
Það er ljóst að íslensku félögin munu keppast um undirskrift Sölva Geirs en hann hefur meðal annars verið orðaður við FH sem og fleiri félög í Pepsi-deildinni. Hér er á ferðinni einn sá eftirsóttasti fyrir íslensku félögin á félagsskiptamarkaðnum í vetur.