Mikilvægasta heimsókn Bandaríkjaforseta hafin Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. nóvember 2017 06:41 Melania og Donald Trump lentu í Suður-Kóreu nú í morgun. Utanríkisráðherra landsins, Kang Kyung-wha, sést hjá á milli þeirra hjóna. Visir/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti lenti í morgun í Suður-Kóreu þar sem hann mun funda með ráðamönnum landsins, ekki síst um ógnina sem stafar af nágrönnunum þess í norðri. Þá verða viðskipti landanna jafnframt ofarlega á baugi enda hefur Trump ítrekað sagst ósáttur við þá samninga sem Bandaríkin höfðu gert við ríki Suðaustur-Asíu áður en hann tók við embætti. Þannig lét hann Japani heyra það í gær en Trump mun sækja fimm Asíulönd heim í þessari ferð sinni, sem er sú lengsta sem hann hefur lagt upp í sem forseti. Í Suður-Kóreu mun hann funda með forseta landsins, Moon Jae-in, bandarískum hermönnum og stjórnmálamönnum. Fyrir fundi sína hrósaði hann forseta landsins á Twitter og sagði að þeir félagar myndu „ráða sig fram úr öllu!“Sjá einnig: Japanskir bílaframleiðendur komu af fjöllum Þó að Trump muni aðeins verja 24 klukkustundum í Suður-Kóreu telur greinandi breska ríkisútvarpsins þessa heimsókn vera þá þýðingarmestu á ferðalagi forsetans. Er henni ætlað að renna styrkari stoðum undir hernaðarbandalag ríkjanna og senda leiðtoga Norður-Kóreu, Kim Jong-un, skýr skilaboð um hernar- og samstöðumátt Bandaríkjanna og Suður-Kóreu. Því vona margir í röðum stjórnvalda í Seúl að Trump muni ekki nota jafn eldfimt orðalag og hann gerði fyrr á þessu ári - þegar hann hótaði Norður-Kóreumönnum „eldi og heift“ ef þeir létu ekki af kjarnorkutilraunum sínum. Bandaríkjaforseti mun eftir heimsóknina næst halda til Kína, Víetnam og Filippseyja.South Korean President Moon Jae-in welcomes US President Donald Trump to the Blue House in Seoul https://t.co/l9DLL9hYHN pic.twitter.com/jUyWXyb14I— CNN (@CNN) November 7, 2017 Donald Trump Tengdar fréttir Trump heitir því að verja frelsið við upphaf Asíureisu Bandaríkjaforseti varaði Norður-Kóreumenn óbeint við því að láta reyna á staðfestu Bandaríkjamanna þegar hann kom til Japan í dag. 5. nóvember 2017 10:03 Japanskir bílaframleiðendur komu af fjöllum Bandaríkjaforseti gagnrýndi harðlega viðskiptahætti Japana í gærkvöldi sem hann sagði ósanngjarna í garð landa sinna. 6. nóvember 2017 07:29 Lengsta Asíuför Bandaríkjaforseta í aldarfjórðung Japan, Suður-Kórea, Kína, Víetnam og Filippeyjar eru áfangastaðir Donalds Trump næstu tólf dagana. 4. nóvember 2017 10:25 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti lenti í morgun í Suður-Kóreu þar sem hann mun funda með ráðamönnum landsins, ekki síst um ógnina sem stafar af nágrönnunum þess í norðri. Þá verða viðskipti landanna jafnframt ofarlega á baugi enda hefur Trump ítrekað sagst ósáttur við þá samninga sem Bandaríkin höfðu gert við ríki Suðaustur-Asíu áður en hann tók við embætti. Þannig lét hann Japani heyra það í gær en Trump mun sækja fimm Asíulönd heim í þessari ferð sinni, sem er sú lengsta sem hann hefur lagt upp í sem forseti. Í Suður-Kóreu mun hann funda með forseta landsins, Moon Jae-in, bandarískum hermönnum og stjórnmálamönnum. Fyrir fundi sína hrósaði hann forseta landsins á Twitter og sagði að þeir félagar myndu „ráða sig fram úr öllu!“Sjá einnig: Japanskir bílaframleiðendur komu af fjöllum Þó að Trump muni aðeins verja 24 klukkustundum í Suður-Kóreu telur greinandi breska ríkisútvarpsins þessa heimsókn vera þá þýðingarmestu á ferðalagi forsetans. Er henni ætlað að renna styrkari stoðum undir hernaðarbandalag ríkjanna og senda leiðtoga Norður-Kóreu, Kim Jong-un, skýr skilaboð um hernar- og samstöðumátt Bandaríkjanna og Suður-Kóreu. Því vona margir í röðum stjórnvalda í Seúl að Trump muni ekki nota jafn eldfimt orðalag og hann gerði fyrr á þessu ári - þegar hann hótaði Norður-Kóreumönnum „eldi og heift“ ef þeir létu ekki af kjarnorkutilraunum sínum. Bandaríkjaforseti mun eftir heimsóknina næst halda til Kína, Víetnam og Filippseyja.South Korean President Moon Jae-in welcomes US President Donald Trump to the Blue House in Seoul https://t.co/l9DLL9hYHN pic.twitter.com/jUyWXyb14I— CNN (@CNN) November 7, 2017
Donald Trump Tengdar fréttir Trump heitir því að verja frelsið við upphaf Asíureisu Bandaríkjaforseti varaði Norður-Kóreumenn óbeint við því að láta reyna á staðfestu Bandaríkjamanna þegar hann kom til Japan í dag. 5. nóvember 2017 10:03 Japanskir bílaframleiðendur komu af fjöllum Bandaríkjaforseti gagnrýndi harðlega viðskiptahætti Japana í gærkvöldi sem hann sagði ósanngjarna í garð landa sinna. 6. nóvember 2017 07:29 Lengsta Asíuför Bandaríkjaforseta í aldarfjórðung Japan, Suður-Kórea, Kína, Víetnam og Filippeyjar eru áfangastaðir Donalds Trump næstu tólf dagana. 4. nóvember 2017 10:25 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Trump heitir því að verja frelsið við upphaf Asíureisu Bandaríkjaforseti varaði Norður-Kóreumenn óbeint við því að láta reyna á staðfestu Bandaríkjamanna þegar hann kom til Japan í dag. 5. nóvember 2017 10:03
Japanskir bílaframleiðendur komu af fjöllum Bandaríkjaforseti gagnrýndi harðlega viðskiptahætti Japana í gærkvöldi sem hann sagði ósanngjarna í garð landa sinna. 6. nóvember 2017 07:29
Lengsta Asíuför Bandaríkjaforseta í aldarfjórðung Japan, Suður-Kórea, Kína, Víetnam og Filippeyjar eru áfangastaðir Donalds Trump næstu tólf dagana. 4. nóvember 2017 10:25