Hafði áður ráðist á konu sína og barn Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 7. nóvember 2017 06:00 Greg Abbott, ríkisstjóri Texas, huggar bæjarbúa á kertavöku þar sem fórnarlambanna var minnst. vísir/afp Maðurinn sem myrti 26 í baptistakirkju í Sutherland Springs í Texas, Bandaríkjunum, í gær var 26 ára hvítur karlmaður. Maðurinn, Devin Patrick Kelley, hafði þjónað í flugher Bandaríkjanna en var rekinn úr hernum árið 2014 eftir að upp komst um að hann hefði ráðist á barn sitt og konu. Tilefni árásarinnar er enn óljóst en maðurinn fannst látinn í bíl sínum skammt frá kirkjunni. Kelley gekk inn í kirkjuna um hádegi að staðartíma á sunnudag og hóf skothríð. Hann var svartklæddur og í skotheldu vesti, vopnaður sjálfvirkum riffli. Um 400 manns búa í Sutherland Spring og eru þeir 26 sem Kelley myrti því drjúgur hluti bæjarbúa. Því næst flúði hann vettvang á bíl sínum en tveir karlmenn eltu hann.Devin Patrick Kelley.„Árásarmaðurinn flúði á bíl sínum. Maður kom upp að mér og sagði mér að við yrðum að elta hann,“ sagði Johnnie Langendorff, annar mannanna, við staðarmiðilinn KSAT í gær. Langendorff var staddur í bíl sínum á gatnamótunum þar sem kirkjan stendur og maðurinn sem um ræðir kom upp að bíl hans með byssu sína. „Hann útskýrði snögglega hvað gerðist, steig upp í bílinn og ég vissi að við þyrftum að keyra af stað.“ Því næst sagði Langendorff að þeir hefðu ekið á um 150 kílómetra hraða á eftir Kelley þar til árásarmaðurinn missti stjórn á bíl sínum og bíllinn stöðvaðist. Kelley lést eftir að hafa orðið fyrir skoti en samkvæmt lögreglu er óljóst hvort hann svipti sig lífi eða hvort annar mannanna tveggja hafi skotið hann til bana. Nokkur skotvopn fundust í bílnum. „Við leiddum lögregluna að honum. Allir aðrir voru á leiðinni í kirkjuna,“ sagði Langendorff en tvímenningarnir hafa verið lofaðir í bak og fyrir vestanhafs. Ekki hefur þó verið greint frá því hver hinn maðurinn er. Á Facebook-síðu Langendorff hefur fjöldi fólks lýst yfir aðdáun sinni á honum og þakkað honum fyrir. „Guð blessi þig, bandaríska hetja,“ segir í einum skilaboðunum. „Kærar þakkir Johnnie frá Phoenix, Arizona. Þú hjálpaðir til við að bjarga fjölda mannslífa,“ segir í öðrum. Viðbrögðin við árásinni hafa verið misjöfn, eins og tíðkast þegar skotárásir sem þessi eru gerðar í Bandaríkjunum. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði til að mynda að byssur væru ekki vandamálið. „Það eru mikil geðheilbrigðisvandamál í landinu okkar, þetta er ekki byssutengt,“ sagði forsetinn. Chris Murphy, öldungadeildarþingmaður Demókrata, var ekki á sama máli. „Áður en kollegar mínir fara að sofa í kvöld þurfa þeir að hugsa um hvort stuðningur þeirra við byssuiðnaðinn sé virði þess blóðflæðis sem streymir um gólf bandarískra kirkna, grunnskóla og kvikmyndahúsa,“ sagði þingmaðurinn. Árásin markar annan mánuðinn í röð þar sem tugir deyja í einni skotárás. 58 voru myrtir í skotárás í Las Vegas í byrjun október. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir 1516 skotárásir á 1735 dögum: Árásin í Las Vegas skelfileg vending í baráttunni gegn skotárásum Stephen Paddock, 64 ára gamall hvítur karlmaður, varð að minnsta kosti 59 manns að bana og særði á sjötta hundrað er hann skaut á mannfjölda sem saman var kominn á útitónleikum í Las Vegas í fyrradag. 3. október 2017 14:30 Árásin í Texas: Ólétt fimm barna móðir í hópi hinna látnu 26 manns létu lífið í árás hins 26 ára Devin Patrick Kelley í baptistakirkjunni í Sutherland Springs í Texas í gær. 6. nóvember 2017 10:14 Þetta vitum við um árásina í Texas 26 eru látnir eftir að karlmaður hóf skothríð í kirkju í Texas í morgun. Um er að ræða mesta fjöldamorðið í sögu Texas-ríkis. 6. nóvember 2017 08:28 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Sjá meira
Maðurinn sem myrti 26 í baptistakirkju í Sutherland Springs í Texas, Bandaríkjunum, í gær var 26 ára hvítur karlmaður. Maðurinn, Devin Patrick Kelley, hafði þjónað í flugher Bandaríkjanna en var rekinn úr hernum árið 2014 eftir að upp komst um að hann hefði ráðist á barn sitt og konu. Tilefni árásarinnar er enn óljóst en maðurinn fannst látinn í bíl sínum skammt frá kirkjunni. Kelley gekk inn í kirkjuna um hádegi að staðartíma á sunnudag og hóf skothríð. Hann var svartklæddur og í skotheldu vesti, vopnaður sjálfvirkum riffli. Um 400 manns búa í Sutherland Spring og eru þeir 26 sem Kelley myrti því drjúgur hluti bæjarbúa. Því næst flúði hann vettvang á bíl sínum en tveir karlmenn eltu hann.Devin Patrick Kelley.„Árásarmaðurinn flúði á bíl sínum. Maður kom upp að mér og sagði mér að við yrðum að elta hann,“ sagði Johnnie Langendorff, annar mannanna, við staðarmiðilinn KSAT í gær. Langendorff var staddur í bíl sínum á gatnamótunum þar sem kirkjan stendur og maðurinn sem um ræðir kom upp að bíl hans með byssu sína. „Hann útskýrði snögglega hvað gerðist, steig upp í bílinn og ég vissi að við þyrftum að keyra af stað.“ Því næst sagði Langendorff að þeir hefðu ekið á um 150 kílómetra hraða á eftir Kelley þar til árásarmaðurinn missti stjórn á bíl sínum og bíllinn stöðvaðist. Kelley lést eftir að hafa orðið fyrir skoti en samkvæmt lögreglu er óljóst hvort hann svipti sig lífi eða hvort annar mannanna tveggja hafi skotið hann til bana. Nokkur skotvopn fundust í bílnum. „Við leiddum lögregluna að honum. Allir aðrir voru á leiðinni í kirkjuna,“ sagði Langendorff en tvímenningarnir hafa verið lofaðir í bak og fyrir vestanhafs. Ekki hefur þó verið greint frá því hver hinn maðurinn er. Á Facebook-síðu Langendorff hefur fjöldi fólks lýst yfir aðdáun sinni á honum og þakkað honum fyrir. „Guð blessi þig, bandaríska hetja,“ segir í einum skilaboðunum. „Kærar þakkir Johnnie frá Phoenix, Arizona. Þú hjálpaðir til við að bjarga fjölda mannslífa,“ segir í öðrum. Viðbrögðin við árásinni hafa verið misjöfn, eins og tíðkast þegar skotárásir sem þessi eru gerðar í Bandaríkjunum. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði til að mynda að byssur væru ekki vandamálið. „Það eru mikil geðheilbrigðisvandamál í landinu okkar, þetta er ekki byssutengt,“ sagði forsetinn. Chris Murphy, öldungadeildarþingmaður Demókrata, var ekki á sama máli. „Áður en kollegar mínir fara að sofa í kvöld þurfa þeir að hugsa um hvort stuðningur þeirra við byssuiðnaðinn sé virði þess blóðflæðis sem streymir um gólf bandarískra kirkna, grunnskóla og kvikmyndahúsa,“ sagði þingmaðurinn. Árásin markar annan mánuðinn í röð þar sem tugir deyja í einni skotárás. 58 voru myrtir í skotárás í Las Vegas í byrjun október.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir 1516 skotárásir á 1735 dögum: Árásin í Las Vegas skelfileg vending í baráttunni gegn skotárásum Stephen Paddock, 64 ára gamall hvítur karlmaður, varð að minnsta kosti 59 manns að bana og særði á sjötta hundrað er hann skaut á mannfjölda sem saman var kominn á útitónleikum í Las Vegas í fyrradag. 3. október 2017 14:30 Árásin í Texas: Ólétt fimm barna móðir í hópi hinna látnu 26 manns létu lífið í árás hins 26 ára Devin Patrick Kelley í baptistakirkjunni í Sutherland Springs í Texas í gær. 6. nóvember 2017 10:14 Þetta vitum við um árásina í Texas 26 eru látnir eftir að karlmaður hóf skothríð í kirkju í Texas í morgun. Um er að ræða mesta fjöldamorðið í sögu Texas-ríkis. 6. nóvember 2017 08:28 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Sjá meira
1516 skotárásir á 1735 dögum: Árásin í Las Vegas skelfileg vending í baráttunni gegn skotárásum Stephen Paddock, 64 ára gamall hvítur karlmaður, varð að minnsta kosti 59 manns að bana og særði á sjötta hundrað er hann skaut á mannfjölda sem saman var kominn á útitónleikum í Las Vegas í fyrradag. 3. október 2017 14:30
Árásin í Texas: Ólétt fimm barna móðir í hópi hinna látnu 26 manns létu lífið í árás hins 26 ára Devin Patrick Kelley í baptistakirkjunni í Sutherland Springs í Texas í gær. 6. nóvember 2017 10:14
Þetta vitum við um árásina í Texas 26 eru látnir eftir að karlmaður hóf skothríð í kirkju í Texas í morgun. Um er að ræða mesta fjöldamorðið í sögu Texas-ríkis. 6. nóvember 2017 08:28