ETA hefur afhent lögreglunni öll sín vopn Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 8. apríl 2017 20:18 Frá fögnuði Baska í Bayonne í dag. vísir/getty ETA, aðskilnaðarhreyfing Baska, hefur afhent frönsku lögreglunni þrjú og hálft tonn af vopnum, sprengiefnum og öðrum tækjabúnaði. Hreyfingin hafði tilkynnt yfirvöldum um að afvopnunin stæði til um miðjan mars. ETA-hreyfingin var stofnuð á sjötta áratug síðustu aldar og barðist fyrir sjálfstæði Baskalands en landsvæðið heyrir undir Spán sem á þessum tíma var undir stjórn Francos. Seint á sjöunda áratugnum fór hreyfingin í auknum mæli að vekja athygli á málstað sínum með skæruhernaði og er talið að ETA hafi orðið um 800 manns að bana frá árunum 1970 til aldamóta. Árið 1998 tilkynnti hreyfingin „varanlegt vopnahlé“ og hét því að láta af hryðjuverkum til frambúðar. ETA stóð ekki við orð sín og hélt áfram voðaverkum sínum fram yfir aldamót. Árið 2011 var tilkynnt um vopnahlé á ný og það stóð að þessu sinni. Hins vegar féllust ETA-liðar ekki á að afvopnast þrátt fyrir hléð.Baskaland er sjálfsstjórnarhérað á Norður-Spáni.vísir/googlemapsYfirvöld á Spáni sýna ETA enga vægð ETA hefur tilkynnt að engin vopn séu eftir í eigu hreyfingarinnar nú eftir afhendinguna til frönsku lögreglunnar. Þúsundir Baska marseruðu í frönsku borginni Bayonne, við landamæri Spánar, til þess að fagna afvopnuninni. Mario Rajoy, forsætisráðherra Spánar, hefur tilkynnt að viðhorf yfirvalda í garð hreyfingarinnar muni ekki breytast þrátt fyrir afhendingu vopnanna. „Hryðjuverkamenn geta ekki gert sér vonir um góða meðferð. Hvað þá að koma sér undan refsingu vegna glæpa þeirra,“ sagði hann í yfirlýsingu. Fjöldi ETA-liða situr nú í fangelsum víðsvegar á Spáni en margt bendir til þess að liðsmenn ETA hreyfingarinnar hafi sætt illri meðferð og pyndingum af hálfu spænskra fangavarða um áratugaskeið. Velgjörðarmenn þeirra hafa haft uppi háværar kröfur um að þeir verði færðir í basknesk fangelsi en án árangurs. Spænsk yfirvöld hafa ekki gefið í skyn að afvopnunin muni leiða til þess að fangar úr röðum hreyfingarinnar verði færðir í fangelsi í Baskalandi. Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Fleiri fréttir Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Sjá meira
ETA, aðskilnaðarhreyfing Baska, hefur afhent frönsku lögreglunni þrjú og hálft tonn af vopnum, sprengiefnum og öðrum tækjabúnaði. Hreyfingin hafði tilkynnt yfirvöldum um að afvopnunin stæði til um miðjan mars. ETA-hreyfingin var stofnuð á sjötta áratug síðustu aldar og barðist fyrir sjálfstæði Baskalands en landsvæðið heyrir undir Spán sem á þessum tíma var undir stjórn Francos. Seint á sjöunda áratugnum fór hreyfingin í auknum mæli að vekja athygli á málstað sínum með skæruhernaði og er talið að ETA hafi orðið um 800 manns að bana frá árunum 1970 til aldamóta. Árið 1998 tilkynnti hreyfingin „varanlegt vopnahlé“ og hét því að láta af hryðjuverkum til frambúðar. ETA stóð ekki við orð sín og hélt áfram voðaverkum sínum fram yfir aldamót. Árið 2011 var tilkynnt um vopnahlé á ný og það stóð að þessu sinni. Hins vegar féllust ETA-liðar ekki á að afvopnast þrátt fyrir hléð.Baskaland er sjálfsstjórnarhérað á Norður-Spáni.vísir/googlemapsYfirvöld á Spáni sýna ETA enga vægð ETA hefur tilkynnt að engin vopn séu eftir í eigu hreyfingarinnar nú eftir afhendinguna til frönsku lögreglunnar. Þúsundir Baska marseruðu í frönsku borginni Bayonne, við landamæri Spánar, til þess að fagna afvopnuninni. Mario Rajoy, forsætisráðherra Spánar, hefur tilkynnt að viðhorf yfirvalda í garð hreyfingarinnar muni ekki breytast þrátt fyrir afhendingu vopnanna. „Hryðjuverkamenn geta ekki gert sér vonir um góða meðferð. Hvað þá að koma sér undan refsingu vegna glæpa þeirra,“ sagði hann í yfirlýsingu. Fjöldi ETA-liða situr nú í fangelsum víðsvegar á Spáni en margt bendir til þess að liðsmenn ETA hreyfingarinnar hafi sætt illri meðferð og pyndingum af hálfu spænskra fangavarða um áratugaskeið. Velgjörðarmenn þeirra hafa haft uppi háværar kröfur um að þeir verði færðir í basknesk fangelsi en án árangurs. Spænsk yfirvöld hafa ekki gefið í skyn að afvopnunin muni leiða til þess að fangar úr röðum hreyfingarinnar verði færðir í fangelsi í Baskalandi.
Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Fleiri fréttir Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Sjá meira