Haukar unnu góðan sigur á Val, 26-16, í Olís-deild kvenna en leikurinn fór fram í Valsheimilinu.
Haukar voru mikið mun betri aðilinn í leiknum og var sigur þeirra lítið í hættu. Ramune Pekarskyte skoraði sex mörk í liði Hauka og var markahæst. Díana Satkauskaite var markahæst hjá Val einnig með sex mörk.
Grótta vann þægilegan sigur á ÍBV 32-23. Atkvæðamestar í liði Gróttu voru þær Laufey Ásta Guðmundsdóttir, Emma Havin Sardarsdóttir og Þórey Anna Ásgeirsdóttir sem skoruðu allar fimm mörk.
Í liði ÍBV var það Sandra Erlingsdóttir sem var markahæst með átta mörk. Grótta líkur keppni í fjórða sætinu en Haukar hirða þriðja sætið.
Þá vann Selfoss Fylki 29-23 á Selfossi. Fram og Stjarnan eigast nú við í Olís-deildinni í leik um deildarmeistaratitilinn.
Haukar tóku þriðja sætið
Stefán Árni Pálsson skrifar

Mest lesið



Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa
Enski boltinn

„Gefur okkur mikið sjálfstraust“
Körfubolti

Þór ekki í teljandi vandræðum með Val
Körfubolti

Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum
Körfubolti


Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn
Enski boltinn

Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi
Körfubolti
