Ríkið lánar 4,7 milljarða króna vegna Vaðlaheiðarganga Atli Ísleifsson skrifar 8. apríl 2017 08:26 Enn á eftir að bora um 200 metra af göngunum, en þau verða 7,2 kílómetrar í heildina. Vísir/Auðunn Ríkisstjórnin ákvað í gær að lána 4,7 milljarða króna vegna framkvæmda við gerð Vaðlaheiðarganga. Framkvæmdin er þegar komin 44 prósent fram úr áætlun. Þetta kom fram í frétt RÚV í gær en minnisblað um framvindu verkefnisins var lagt fram á ríkisstjórnarfundi í gær. Þar ákvað ríkisstjórnin að lána þá fjárhæð sem er talin nauðsynleg til að ljúka verkinu, en jafnframt að ráðist yrði í gerð úttektar á framkvæmdinni og hvað skýri þennan aukna kostnað. Í frétt RÚV er haft eftir Ágústi Torfa Haukssyni, stjórnarformanni Vaðlaheiðarganga, að upphæðin, 4,7 milljaðar, eigi að standa straum af þeim kostnaði sem þarf til að ljúka verkinu. Vaðlaheiðargöng liggja undir Vaðlaheiði við Eyjafjörð og eru um 7,2 kílómetrar í bergi milli Eyjafjarðar og Fnjóskadals. Heildarlengdi vegskála er 280 metrar þannig að göngin eru samtals um 7,5 kílómetrar. Með göngunum mun vegalengdin milli Akureyrar og Húsavíkur styttast um sextán kílómetra. Enn á eftir að bora um 200 metra af göngunum, en þau verða 7,2 kílómetrar í heildina. Í minnisblaðinu kemur fram að samkvæmt nýjustu áætlunum muni framkvæmdum ljúka í árslok 2018, tveimur árum á eftir upphaflegri tímaáætlun. Hluthafar Vaðlaheiðarganga höfðu áður hafnað að útvega félaginu aukið hlutafé vegna þessa aukna kostnaðar. Fjármálaráðuneyti hafi metið stöðuna þannig að hagstæðast væri fyrir ríkið að verkinu ljúki og í framhaldinu yrði skoðað hvernig yrði best að hafa framtíðarfjármögnun. Tengdar fréttir Vaðlaheiðargöng farin 30% fram úr áætlun Kostnaður við Vaðlaheiðargöng er samkvæmt nýjustu tölum stjórnenda verkefnisins rúmir ellefu milljarðar króna á verðlagi í árslok 2011. Verkið er því komið allt að 30 prósentum fram úr áætlun. 22. febrúar 2017 08:00 Vaðlaheiðargöng opnuð haustið 2018 Svo gæti farið að gegnumslag Vaðlaheiðarganga verði ekki fyrr en í júlí á þessu ári og að opnun ganganna fyrir umferð frestist af þeim orsökum til haustsins 2018. 17. mars 2017 07:00 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Sjá meira
Ríkisstjórnin ákvað í gær að lána 4,7 milljarða króna vegna framkvæmda við gerð Vaðlaheiðarganga. Framkvæmdin er þegar komin 44 prósent fram úr áætlun. Þetta kom fram í frétt RÚV í gær en minnisblað um framvindu verkefnisins var lagt fram á ríkisstjórnarfundi í gær. Þar ákvað ríkisstjórnin að lána þá fjárhæð sem er talin nauðsynleg til að ljúka verkinu, en jafnframt að ráðist yrði í gerð úttektar á framkvæmdinni og hvað skýri þennan aukna kostnað. Í frétt RÚV er haft eftir Ágústi Torfa Haukssyni, stjórnarformanni Vaðlaheiðarganga, að upphæðin, 4,7 milljaðar, eigi að standa straum af þeim kostnaði sem þarf til að ljúka verkinu. Vaðlaheiðargöng liggja undir Vaðlaheiði við Eyjafjörð og eru um 7,2 kílómetrar í bergi milli Eyjafjarðar og Fnjóskadals. Heildarlengdi vegskála er 280 metrar þannig að göngin eru samtals um 7,5 kílómetrar. Með göngunum mun vegalengdin milli Akureyrar og Húsavíkur styttast um sextán kílómetra. Enn á eftir að bora um 200 metra af göngunum, en þau verða 7,2 kílómetrar í heildina. Í minnisblaðinu kemur fram að samkvæmt nýjustu áætlunum muni framkvæmdum ljúka í árslok 2018, tveimur árum á eftir upphaflegri tímaáætlun. Hluthafar Vaðlaheiðarganga höfðu áður hafnað að útvega félaginu aukið hlutafé vegna þessa aukna kostnaðar. Fjármálaráðuneyti hafi metið stöðuna þannig að hagstæðast væri fyrir ríkið að verkinu ljúki og í framhaldinu yrði skoðað hvernig yrði best að hafa framtíðarfjármögnun.
Tengdar fréttir Vaðlaheiðargöng farin 30% fram úr áætlun Kostnaður við Vaðlaheiðargöng er samkvæmt nýjustu tölum stjórnenda verkefnisins rúmir ellefu milljarðar króna á verðlagi í árslok 2011. Verkið er því komið allt að 30 prósentum fram úr áætlun. 22. febrúar 2017 08:00 Vaðlaheiðargöng opnuð haustið 2018 Svo gæti farið að gegnumslag Vaðlaheiðarganga verði ekki fyrr en í júlí á þessu ári og að opnun ganganna fyrir umferð frestist af þeim orsökum til haustsins 2018. 17. mars 2017 07:00 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Sjá meira
Vaðlaheiðargöng farin 30% fram úr áætlun Kostnaður við Vaðlaheiðargöng er samkvæmt nýjustu tölum stjórnenda verkefnisins rúmir ellefu milljarðar króna á verðlagi í árslok 2011. Verkið er því komið allt að 30 prósentum fram úr áætlun. 22. febrúar 2017 08:00
Vaðlaheiðargöng opnuð haustið 2018 Svo gæti farið að gegnumslag Vaðlaheiðarganga verði ekki fyrr en í júlí á þessu ári og að opnun ganganna fyrir umferð frestist af þeim orsökum til haustsins 2018. 17. mars 2017 07:00