Alvaran er að hefjast Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. apríl 2017 06:00 Deildarmeistarar FH mæta Gróttu. vísir/eyþór Eftir langan og strangan vetur er loksins komið að úrslitakeppninni í Olís-deild karla í handbolta. Hún fer af stað með þremur leikjum á sunnudaginn en fyrstu umferð leikja lýkur á mánudaginn. Eins og undanfarin ár þarf að vinna tvo leiki í átta liða úrslitunum til að komast undanúrslitin en eftir það þarf að vinna þrjá leiki til að klára einvígin.FH - Grótta FH laumaði sér bakdyramegin að deildarmeistaratitlinum sem það vann í fyrsta sinn í 25 ár. Það er kannski góður fyrirboði fyrir FH að síðast þegar liðið varð deildarmeistari árið 1992 varð það einnig Íslandsmeistari. Þá hjálpuðu Haukarnir einnig til með að fylgja eftir deildarmeistaratitli með Íslandsmeistaratitli en það hafði ekki gerst í sex ár þangað til í fyrra. Eins og staða liðanna í deildinni gefur til kynna eru FH-ingar sigurstranglegri en deildin hefur sjaldan eða aldrei verið jafn jöfn og spennandi. Akureyri féll með 18 stig, því má aldrei gleyma. FH hefur verið á miklum skriði og kemur fullt sjálfstrausts inn í einvígið eftir fjóra sigra í röð.ÍBV - Valur Eyjamenn eru af flestum taldir líklegastir til að verða Íslandsmeistarar enda með frábærlega mannað lið og ógnarsterkan heimavöll. Liðið er, ef aðeins er litið á úrslitin, besta liðið eftir áramót. Það spilaði ellefu leiki í deildinni, vann níu og tapaði ekki einum. Á sama tíma hafa Valsmenn verið heillum horfnir í deildinni enda að einhverju leyti með hugann í Evrópuævintýrinu. Valur er ekki búið að vinna í síðustu átta leikjum og kemur ekki á skriði inn í úrslitakeppnina.Haukar - Fram Á meðan öll pressan er á Haukum sem styrktu sig vel fyrir mótið en eru búnir að missa af þremur titlum nú þegar, koma Framarar algjörlega pressulausir inn í úrslitakeppnina. Ætlast er til að Haukar verði meistarar en Framarar áttu varla að vinna leik í vetur að mati sérfræðinganna. Fram bauð upp á sokkahlaðborð fyrir efasemdarmennina og geta notið þess að stríða Haukunum hans Gunnars Magnússonar í fyrstu umferðinni. Haukar eru betur mannaðar og unnu tvo leiki af þremur gegn Fram í vetur.Afturelding - Selfoss Lærisveinar Einars Andra Einarssonar voru besta liðið fyrir áramót en það telur lítið núna. Þegar talið var upp úr stigapokanum voru vel mannaðir Mosfellingar aðeins fjórum stigum fyrir ofan nýliðana. Selfoss er búið að vinna Aftureldingu tvisvar nokkuð sannfærandi í vetur og strákarnir úr mjólkurbænum vita vel að þeir geta komið á óvart og lagt Aftureldingu tvisvar sinnum í viðbót.grafík/fréttablaðið Olís-deild karla Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Enski boltinn Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Komast Eyjamenn aftur í bikarúrslitaleikinn? Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina Sjá meira
Eftir langan og strangan vetur er loksins komið að úrslitakeppninni í Olís-deild karla í handbolta. Hún fer af stað með þremur leikjum á sunnudaginn en fyrstu umferð leikja lýkur á mánudaginn. Eins og undanfarin ár þarf að vinna tvo leiki í átta liða úrslitunum til að komast undanúrslitin en eftir það þarf að vinna þrjá leiki til að klára einvígin.FH - Grótta FH laumaði sér bakdyramegin að deildarmeistaratitlinum sem það vann í fyrsta sinn í 25 ár. Það er kannski góður fyrirboði fyrir FH að síðast þegar liðið varð deildarmeistari árið 1992 varð það einnig Íslandsmeistari. Þá hjálpuðu Haukarnir einnig til með að fylgja eftir deildarmeistaratitli með Íslandsmeistaratitli en það hafði ekki gerst í sex ár þangað til í fyrra. Eins og staða liðanna í deildinni gefur til kynna eru FH-ingar sigurstranglegri en deildin hefur sjaldan eða aldrei verið jafn jöfn og spennandi. Akureyri féll með 18 stig, því má aldrei gleyma. FH hefur verið á miklum skriði og kemur fullt sjálfstrausts inn í einvígið eftir fjóra sigra í röð.ÍBV - Valur Eyjamenn eru af flestum taldir líklegastir til að verða Íslandsmeistarar enda með frábærlega mannað lið og ógnarsterkan heimavöll. Liðið er, ef aðeins er litið á úrslitin, besta liðið eftir áramót. Það spilaði ellefu leiki í deildinni, vann níu og tapaði ekki einum. Á sama tíma hafa Valsmenn verið heillum horfnir í deildinni enda að einhverju leyti með hugann í Evrópuævintýrinu. Valur er ekki búið að vinna í síðustu átta leikjum og kemur ekki á skriði inn í úrslitakeppnina.Haukar - Fram Á meðan öll pressan er á Haukum sem styrktu sig vel fyrir mótið en eru búnir að missa af þremur titlum nú þegar, koma Framarar algjörlega pressulausir inn í úrslitakeppnina. Ætlast er til að Haukar verði meistarar en Framarar áttu varla að vinna leik í vetur að mati sérfræðinganna. Fram bauð upp á sokkahlaðborð fyrir efasemdarmennina og geta notið þess að stríða Haukunum hans Gunnars Magnússonar í fyrstu umferðinni. Haukar eru betur mannaðar og unnu tvo leiki af þremur gegn Fram í vetur.Afturelding - Selfoss Lærisveinar Einars Andra Einarssonar voru besta liðið fyrir áramót en það telur lítið núna. Þegar talið var upp úr stigapokanum voru vel mannaðir Mosfellingar aðeins fjórum stigum fyrir ofan nýliðana. Selfoss er búið að vinna Aftureldingu tvisvar nokkuð sannfærandi í vetur og strákarnir úr mjólkurbænum vita vel að þeir geta komið á óvart og lagt Aftureldingu tvisvar sinnum í viðbót.grafík/fréttablaðið
Olís-deild karla Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Enski boltinn Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Komast Eyjamenn aftur í bikarúrslitaleikinn? Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina Sjá meira