Kostar tugi milljóna að verja listaverk Skálholtsdómkirkju Kristján Már Unnarsson skrifar 4. ágúst 2017 21:30 Halldór Reynisson, starfandi Skálholtsrektor. Stöð 2/Sigurjón Ólason. Skálholtsdómkirkja stendur frammi fyrir tugmilljóna viðgerðum á steindum gluggum kirkjunnar og altaristöflunni, listaverkum þeirra Gerðar Helgadóttur og Nínu Tryggvadóttur. Skálholtsrektor segir það verkefni þjóðarinnar að bjarga þessum gersemum. Fjallað var um málið í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér. Skálholtsdómkirkja er eitt svipmesta hús landsins og listaverk út af fyrir sig. En innandyra eru einnig gersemar. Þar ber einna hæst verk tveggja íslenskra listakvenna, sem eru steindir gluggar Gerðar Helgadóttur og altaristaflan, mósaíkmynd Nínu Tryggvadóttur. Í Skálholtsdómkirkju. Altaristaflan og steindu gluggarnir þarfnast nú kostnaðarsamra viðgerða.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Bæði verkin þarfnast nú viðgerða, sér í lagi gluggarnir. Þegar staðið er þétt upp við steindu gluggana sést betur það sem er að gerast. Glerið er að bólgna út. Skálholtsmenn segja að það megi ekki gerast að þessi listaverk skaðist varanlega. „Öll aðgerðin, það er talið að hún kosti einhverja tugi milljóna, kannski 30 til 50 milljónir, - bara gluggarnir,” segir Halldór Reynisson, starfandi Skálholtsrektor, og segir að taka þurfi hvern einasta glugga úr kirkjunni og senda til Þýskalands í viðgerð.Ef vel er gáð má sjá á þessari mynd hvernig glerið er farið að bólgna út.Stöð 2/Sigurjón Ólason.„Það má ekki dragast mikið úr þessu því við höfum séð hvernig þeim fer aftur, gluggunum, bókstaflega, með hverju misserinu,” segir Halldór. „Svo höfum við náttúrlega altaristöfluna eftir Nínu Tryggvadóttur, sem er líka eitt stórfenglegasta listaverk, - vil ég meina, - tuttugustu aldarinnar. Og þar hafa komið fram skemmdir, samt ekki eins miklar,” segir Halldór.Listakonurnar Gerður Helgadóttir og Nína Tryggvadóttir létust báðar fyrir aldur fram. Altaristaflan, mósaíkmyndin, var sett upp eftir lát Nínu.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Kirkjan þarf fleiri í lið með sér og til að standa straum af viðgerðarkostnaði hefur nú verið stofnaður Verndarsjóður Skálholtsdómkirkju. „Þessi list hér í Skálholti er auðvitað eign allrar þjóðarinnar. Þetta er ekki eitthvað prívatmál þjóðkirkjunnar. Skálholt er staður allra Íslendinga og hluti af okkar sameiginlega menningararfi, hvar í flokk sem við skipum okkur. Þessvegna er þetta auðvitað verkefni okkar allra að varðveita þessi listaverk og halda reisn þeirra á lofti,” segir Skálholtsrektor.Skálholt er hluti af sameiginlegum menningararfi þjóðarinnar, segir starfandi Skálholtsrektor.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Þess má geta að núna um helgina lýkur hinum árlegu Sumartónleikum í Skálholti, með Helguhelgi, sem tileinkuð er minningu Helgu Ingólfsdóttur, semballeikara og stofnanda Sumartónleikanna, sem hefði orðið sjötíu og fimm ára á þessu ári. Hér má sjá dagskrána. Tengdar fréttir Vivaldi rokkaður í Skálholtskirkju Sumartónleikarnir í Skálholti standa nú sem hæst en þeir eru orðnir ein virtasta tónlistarhátíð Norðurlandanna á sviði barokktónlistar og kirkjan þykir einstaklega hljómfögur. 28. júlí 2017 20:45 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Sjá meira
Skálholtsdómkirkja stendur frammi fyrir tugmilljóna viðgerðum á steindum gluggum kirkjunnar og altaristöflunni, listaverkum þeirra Gerðar Helgadóttur og Nínu Tryggvadóttur. Skálholtsrektor segir það verkefni þjóðarinnar að bjarga þessum gersemum. Fjallað var um málið í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér. Skálholtsdómkirkja er eitt svipmesta hús landsins og listaverk út af fyrir sig. En innandyra eru einnig gersemar. Þar ber einna hæst verk tveggja íslenskra listakvenna, sem eru steindir gluggar Gerðar Helgadóttur og altaristaflan, mósaíkmynd Nínu Tryggvadóttur. Í Skálholtsdómkirkju. Altaristaflan og steindu gluggarnir þarfnast nú kostnaðarsamra viðgerða.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Bæði verkin þarfnast nú viðgerða, sér í lagi gluggarnir. Þegar staðið er þétt upp við steindu gluggana sést betur það sem er að gerast. Glerið er að bólgna út. Skálholtsmenn segja að það megi ekki gerast að þessi listaverk skaðist varanlega. „Öll aðgerðin, það er talið að hún kosti einhverja tugi milljóna, kannski 30 til 50 milljónir, - bara gluggarnir,” segir Halldór Reynisson, starfandi Skálholtsrektor, og segir að taka þurfi hvern einasta glugga úr kirkjunni og senda til Þýskalands í viðgerð.Ef vel er gáð má sjá á þessari mynd hvernig glerið er farið að bólgna út.Stöð 2/Sigurjón Ólason.„Það má ekki dragast mikið úr þessu því við höfum séð hvernig þeim fer aftur, gluggunum, bókstaflega, með hverju misserinu,” segir Halldór. „Svo höfum við náttúrlega altaristöfluna eftir Nínu Tryggvadóttur, sem er líka eitt stórfenglegasta listaverk, - vil ég meina, - tuttugustu aldarinnar. Og þar hafa komið fram skemmdir, samt ekki eins miklar,” segir Halldór.Listakonurnar Gerður Helgadóttir og Nína Tryggvadóttir létust báðar fyrir aldur fram. Altaristaflan, mósaíkmyndin, var sett upp eftir lát Nínu.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Kirkjan þarf fleiri í lið með sér og til að standa straum af viðgerðarkostnaði hefur nú verið stofnaður Verndarsjóður Skálholtsdómkirkju. „Þessi list hér í Skálholti er auðvitað eign allrar þjóðarinnar. Þetta er ekki eitthvað prívatmál þjóðkirkjunnar. Skálholt er staður allra Íslendinga og hluti af okkar sameiginlega menningararfi, hvar í flokk sem við skipum okkur. Þessvegna er þetta auðvitað verkefni okkar allra að varðveita þessi listaverk og halda reisn þeirra á lofti,” segir Skálholtsrektor.Skálholt er hluti af sameiginlegum menningararfi þjóðarinnar, segir starfandi Skálholtsrektor.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Þess má geta að núna um helgina lýkur hinum árlegu Sumartónleikum í Skálholti, með Helguhelgi, sem tileinkuð er minningu Helgu Ingólfsdóttur, semballeikara og stofnanda Sumartónleikanna, sem hefði orðið sjötíu og fimm ára á þessu ári. Hér má sjá dagskrána.
Tengdar fréttir Vivaldi rokkaður í Skálholtskirkju Sumartónleikarnir í Skálholti standa nú sem hæst en þeir eru orðnir ein virtasta tónlistarhátíð Norðurlandanna á sviði barokktónlistar og kirkjan þykir einstaklega hljómfögur. 28. júlí 2017 20:45 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Sjá meira
Vivaldi rokkaður í Skálholtskirkju Sumartónleikarnir í Skálholti standa nú sem hæst en þeir eru orðnir ein virtasta tónlistarhátíð Norðurlandanna á sviði barokktónlistar og kirkjan þykir einstaklega hljómfögur. 28. júlí 2017 20:45