Kostar tugi milljóna að verja listaverk Skálholtsdómkirkju Kristján Már Unnarsson skrifar 4. ágúst 2017 21:30 Halldór Reynisson, starfandi Skálholtsrektor. Stöð 2/Sigurjón Ólason. Skálholtsdómkirkja stendur frammi fyrir tugmilljóna viðgerðum á steindum gluggum kirkjunnar og altaristöflunni, listaverkum þeirra Gerðar Helgadóttur og Nínu Tryggvadóttur. Skálholtsrektor segir það verkefni þjóðarinnar að bjarga þessum gersemum. Fjallað var um málið í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér. Skálholtsdómkirkja er eitt svipmesta hús landsins og listaverk út af fyrir sig. En innandyra eru einnig gersemar. Þar ber einna hæst verk tveggja íslenskra listakvenna, sem eru steindir gluggar Gerðar Helgadóttur og altaristaflan, mósaíkmynd Nínu Tryggvadóttur. Í Skálholtsdómkirkju. Altaristaflan og steindu gluggarnir þarfnast nú kostnaðarsamra viðgerða.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Bæði verkin þarfnast nú viðgerða, sér í lagi gluggarnir. Þegar staðið er þétt upp við steindu gluggana sést betur það sem er að gerast. Glerið er að bólgna út. Skálholtsmenn segja að það megi ekki gerast að þessi listaverk skaðist varanlega. „Öll aðgerðin, það er talið að hún kosti einhverja tugi milljóna, kannski 30 til 50 milljónir, - bara gluggarnir,” segir Halldór Reynisson, starfandi Skálholtsrektor, og segir að taka þurfi hvern einasta glugga úr kirkjunni og senda til Þýskalands í viðgerð.Ef vel er gáð má sjá á þessari mynd hvernig glerið er farið að bólgna út.Stöð 2/Sigurjón Ólason.„Það má ekki dragast mikið úr þessu því við höfum séð hvernig þeim fer aftur, gluggunum, bókstaflega, með hverju misserinu,” segir Halldór. „Svo höfum við náttúrlega altaristöfluna eftir Nínu Tryggvadóttur, sem er líka eitt stórfenglegasta listaverk, - vil ég meina, - tuttugustu aldarinnar. Og þar hafa komið fram skemmdir, samt ekki eins miklar,” segir Halldór.Listakonurnar Gerður Helgadóttir og Nína Tryggvadóttir létust báðar fyrir aldur fram. Altaristaflan, mósaíkmyndin, var sett upp eftir lát Nínu.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Kirkjan þarf fleiri í lið með sér og til að standa straum af viðgerðarkostnaði hefur nú verið stofnaður Verndarsjóður Skálholtsdómkirkju. „Þessi list hér í Skálholti er auðvitað eign allrar þjóðarinnar. Þetta er ekki eitthvað prívatmál þjóðkirkjunnar. Skálholt er staður allra Íslendinga og hluti af okkar sameiginlega menningararfi, hvar í flokk sem við skipum okkur. Þessvegna er þetta auðvitað verkefni okkar allra að varðveita þessi listaverk og halda reisn þeirra á lofti,” segir Skálholtsrektor.Skálholt er hluti af sameiginlegum menningararfi þjóðarinnar, segir starfandi Skálholtsrektor.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Þess má geta að núna um helgina lýkur hinum árlegu Sumartónleikum í Skálholti, með Helguhelgi, sem tileinkuð er minningu Helgu Ingólfsdóttur, semballeikara og stofnanda Sumartónleikanna, sem hefði orðið sjötíu og fimm ára á þessu ári. Hér má sjá dagskrána. Tengdar fréttir Vivaldi rokkaður í Skálholtskirkju Sumartónleikarnir í Skálholti standa nú sem hæst en þeir eru orðnir ein virtasta tónlistarhátíð Norðurlandanna á sviði barokktónlistar og kirkjan þykir einstaklega hljómfögur. 28. júlí 2017 20:45 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Sjá meira
Skálholtsdómkirkja stendur frammi fyrir tugmilljóna viðgerðum á steindum gluggum kirkjunnar og altaristöflunni, listaverkum þeirra Gerðar Helgadóttur og Nínu Tryggvadóttur. Skálholtsrektor segir það verkefni þjóðarinnar að bjarga þessum gersemum. Fjallað var um málið í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér. Skálholtsdómkirkja er eitt svipmesta hús landsins og listaverk út af fyrir sig. En innandyra eru einnig gersemar. Þar ber einna hæst verk tveggja íslenskra listakvenna, sem eru steindir gluggar Gerðar Helgadóttur og altaristaflan, mósaíkmynd Nínu Tryggvadóttur. Í Skálholtsdómkirkju. Altaristaflan og steindu gluggarnir þarfnast nú kostnaðarsamra viðgerða.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Bæði verkin þarfnast nú viðgerða, sér í lagi gluggarnir. Þegar staðið er þétt upp við steindu gluggana sést betur það sem er að gerast. Glerið er að bólgna út. Skálholtsmenn segja að það megi ekki gerast að þessi listaverk skaðist varanlega. „Öll aðgerðin, það er talið að hún kosti einhverja tugi milljóna, kannski 30 til 50 milljónir, - bara gluggarnir,” segir Halldór Reynisson, starfandi Skálholtsrektor, og segir að taka þurfi hvern einasta glugga úr kirkjunni og senda til Þýskalands í viðgerð.Ef vel er gáð má sjá á þessari mynd hvernig glerið er farið að bólgna út.Stöð 2/Sigurjón Ólason.„Það má ekki dragast mikið úr þessu því við höfum séð hvernig þeim fer aftur, gluggunum, bókstaflega, með hverju misserinu,” segir Halldór. „Svo höfum við náttúrlega altaristöfluna eftir Nínu Tryggvadóttur, sem er líka eitt stórfenglegasta listaverk, - vil ég meina, - tuttugustu aldarinnar. Og þar hafa komið fram skemmdir, samt ekki eins miklar,” segir Halldór.Listakonurnar Gerður Helgadóttir og Nína Tryggvadóttir létust báðar fyrir aldur fram. Altaristaflan, mósaíkmyndin, var sett upp eftir lát Nínu.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Kirkjan þarf fleiri í lið með sér og til að standa straum af viðgerðarkostnaði hefur nú verið stofnaður Verndarsjóður Skálholtsdómkirkju. „Þessi list hér í Skálholti er auðvitað eign allrar þjóðarinnar. Þetta er ekki eitthvað prívatmál þjóðkirkjunnar. Skálholt er staður allra Íslendinga og hluti af okkar sameiginlega menningararfi, hvar í flokk sem við skipum okkur. Þessvegna er þetta auðvitað verkefni okkar allra að varðveita þessi listaverk og halda reisn þeirra á lofti,” segir Skálholtsrektor.Skálholt er hluti af sameiginlegum menningararfi þjóðarinnar, segir starfandi Skálholtsrektor.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Þess má geta að núna um helgina lýkur hinum árlegu Sumartónleikum í Skálholti, með Helguhelgi, sem tileinkuð er minningu Helgu Ingólfsdóttur, semballeikara og stofnanda Sumartónleikanna, sem hefði orðið sjötíu og fimm ára á þessu ári. Hér má sjá dagskrána.
Tengdar fréttir Vivaldi rokkaður í Skálholtskirkju Sumartónleikarnir í Skálholti standa nú sem hæst en þeir eru orðnir ein virtasta tónlistarhátíð Norðurlandanna á sviði barokktónlistar og kirkjan þykir einstaklega hljómfögur. 28. júlí 2017 20:45 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Sjá meira
Vivaldi rokkaður í Skálholtskirkju Sumartónleikarnir í Skálholti standa nú sem hæst en þeir eru orðnir ein virtasta tónlistarhátíð Norðurlandanna á sviði barokktónlistar og kirkjan þykir einstaklega hljómfögur. 28. júlí 2017 20:45