Mæla með regnfötum í hægviðri um verslunarmannahelgina Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. ágúst 2017 10:15 Þjóðhátíðargestir eru iðulega viðbúnir öllum veðrum. vísir/vilhelm Veður um verslunarmannahelgina verður þokkalegt víðast hvar, að sögn veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Skúrir gætu þó myndast inn til landsins síðdegis í dag og á morgun og því er landsmönnum á faraldsfæti ráðlagt að hafa með sér regnföt. Árni Sigurðsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir í samtali við Vísi að hægviðri verði um land allt um helgina. Í dag og á morgun verði þó sums staðar hafgola síðdegis og skúrir gætu myndast á sama tíma inn til landsins. Á mánudaginn segir Árni að snúist gæti til norðanáttar og þá líti út fyrir að kólni sérstaklega á Norðurlandi. Þar gæti farið niður í allt að 5 til 10 gráður í blálok helgar. Aðspurður hvort einhver staður verði veðursælli en annar um helgina segist Árni ekki vilja gera upp á milli landshluta. „Nei, ég myndi ekki gera mikið veður út af því.“Hér að neðan má svo sjá veðurhorfur næstu daga, teknar af vef Veðurstofu Íslands:„Búist er við þokkalegu ef ekki ágætisveðri um helgina, fremur hægum vindum, en skúrum á víða og dreif og sums staðar síðdegisdembum. Hiti verður á bilinum 10 til 16 stig að deginum, en mun svalara að næturlagi, jafn vel næturfrost á stöku stað. Sumar tölvuspár gera ráð fyrir norðanátt á frídegi verslunarmanna með rigningu á Norður- og Austurlandi, en spáin ætti ekki að fæla neinn frá útivist né útilegum í náttúru landsins, sem skartar sínu fegursta um þessar mundir. Til að spilla ekki gleðinni er þó vissara að hafa hlý og vatnsvarin föt meðferðis þegar haldið er á vit ævintýranna,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings í dag.Á sunnudag: Hæg breytileg átt eða hafgola og skýjað með köflum, en síðdegisskúrir í flestum landshlutum, einkum inn til landsins. Hiti 10 til 16 stig að deginum, en svalara að næturlagi. Á mánudag (frídagur verslunarmanna): Fremur hæg norðanátt og víða dálítil væta með köflum, einkum norðanlands, en léttir til um landið vestanvert þegar líður á daginn. Hiti 5 til 14 stig, hlýjast sunnanlands. Veður Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Fleiri fréttir Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Sjá meira
Veður um verslunarmannahelgina verður þokkalegt víðast hvar, að sögn veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Skúrir gætu þó myndast inn til landsins síðdegis í dag og á morgun og því er landsmönnum á faraldsfæti ráðlagt að hafa með sér regnföt. Árni Sigurðsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir í samtali við Vísi að hægviðri verði um land allt um helgina. Í dag og á morgun verði þó sums staðar hafgola síðdegis og skúrir gætu myndast á sama tíma inn til landsins. Á mánudaginn segir Árni að snúist gæti til norðanáttar og þá líti út fyrir að kólni sérstaklega á Norðurlandi. Þar gæti farið niður í allt að 5 til 10 gráður í blálok helgar. Aðspurður hvort einhver staður verði veðursælli en annar um helgina segist Árni ekki vilja gera upp á milli landshluta. „Nei, ég myndi ekki gera mikið veður út af því.“Hér að neðan má svo sjá veðurhorfur næstu daga, teknar af vef Veðurstofu Íslands:„Búist er við þokkalegu ef ekki ágætisveðri um helgina, fremur hægum vindum, en skúrum á víða og dreif og sums staðar síðdegisdembum. Hiti verður á bilinum 10 til 16 stig að deginum, en mun svalara að næturlagi, jafn vel næturfrost á stöku stað. Sumar tölvuspár gera ráð fyrir norðanátt á frídegi verslunarmanna með rigningu á Norður- og Austurlandi, en spáin ætti ekki að fæla neinn frá útivist né útilegum í náttúru landsins, sem skartar sínu fegursta um þessar mundir. Til að spilla ekki gleðinni er þó vissara að hafa hlý og vatnsvarin föt meðferðis þegar haldið er á vit ævintýranna,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings í dag.Á sunnudag: Hæg breytileg átt eða hafgola og skýjað með köflum, en síðdegisskúrir í flestum landshlutum, einkum inn til landsins. Hiti 10 til 16 stig að deginum, en svalara að næturlagi. Á mánudag (frídagur verslunarmanna): Fremur hæg norðanátt og víða dálítil væta með köflum, einkum norðanlands, en léttir til um landið vestanvert þegar líður á daginn. Hiti 5 til 14 stig, hlýjast sunnanlands.
Veður Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Fleiri fréttir Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Sjá meira