Umfjöllun og viðtöl: ÍBV-Stjarnan 25-19 | Fimmti sigur Eyjamanna í röð Gabríel Sighvatsson í Eyjum skrifar 16. mars 2017 20:00 Kári Kristján Kristjánsson, línumaður ÍBV. vísir/ernir ÍBV hélt áfram ótrúlegri sigurgöngu sinni þegar þeir tóku á móti Stjörnunni í Vestmannaeyjum í dag. Eyjamenn buðu upp á sýningu í dag, meira að segja áður en leikurinn hófst! Verið var að vígja nýjan dúk sem starfsmenn og sjálfboðaliðar höfðu verið að setja á gólfið síðustu daga. Reykvél var á staðnum og ljósaflóð ríkti í Íþróttahöllinni. Þetta virtist koma öllum í gírinn fyrir leikinn því ÍBV vann nokkuð sannfærandi sigur þegar upp var staðið. Leikurinn gekk ekki áfallalaust fyrir sig en það voru ekki liðnar nema 10 mínútur þegar rautt spjald fór á loft. Róbert Aron Hostert fór upp í skot og Brynjar Jökull Guðmundsson mætti honum en fór með höndina í andlit Róberts og rautt spjald hárrétt niðurstaða hjá dómurum dagsins. Það var í nægu að snúast fyrir dómarana sem stóðu sig með stakri prýði í dag. Hálfleikstölur voru 11-11 og var ekki að sjá á spilamennsku liðanna hvort liðið væri í toppbaráttu og hvort liðið í botnbaráttu. Það dró síðan aftur til tíðinda á 37. mínútu. Þá fékk Ólafur Gústafsson - sem hafði fram að þessu átt afbragðsleik og verið langbesti maður Stjörnunnar – sína þriðju brottvísun og þar með rautt spjald. Stjörnumenn máttu engan veginn við þessum skakkaföllum og með besta sóknarmanninn og varnarmanninn sinn utan vallar var eftirleikurinn auðveldur fyrir ÍBV. Aðeins fjórum mínútum eftir að Ólafi var vikið af velli ákvað Ari Magnús Þorgeirsson að feta í fótspor liðsfélaga sinna. Hann slengir þá hendinni í Sigurberg Sveinsson sem liggur blóðugur eftir og augljósara verða brotin ekki. Þarna hefði jafnvel verið hægt að draga fram bláa spjaldið og setja leikmanninn þannig í bann eins og sást í leik gærdagsins. Eftir þetta tóku heimamenn völdin og unnu að lokum sannfærandi sex marka sigur í bráðfjörugum handboltaleik.Einar: Ég veit ekki hvað við erum búnir að fá mörg rauð spjöld í vetur Einar Jónsson, þjálfari Stjörnunnar, var langt frá því að vera ánægður með úrslitin en ennþá óánægðari var hann með dómana sem felldu liðið hans í dag. „Mér fannst við bara hrikalega flottir í fyrri hálfleik og í seinni hálfleik líka. Það voru ansi fáir sem voru spilfærir í seinni hálfleik þannig að við þurftum að bregðast við ýmsu. Við erum í raun klaufar í lokin og förum illa með vítaköst og hraðaupphlaup. Þetta klárast á síðustu fimm mínútunum en í 55 mínútur vorum við hrikalega flottir,“ sagði Einar. „Við vorum mjög góðir og ég er mjög ánægður með okkur, það er gaman að koma hérna og spila fyrir fullu húsi, frábær stemning og flott umgjörð. Við sýndum það alveg að við erum á góðum degi með gæði til að „match-a“ þessi lið,“ sagði Einar. Einar gat verið sammála um að rauðu spjöldin höfðu svo sannarlega tekið sinn toll af liðinu. „Auðvitað gerir það okkur mjög erfitt fyrir að fá þessi rauðu spjöld, við erum orðnir ansi fámennir varnarlega og það er klárt mál að það hafði mikil áhrif. Ég er hinsvegar ánægður með karakterinn hjá okkur, við börðum okkur saman og við vorum í fínum möguleika en við förum svolítið illa að ráði okkar,“ sagði Einar. Þá hæddist hann að dómurunum í kjölfarið eins og honum einum er lagið. „Er þetta ekki bara allt saman hárrétt sem þessir dómarar gera? Ég hef ekki ennþá séð dóm sem var rangur í vetur og hvað þá rauð spjöld. Ég veit ekki hvað við erum búnir að fá mörg rauð spjöld í vetur og þetta er allt saman hárrétt. Við höfum greinilega ekki nógu mikla þekkingu á handbolta miðað við, að minnsta kosti dómarastéttina, við erum greinilega svona rosalega grófir og allt að því heimskir. Þetta er eitthvað sem við þurfum að taka til okkar og dómararnir voru frábærir í dag, algjörlega stórkostlegir. Þeir voru virkilega vel mótiveraðir, hrikalega flottir og eiga hrós skilið fyrir sína frammistöðu. Rauðu spjöldin hljóta svo sannarlega að vera hárrétt, rétt eins og allir dómarnir voru í leiknum,“ sagði Einar með kaldhæðnina að vopni. „ÍBV er bara með frábært lið og þetta var auðvitað högg fyrir okkur en þeir voru bara hrikalega góðir. Óli var búinn að vera virkilega góður í leiknum og er mikilvægur leikmaður í okkar liði þannig að þetta er missir fyrir okkur en hvort úrslitin hefðu farið á annan veg er erfitt að segja til um,“ sagði Einar. Gríðarleg botnbarátta er framundan og mikill pakki er í neðsta hluta deildarinnar. „Þetta er hörð barátta og öll liðin í deildinni eru virkilega góð. Það er bara þetta týpíska „næsti leikur“ við þurfum að mæta grimmir til leiks og mánudaginn og það þýðir ekkert að hugsa lengra en það,“ sagði Einar að lokum.Arnar: Viljum ekki sjá menn kýlda í andlitið í handboltaleik Arnar Pétursson, þjálfari ÍBV, var að vanda ánægður með sína menn en þeir unnu í kvöld enn einn sigurinn. „Ég er mjög ánægður með tvö stig, þetta var erfið fæðing en það hafðist. Við fengum fallegan dreng í leikslok, góðan sigur,“ sagði Arnar. „Ég er virkilega sáttur með stigasöfnunina og hvernig við nálgumst verkefnin og við þurfum að gera það áfram. Það er margt í þessum leik sem má eðlilega gera betur sem við þurfum að skoða og halda áfram að bæta okkur,“ sagði Arnar. Sigurbergur og Róbert Aron fengu báðir að finna fyrir því í leiknum. „Við skoðuðum aðeins nefið á Begga, hann fékk þungt högg á andlitið og Robbi er að spila sig í form, var orðinn aðeins stífur en stóð sig vel,“ sagði Arnar. Rauð spjöld fóru á loft eftir þessi brot sem Eyjamennirnir urðu fyrir. „Mér fannst þetta hárrétt,“ sagði Arnar um rauðu spjöldin. „Eins og ég horfði á þetta, fannst mér þetta vera hárréttir dómar og það þarf að taka fast á þessum brotum. Við viljum ekki sjá menn kýlda í andlitið í handboltaleik og dómarar leiksins voru hugrakkir að taka á þessu,“ sagði Arnar. Hann sagði að það munaði klárlega um þessa menn hjá Stjörnunni sem eftir þetta misstu dampinn. „Óli er bara góður handboltamaður, bæði í vörn og sókn, og auðvitað munaði Stjörnumönnum mikið um hann og hin rauðu spjöldin líka. Verkefnið varð kannski aðeins auðveldara fyrir okkur vegna þessa og Stjörnumönnum munaði um alla þessa stráka,“ sagði Arnar. Næsti leikur ÍBV er á móti Selfossi og sagði Arnar að einbeitingin væri strax komin á þann leik. „Ég svo sem horfi ekki á töfluna eða hvernig staðan er, við eigum Selfoss á mánudaginn sem við höfum ekki ennþá unnið í vetur. Þar spilum við gegn liði sem er vel skipulagt með flotta stráka þar á meðal Hlyn í markinu sem er búinn að verja 164 skot á móti okkur í þessum þremur leikjum og við þurfum að ná okkur niður strax og reyna að gera eins vel og við getum í þeim leik,“ sagði Arnar. Olís-deild karla Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Fleiri fréttir Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Sjá meira
ÍBV hélt áfram ótrúlegri sigurgöngu sinni þegar þeir tóku á móti Stjörnunni í Vestmannaeyjum í dag. Eyjamenn buðu upp á sýningu í dag, meira að segja áður en leikurinn hófst! Verið var að vígja nýjan dúk sem starfsmenn og sjálfboðaliðar höfðu verið að setja á gólfið síðustu daga. Reykvél var á staðnum og ljósaflóð ríkti í Íþróttahöllinni. Þetta virtist koma öllum í gírinn fyrir leikinn því ÍBV vann nokkuð sannfærandi sigur þegar upp var staðið. Leikurinn gekk ekki áfallalaust fyrir sig en það voru ekki liðnar nema 10 mínútur þegar rautt spjald fór á loft. Róbert Aron Hostert fór upp í skot og Brynjar Jökull Guðmundsson mætti honum en fór með höndina í andlit Róberts og rautt spjald hárrétt niðurstaða hjá dómurum dagsins. Það var í nægu að snúast fyrir dómarana sem stóðu sig með stakri prýði í dag. Hálfleikstölur voru 11-11 og var ekki að sjá á spilamennsku liðanna hvort liðið væri í toppbaráttu og hvort liðið í botnbaráttu. Það dró síðan aftur til tíðinda á 37. mínútu. Þá fékk Ólafur Gústafsson - sem hafði fram að þessu átt afbragðsleik og verið langbesti maður Stjörnunnar – sína þriðju brottvísun og þar með rautt spjald. Stjörnumenn máttu engan veginn við þessum skakkaföllum og með besta sóknarmanninn og varnarmanninn sinn utan vallar var eftirleikurinn auðveldur fyrir ÍBV. Aðeins fjórum mínútum eftir að Ólafi var vikið af velli ákvað Ari Magnús Þorgeirsson að feta í fótspor liðsfélaga sinna. Hann slengir þá hendinni í Sigurberg Sveinsson sem liggur blóðugur eftir og augljósara verða brotin ekki. Þarna hefði jafnvel verið hægt að draga fram bláa spjaldið og setja leikmanninn þannig í bann eins og sást í leik gærdagsins. Eftir þetta tóku heimamenn völdin og unnu að lokum sannfærandi sex marka sigur í bráðfjörugum handboltaleik.Einar: Ég veit ekki hvað við erum búnir að fá mörg rauð spjöld í vetur Einar Jónsson, þjálfari Stjörnunnar, var langt frá því að vera ánægður með úrslitin en ennþá óánægðari var hann með dómana sem felldu liðið hans í dag. „Mér fannst við bara hrikalega flottir í fyrri hálfleik og í seinni hálfleik líka. Það voru ansi fáir sem voru spilfærir í seinni hálfleik þannig að við þurftum að bregðast við ýmsu. Við erum í raun klaufar í lokin og förum illa með vítaköst og hraðaupphlaup. Þetta klárast á síðustu fimm mínútunum en í 55 mínútur vorum við hrikalega flottir,“ sagði Einar. „Við vorum mjög góðir og ég er mjög ánægður með okkur, það er gaman að koma hérna og spila fyrir fullu húsi, frábær stemning og flott umgjörð. Við sýndum það alveg að við erum á góðum degi með gæði til að „match-a“ þessi lið,“ sagði Einar. Einar gat verið sammála um að rauðu spjöldin höfðu svo sannarlega tekið sinn toll af liðinu. „Auðvitað gerir það okkur mjög erfitt fyrir að fá þessi rauðu spjöld, við erum orðnir ansi fámennir varnarlega og það er klárt mál að það hafði mikil áhrif. Ég er hinsvegar ánægður með karakterinn hjá okkur, við börðum okkur saman og við vorum í fínum möguleika en við förum svolítið illa að ráði okkar,“ sagði Einar. Þá hæddist hann að dómurunum í kjölfarið eins og honum einum er lagið. „Er þetta ekki bara allt saman hárrétt sem þessir dómarar gera? Ég hef ekki ennþá séð dóm sem var rangur í vetur og hvað þá rauð spjöld. Ég veit ekki hvað við erum búnir að fá mörg rauð spjöld í vetur og þetta er allt saman hárrétt. Við höfum greinilega ekki nógu mikla þekkingu á handbolta miðað við, að minnsta kosti dómarastéttina, við erum greinilega svona rosalega grófir og allt að því heimskir. Þetta er eitthvað sem við þurfum að taka til okkar og dómararnir voru frábærir í dag, algjörlega stórkostlegir. Þeir voru virkilega vel mótiveraðir, hrikalega flottir og eiga hrós skilið fyrir sína frammistöðu. Rauðu spjöldin hljóta svo sannarlega að vera hárrétt, rétt eins og allir dómarnir voru í leiknum,“ sagði Einar með kaldhæðnina að vopni. „ÍBV er bara með frábært lið og þetta var auðvitað högg fyrir okkur en þeir voru bara hrikalega góðir. Óli var búinn að vera virkilega góður í leiknum og er mikilvægur leikmaður í okkar liði þannig að þetta er missir fyrir okkur en hvort úrslitin hefðu farið á annan veg er erfitt að segja til um,“ sagði Einar. Gríðarleg botnbarátta er framundan og mikill pakki er í neðsta hluta deildarinnar. „Þetta er hörð barátta og öll liðin í deildinni eru virkilega góð. Það er bara þetta týpíska „næsti leikur“ við þurfum að mæta grimmir til leiks og mánudaginn og það þýðir ekkert að hugsa lengra en það,“ sagði Einar að lokum.Arnar: Viljum ekki sjá menn kýlda í andlitið í handboltaleik Arnar Pétursson, þjálfari ÍBV, var að vanda ánægður með sína menn en þeir unnu í kvöld enn einn sigurinn. „Ég er mjög ánægður með tvö stig, þetta var erfið fæðing en það hafðist. Við fengum fallegan dreng í leikslok, góðan sigur,“ sagði Arnar. „Ég er virkilega sáttur með stigasöfnunina og hvernig við nálgumst verkefnin og við þurfum að gera það áfram. Það er margt í þessum leik sem má eðlilega gera betur sem við þurfum að skoða og halda áfram að bæta okkur,“ sagði Arnar. Sigurbergur og Róbert Aron fengu báðir að finna fyrir því í leiknum. „Við skoðuðum aðeins nefið á Begga, hann fékk þungt högg á andlitið og Robbi er að spila sig í form, var orðinn aðeins stífur en stóð sig vel,“ sagði Arnar. Rauð spjöld fóru á loft eftir þessi brot sem Eyjamennirnir urðu fyrir. „Mér fannst þetta hárrétt,“ sagði Arnar um rauðu spjöldin. „Eins og ég horfði á þetta, fannst mér þetta vera hárréttir dómar og það þarf að taka fast á þessum brotum. Við viljum ekki sjá menn kýlda í andlitið í handboltaleik og dómarar leiksins voru hugrakkir að taka á þessu,“ sagði Arnar. Hann sagði að það munaði klárlega um þessa menn hjá Stjörnunni sem eftir þetta misstu dampinn. „Óli er bara góður handboltamaður, bæði í vörn og sókn, og auðvitað munaði Stjörnumönnum mikið um hann og hin rauðu spjöldin líka. Verkefnið varð kannski aðeins auðveldara fyrir okkur vegna þessa og Stjörnumönnum munaði um alla þessa stráka,“ sagði Arnar. Næsti leikur ÍBV er á móti Selfossi og sagði Arnar að einbeitingin væri strax komin á þann leik. „Ég svo sem horfi ekki á töfluna eða hvernig staðan er, við eigum Selfoss á mánudaginn sem við höfum ekki ennþá unnið í vetur. Þar spilum við gegn liði sem er vel skipulagt með flotta stráka þar á meðal Hlyn í markinu sem er búinn að verja 164 skot á móti okkur í þessum þremur leikjum og við þurfum að ná okkur niður strax og reyna að gera eins vel og við getum í þeim leik,“ sagði Arnar.
Olís-deild karla Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Fleiri fréttir Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Sjá meira