Innlent

Vopnað rán framið í Apótekaranum við Bíldshöfða

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Vopnað rán varð á tíunda tímanum í verslun Apótekarans við Bíldshöfða.
Vopnað rán varð á tíunda tímanum í verslun Apótekarans við Bíldshöfða. Vísir/Ernir
Vopnað rán var framið á tíunda tímanum í verslun Apótekarans við Bíldshöfða. Lögreglunni barst tilkynning vegna málsins rétt fyrir klukkan tíu í morgun. Lögreglan veitir engar frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.

Áfallateymi Rauða krossins var kallað út vegna málsins. 

Samkvæmt Brynhildi Bolladóttur, upplýsingafulltrúa Rauða krossins, var það starfsmaður apóteksins sem hringdi í hjálparsíma Rauða krossins og óskaði eftir aðstoð áfallateymis.

Uppfært 11:15:

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar manns vegna málsins. Maðurinn, sem huldi andlit sitt með klút, var vopnaður hnífi og tókst að komast undan með eitthvað af lyfjum.

Engan sakaði, en starfsfólkinu var eðlilega brugðið. Ræninginn er talinn vera um 170 sm á hæð, grannvaxinn, klæddur í rauða peysu, gallabuxur og með húfu. Hann var með svartan bakpoka meðferðis.

Þeir sem geta veitt upplýsingar um málið, eða telja sig hafa séð til ferða mannsins eru beðnir um að hringja strax í lögreglu í síma 112.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×