Ég til náms- og starfsráðgjafa - af hverju? Anna Lóa Ólafsdóttir og Steinunn Björk Jónatansdóttir skrifar 16. mars 2017 07:00 Náms- og starfsráðgjafar starfa víða í samfélaginu en má þar nefna í skólakerfinu, hjá Vinnumálastofnun, símenntunarmiðstöðvum og í fyrirtækjum vítt og breytt um landið. Það hefur verið mikil þróun varðandi störf náms- og starfsráðgjafa hin síðari ár. Fjölgun hefur orðið á stöðugildum þeirra í skólakerfinu og með nýjum áherslum varðandi stuðning við atvinnulífið þá hefur fjölgað þeim ráðgjöfum sem þar starfa. Þrátt fyrir að náms- og starfsráðgjafar hafi verið með öfluga starfsemi úti í atvinnulífinu síðan árið 2006 þegar Fræðslumiðstöð atvinnulífsins styrkti ráðgjöfina þegar kom að því að veita ráðgjöf úti á vinnumarkaði heyrir maður enn „bíddu ég til náms- og starfsráðgjafa, hvað ætti ég að segja við hann“? Því er kannski mikilvægt að rifja upp hvað það er sem þessi hópur gerir. Það má kannski orða það þannig að náms- og starfsráðgjafar aðstoða einstaklinga við að finna farveg sinn í lífinu hvort heldur sem er í námi eða starfi. Meðal þess sem þeir gera er að leitast við að tengja saman áhuga einstaklinga við námsleiðir, störf eða tómstundir, setja sér markmið og aðstoða við að finna leiðir að þessum markmiðum. Í ráðgjöfinni er líka verið að vinna með sjálfsmynd og sjálfstraust, aðstoða við atvinnuleit og aðrar breytingar sem verða óhjákvæmilega á lífi okkar allra. Ráðgjafarnir sinna raunfærnimati þar sem einstaklingar með enga formlega menntun fá mat á þeirri þekkingu sem þeir búa yfir og hafa öðlast í gegnum reynslu sína á vinnumarkaði, áhugamál eða félagsstörf. Reynslan er metin út frá ákveðnum viðmiðum sem má svo nýta í formlega skólakerfinu eða í námsleiðum símenntunarmiðstöðvanna. Sannleikurinn er sá að það er hægt að nýta sér þjónustu náms- og starfsráðgjafa frá barnæsku fram til fullorðinsára, því ráðgjafarnir geta líka aðstoðað einstaklinga sem eru að takast á við starfslok og þær breytingar sem þeim fylgja.Styrkleiki að leita sér aðstoðar Hin síðari ár hefur náms- og starfsframboð aukist mikið og því hefur verið vaxandi þörf fyrir fólk á hinum almenna vinnumarkaði að kanna möguleika og leiðir sem í boði eru til að auka hæfni sína í núverandi starfi eða með starfsþróun í huga. Vinnumarkaðurinn í dag gerir kröfur um að við séum samkeppnishæf og meðvituð um styrkleika okkar. Ráðgjafinn getur aðstoðað einstaklinga við að skoða sig út frá styrkleikum, hæfileikum og áhuga og finna þeim farveg í framhaldinu. Símenntunarmiðstöðvar á landinu hafa sinnt því hlutverki að nálgast hinn almenna launþega sem ekki hefur aflað sér neinnar formlegrar menntunar og kynna aukna námsmöguleika sem í boði eru eða bjóða upp á ráðgjöf í formi upplýsingargjafar, stuðnings, hvatningar eða til að auka færnina við að takast á við breytingar. Það má gera ráð fyrir því að einstaklingar þurfi að velja sér nám og störf nokkrum sinnum á ævinni því vinnumarkaðurinn í dag er síbreytilegur og hraður. Því er nauðsynlegt að vera meðvitaður um hvaða fræðslu og þekkingu maður þarf til að þróast áfram í starfi á sama tíma og maður er meðvitaður um hvaða þekkingu maður býr nú þegar yfir. Stundum erum við sérfræðingar í lífi annarra en áttum okkur ekki á eigin getu og færni og náms- og starfsáðgjafar geta þarna verið mikilvægir brúarsmiðir og verið til staðar fyrir einstaklinga sem vilja skoða möguleika sína í lífinu. Það er styrkleiki að leita sér aðstoðar þegar svörin vantar – eða til að fá staðfestingu á því að maður búi yfir færni á mörgum sviðum en vantað tækifæri eða þor til að nýta þá færni. Við sem þetta skrifum erum sammála því að það eru forréttindi að fá að taka þátt í því að „byggja brýr“ og aðstoða einstaklinga við að víkka út sjóndeildarhringinn því hver veit hvað bíður hinum megin við brúna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Arðgreiðslur í sjávarútvegi eru eðlilegar og nauðsynlegar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Sjá meira
Náms- og starfsráðgjafar starfa víða í samfélaginu en má þar nefna í skólakerfinu, hjá Vinnumálastofnun, símenntunarmiðstöðvum og í fyrirtækjum vítt og breytt um landið. Það hefur verið mikil þróun varðandi störf náms- og starfsráðgjafa hin síðari ár. Fjölgun hefur orðið á stöðugildum þeirra í skólakerfinu og með nýjum áherslum varðandi stuðning við atvinnulífið þá hefur fjölgað þeim ráðgjöfum sem þar starfa. Þrátt fyrir að náms- og starfsráðgjafar hafi verið með öfluga starfsemi úti í atvinnulífinu síðan árið 2006 þegar Fræðslumiðstöð atvinnulífsins styrkti ráðgjöfina þegar kom að því að veita ráðgjöf úti á vinnumarkaði heyrir maður enn „bíddu ég til náms- og starfsráðgjafa, hvað ætti ég að segja við hann“? Því er kannski mikilvægt að rifja upp hvað það er sem þessi hópur gerir. Það má kannski orða það þannig að náms- og starfsráðgjafar aðstoða einstaklinga við að finna farveg sinn í lífinu hvort heldur sem er í námi eða starfi. Meðal þess sem þeir gera er að leitast við að tengja saman áhuga einstaklinga við námsleiðir, störf eða tómstundir, setja sér markmið og aðstoða við að finna leiðir að þessum markmiðum. Í ráðgjöfinni er líka verið að vinna með sjálfsmynd og sjálfstraust, aðstoða við atvinnuleit og aðrar breytingar sem verða óhjákvæmilega á lífi okkar allra. Ráðgjafarnir sinna raunfærnimati þar sem einstaklingar með enga formlega menntun fá mat á þeirri þekkingu sem þeir búa yfir og hafa öðlast í gegnum reynslu sína á vinnumarkaði, áhugamál eða félagsstörf. Reynslan er metin út frá ákveðnum viðmiðum sem má svo nýta í formlega skólakerfinu eða í námsleiðum símenntunarmiðstöðvanna. Sannleikurinn er sá að það er hægt að nýta sér þjónustu náms- og starfsráðgjafa frá barnæsku fram til fullorðinsára, því ráðgjafarnir geta líka aðstoðað einstaklinga sem eru að takast á við starfslok og þær breytingar sem þeim fylgja.Styrkleiki að leita sér aðstoðar Hin síðari ár hefur náms- og starfsframboð aukist mikið og því hefur verið vaxandi þörf fyrir fólk á hinum almenna vinnumarkaði að kanna möguleika og leiðir sem í boði eru til að auka hæfni sína í núverandi starfi eða með starfsþróun í huga. Vinnumarkaðurinn í dag gerir kröfur um að við séum samkeppnishæf og meðvituð um styrkleika okkar. Ráðgjafinn getur aðstoðað einstaklinga við að skoða sig út frá styrkleikum, hæfileikum og áhuga og finna þeim farveg í framhaldinu. Símenntunarmiðstöðvar á landinu hafa sinnt því hlutverki að nálgast hinn almenna launþega sem ekki hefur aflað sér neinnar formlegrar menntunar og kynna aukna námsmöguleika sem í boði eru eða bjóða upp á ráðgjöf í formi upplýsingargjafar, stuðnings, hvatningar eða til að auka færnina við að takast á við breytingar. Það má gera ráð fyrir því að einstaklingar þurfi að velja sér nám og störf nokkrum sinnum á ævinni því vinnumarkaðurinn í dag er síbreytilegur og hraður. Því er nauðsynlegt að vera meðvitaður um hvaða fræðslu og þekkingu maður þarf til að þróast áfram í starfi á sama tíma og maður er meðvitaður um hvaða þekkingu maður býr nú þegar yfir. Stundum erum við sérfræðingar í lífi annarra en áttum okkur ekki á eigin getu og færni og náms- og starfsáðgjafar geta þarna verið mikilvægir brúarsmiðir og verið til staðar fyrir einstaklinga sem vilja skoða möguleika sína í lífinu. Það er styrkleiki að leita sér aðstoðar þegar svörin vantar – eða til að fá staðfestingu á því að maður búi yfir færni á mörgum sviðum en vantað tækifæri eða þor til að nýta þá færni. Við sem þetta skrifum erum sammála því að það eru forréttindi að fá að taka þátt í því að „byggja brýr“ og aðstoða einstaklinga við að víkka út sjóndeildarhringinn því hver veit hvað bíður hinum megin við brúna.
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun