Gamla fólkið og geðlyfin - athugasemd við fréttir Sigrún Hulld Þorgrímsdóttir skrifar 16. mars 2017 07:00 Aldrað fólk sem fær geðlyf á hjúkrunarheimilum eða jafnvel í heimahúsum án þess að vera með geðsjúkdóm hefur nær aldrei óskað eftir þeirri meðferð. Yfirleitt er um að ræða fólk með heilabilun og mjög oft hefur það ekki einu sinni hugmynd um að það fái þessi lyf, enda hvorki sagt frá því né reynt að skýra það fyrir því. Með „geðlyf“ á ég einungis við lyf sem ætluð eru til að meðhöndla sjúkdóma eins og geðklofa, geðhvörf eða sturlun.Af viðbrögðum ábyrgra aðila má draga tvær ályktanir:1. Lyfjanotkunin er nauðsynleg vegna óróleika og hegðunarvandamála hjá fólki með heilabilun2. Lyfjanotkunin er undir viðmiðunarmörkum (31% fólks án geðsjúkdóms)3. Mikið eftirlit er með lyfjagjöfum á stofnunum. Í stað þess að deila við þessa ágætu kollega mína um mat þeirra langar mig að segja sögu frá Bretlandi. Árið 2009 var efnt til mikillar skýrslugerðar á notkun geðlyfja fyrir fólk með heilabilun vegna óróleika og hegðunarvandamála. Niðurstöður í styttu máli: Ef 1.000 einstaklingar með heilabilun eru meðhöndlaðir með geðlyfjum munu: 91-200 þeirra sýna minni hegðunarvanda eða óróleika (909-800 fá engan bata) 10 munu deyja af völdum lyfjanna (hjarta- eða heilaáfall) 18 munu fá hjarta- eða heilaáfall með misalvarlegum afleiðingum. 58-94 munu fá gangtruflanir af völdum lyfjanna. Niðurstöður skýrslunnar voru að bráðnauðsynlegt væri að efna til opinbers átaks til að draga úr þessarri notkun. Rétt er að taka sérstaklega fram að talið var að um 25% aldraðra án geðsjúkdóms fengju meðferðina, en það þótti skýrsluhöfundum allt of hátt, og það þótti ábyrgum stjórnvöldum líka því í framhaldinu var ákveðið að hrinda af stað átaki til að minnka notkunina um tvo þriðju næstu tvö ár. Greinilega önnur viðmið í gangi í Bretlandi 2009 en hér á Íslandi 2017. En hvað á þá að gera í staðinn? Ráðleggingar Bretanna voru auðvitað svolítið flóknari og óljósari en sú einfalda aðgerð að grípa næstu pillu:1. Ekki hafa geðlyf sem fyrsta úrræði2. Nákvæmt mat á einkennum og mögulegum undirliggjandi orsökum vandans3. Viðbrögð við undirliggjandi orsökum sem geta verið af líkamlegum toga svo sem sýkingar eða verkir, eða af félagslegum toga svo sem umhverfisáreiti eða óheppileg samskipti4. Margs konar úrræði eru til önnur en lyfjameðferð. Um slík úrræði þarf stóraukna fræðslu, kennslu, þjálfun og umræðu, bæði við almennt starfsfólk og ekki síður fagmenntað heilbrigðisstarfsfólk sem sinnir fólki með heilabilun. Bretarnir lögðu til námskeið og skipulegt nám fyrir hjúkrunarfræðinga og lækna auk skipulegrar fræðslu til almenns starfsfólks.5. Ef nota þarf lyf er skylt að útskýra það eins og unnt er fyrir einstaklingnum. Nota á eins litla skammta og unnt er og fylgjast reglulega með meðferð með það fyrir augum að hætta henni sem fyrst. Að lokum vil ég nefna að Bretarnir lögðu mikla áherslu á hlutverk geðhjálpar við aldraða, en hún getur vart talist fyrir hendi á Íslandi. Einnig var rætt um mikilvægi sérfræðiteyma til að veita ráðgjöf, en hér á landi er ekki einu sinni til þjónustuáætlun fyrir fólk með heilabilun. Loks kom fram í skýrslu frá 2012 að átakið hafði þegar borið árangur með verulegri fækkun þeirra sem meðhöndlaðir voru með geðlyfjum, hef því miður ekki tölur um það, en ljóst má vera að þær hafa verið vel undir því 31% sem þykir eðlilegt gæðaviðmið á landinu okkar grábrúna.Höfundur er sérfræðingur í öldrunarhjúkrun með áherslu á geðheilbrigði. Hún starfar nú á réttargeðdeild LSH þar sem ekki er eftirspurn eftir sérþekkingu hennar í íslensku heilbrigðiskerfi að svo stöddu. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Aldrað fólk sem fær geðlyf á hjúkrunarheimilum eða jafnvel í heimahúsum án þess að vera með geðsjúkdóm hefur nær aldrei óskað eftir þeirri meðferð. Yfirleitt er um að ræða fólk með heilabilun og mjög oft hefur það ekki einu sinni hugmynd um að það fái þessi lyf, enda hvorki sagt frá því né reynt að skýra það fyrir því. Með „geðlyf“ á ég einungis við lyf sem ætluð eru til að meðhöndla sjúkdóma eins og geðklofa, geðhvörf eða sturlun.Af viðbrögðum ábyrgra aðila má draga tvær ályktanir:1. Lyfjanotkunin er nauðsynleg vegna óróleika og hegðunarvandamála hjá fólki með heilabilun2. Lyfjanotkunin er undir viðmiðunarmörkum (31% fólks án geðsjúkdóms)3. Mikið eftirlit er með lyfjagjöfum á stofnunum. Í stað þess að deila við þessa ágætu kollega mína um mat þeirra langar mig að segja sögu frá Bretlandi. Árið 2009 var efnt til mikillar skýrslugerðar á notkun geðlyfja fyrir fólk með heilabilun vegna óróleika og hegðunarvandamála. Niðurstöður í styttu máli: Ef 1.000 einstaklingar með heilabilun eru meðhöndlaðir með geðlyfjum munu: 91-200 þeirra sýna minni hegðunarvanda eða óróleika (909-800 fá engan bata) 10 munu deyja af völdum lyfjanna (hjarta- eða heilaáfall) 18 munu fá hjarta- eða heilaáfall með misalvarlegum afleiðingum. 58-94 munu fá gangtruflanir af völdum lyfjanna. Niðurstöður skýrslunnar voru að bráðnauðsynlegt væri að efna til opinbers átaks til að draga úr þessarri notkun. Rétt er að taka sérstaklega fram að talið var að um 25% aldraðra án geðsjúkdóms fengju meðferðina, en það þótti skýrsluhöfundum allt of hátt, og það þótti ábyrgum stjórnvöldum líka því í framhaldinu var ákveðið að hrinda af stað átaki til að minnka notkunina um tvo þriðju næstu tvö ár. Greinilega önnur viðmið í gangi í Bretlandi 2009 en hér á Íslandi 2017. En hvað á þá að gera í staðinn? Ráðleggingar Bretanna voru auðvitað svolítið flóknari og óljósari en sú einfalda aðgerð að grípa næstu pillu:1. Ekki hafa geðlyf sem fyrsta úrræði2. Nákvæmt mat á einkennum og mögulegum undirliggjandi orsökum vandans3. Viðbrögð við undirliggjandi orsökum sem geta verið af líkamlegum toga svo sem sýkingar eða verkir, eða af félagslegum toga svo sem umhverfisáreiti eða óheppileg samskipti4. Margs konar úrræði eru til önnur en lyfjameðferð. Um slík úrræði þarf stóraukna fræðslu, kennslu, þjálfun og umræðu, bæði við almennt starfsfólk og ekki síður fagmenntað heilbrigðisstarfsfólk sem sinnir fólki með heilabilun. Bretarnir lögðu til námskeið og skipulegt nám fyrir hjúkrunarfræðinga og lækna auk skipulegrar fræðslu til almenns starfsfólks.5. Ef nota þarf lyf er skylt að útskýra það eins og unnt er fyrir einstaklingnum. Nota á eins litla skammta og unnt er og fylgjast reglulega með meðferð með það fyrir augum að hætta henni sem fyrst. Að lokum vil ég nefna að Bretarnir lögðu mikla áherslu á hlutverk geðhjálpar við aldraða, en hún getur vart talist fyrir hendi á Íslandi. Einnig var rætt um mikilvægi sérfræðiteyma til að veita ráðgjöf, en hér á landi er ekki einu sinni til þjónustuáætlun fyrir fólk með heilabilun. Loks kom fram í skýrslu frá 2012 að átakið hafði þegar borið árangur með verulegri fækkun þeirra sem meðhöndlaðir voru með geðlyfjum, hef því miður ekki tölur um það, en ljóst má vera að þær hafa verið vel undir því 31% sem þykir eðlilegt gæðaviðmið á landinu okkar grábrúna.Höfundur er sérfræðingur í öldrunarhjúkrun með áherslu á geðheilbrigði. Hún starfar nú á réttargeðdeild LSH þar sem ekki er eftirspurn eftir sérþekkingu hennar í íslensku heilbrigðiskerfi að svo stöddu. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar