Hjóluðu í mark á Laugarvatni í samkenndarhug Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. júlí 2017 21:54 Einn er talinn alvarlega slasaður eftir slysið á Skálholtsvegi við Brúará í kvöld. Vísir Keppendur í hjólreiðakeppninni Gullhringnum héldu áfram keppni eftir alvarlegt slys við Brúará fyrr í kvöld er fimm hjólreiðamenn skullu saman. Einar Bárðarson, talsmaður keppninnar, segir þá sem stadda voru fyrir aftan slysið hafa hjólað saman í halarófu í mark og mikil samkennd ríki í hópnum. Keppni þeirra sem staddir voru fyrir aftan slysið í kvöld var breytt í samhjól í fylgd björgunarsveita og hún kláruð við Laugarvatn. Keppendur fyrir framan slysið héldu áfram keppni. Í samtali við Vísi segir Einar að samhugur ríki í hópnum sem safnaðist saman í grillveislu að loknum hjólreiðum. „Allir sem voru fyrir aftan slysið, þeirri keppni var hætt og þeir hjóluðu í skemmtilegri halarófu inn á Laugarvatn og eru hér í góðum gír í grillveislu,“ segir Einar. „Þannig að við ætlum að eiga góða stund saman og það er mikil samkenndarstemning í mönnum.“ Hann segir hug aðstandenda keppninnar enn fremur vera hjá þeim slösuðu. Þá segir Einar að einn keppenda, sem lenti í slysinu, hafi sent frá sér stöðuuppfærslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann var í sjúkrabíl á leið á spítala. Sá segir líðan sína hafa verið betri en fyrst á horfðist. Fimm hjólreiðamenn skullu saman á Skálholtsvegi við Brúará nú í kvöld. Einn er talinn alvarlega slasaður og þrír minna slasaðir. Sá fimmti er talinn hafa sloppið ómeiddur. Þyrla landhelgisgæslunnar var kölluð á staðinn til að flytja slasaða á sjúkrahús. Tengdar fréttir Hjólreiðakeppnin Gullhringurinn stöðvuð vegna alvarlegs hjólreiðaslyss Sjónarvottur segir mikinn viðbúnað á svæðinu en enn er ekki mikið vitað um slysið. 8. júlí 2017 19:51 Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent „Lærið af mistökum okkar!“ Innlent „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sá hvítt eftir árás með járnkarli Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Fleiri fréttir Kallaði kynferðisbrot gegn stjúpdóttur djók og leik Ein sleppur en mæðgurnar skulda tugi milljóna Fyrsta skóflustungan að nýrri Ölfusárbrú „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Bíll fór á hliðina á Suðurlandsvegi Bann við dvöl í bústað og aðgerðir sem bitnuðu á börnum ósanngjarnastar „Lærið af mistökum okkar!“ „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Pallborðið: Er harka að færast í leikinn? Krefst undanbragðalausra skýringa á því hversvegna Vestfirðir voru snuðaðir Sérfræðingar fengnir til að liðka fyrir viðræðum Vaxtalækkun fellur í góðan jarðveg Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Sá hvítt eftir árás með járnkarli Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Samþykktu að strætó stoppi við Egilsstaðaflugvöll Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt „Það var reitt hátt til höggs“ Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Sjá meira
Keppendur í hjólreiðakeppninni Gullhringnum héldu áfram keppni eftir alvarlegt slys við Brúará fyrr í kvöld er fimm hjólreiðamenn skullu saman. Einar Bárðarson, talsmaður keppninnar, segir þá sem stadda voru fyrir aftan slysið hafa hjólað saman í halarófu í mark og mikil samkennd ríki í hópnum. Keppni þeirra sem staddir voru fyrir aftan slysið í kvöld var breytt í samhjól í fylgd björgunarsveita og hún kláruð við Laugarvatn. Keppendur fyrir framan slysið héldu áfram keppni. Í samtali við Vísi segir Einar að samhugur ríki í hópnum sem safnaðist saman í grillveislu að loknum hjólreiðum. „Allir sem voru fyrir aftan slysið, þeirri keppni var hætt og þeir hjóluðu í skemmtilegri halarófu inn á Laugarvatn og eru hér í góðum gír í grillveislu,“ segir Einar. „Þannig að við ætlum að eiga góða stund saman og það er mikil samkenndarstemning í mönnum.“ Hann segir hug aðstandenda keppninnar enn fremur vera hjá þeim slösuðu. Þá segir Einar að einn keppenda, sem lenti í slysinu, hafi sent frá sér stöðuuppfærslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann var í sjúkrabíl á leið á spítala. Sá segir líðan sína hafa verið betri en fyrst á horfðist. Fimm hjólreiðamenn skullu saman á Skálholtsvegi við Brúará nú í kvöld. Einn er talinn alvarlega slasaður og þrír minna slasaðir. Sá fimmti er talinn hafa sloppið ómeiddur. Þyrla landhelgisgæslunnar var kölluð á staðinn til að flytja slasaða á sjúkrahús.
Tengdar fréttir Hjólreiðakeppnin Gullhringurinn stöðvuð vegna alvarlegs hjólreiðaslyss Sjónarvottur segir mikinn viðbúnað á svæðinu en enn er ekki mikið vitað um slysið. 8. júlí 2017 19:51 Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent „Lærið af mistökum okkar!“ Innlent „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sá hvítt eftir árás með járnkarli Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Fleiri fréttir Kallaði kynferðisbrot gegn stjúpdóttur djók og leik Ein sleppur en mæðgurnar skulda tugi milljóna Fyrsta skóflustungan að nýrri Ölfusárbrú „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Bíll fór á hliðina á Suðurlandsvegi Bann við dvöl í bústað og aðgerðir sem bitnuðu á börnum ósanngjarnastar „Lærið af mistökum okkar!“ „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Pallborðið: Er harka að færast í leikinn? Krefst undanbragðalausra skýringa á því hversvegna Vestfirðir voru snuðaðir Sérfræðingar fengnir til að liðka fyrir viðræðum Vaxtalækkun fellur í góðan jarðveg Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Sá hvítt eftir árás með járnkarli Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Samþykktu að strætó stoppi við Egilsstaðaflugvöll Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt „Það var reitt hátt til höggs“ Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Sjá meira
Hjólreiðakeppnin Gullhringurinn stöðvuð vegna alvarlegs hjólreiðaslyss Sjónarvottur segir mikinn viðbúnað á svæðinu en enn er ekki mikið vitað um slysið. 8. júlí 2017 19:51