Guðmundur Helgi: Valsmenn rotuðu okkur á fyrstu mínútunum Kristinn Páll Teitsson skrifar 19. apríl 2017 22:00 Guðmundur Helgi á hliðarlínunni í kvöld. vísir/ernir „Við vorum hreinlega rotaðir af Valsmönnum strax á fyrstu mínútunum, við mættum ekki til leiks og ég held að spennufall hafi haft áhrif,“ sagði Guðmundur Helgi Pálsson, þjálfari Fram, hreinskilinn er hann var spurður út í útreiðina sem hans menn fengu í kvöld. „Við vorum yfirspilaðir fyrstu mínútur leiksins á báðum endum vallarins, við snertum þá varla í vörninni og spiluðum varla sókn. Við töpum held ég átta boltum fyrstu tuttugu mínúturnar sem er of mikið gegn liði eins og Val.“ Framarar áttu í stökustu vandræðum með tapaða bolta í fyrri hálfleik. „Það var eins og boltinn væri sjóðandi heitur þegar við vorum með hann, það vildi enginn hafa hann og ef við sendum hann gekk það illa. Þetta var eiginlega kjánalegt og hálf kómískt,“ sagði Guðmundur og bætti við: „Svo vorum við að klúðra dauðafærum sem þú mátt ekki gera gegn jafn sterku liði og Val. Þeir eru vel skipulagðir, treysta á hraðaupphlaup og keyrðu á okkur í dag og verðskulda þennna sigur.“ Að sama skapi fengu Valsmenn fjöldan allra auðveldra marka þegar frákastin hrukku í hendur þeirra. „Ég tel fimm varða bolta sem rata beint upp í hendurnar á þeim og svo fá þeir 8-9 mörk úr hraðaupphlaupum. Þetta eru einhver þrettán mörk sem er einfaldlega allt allt of mikið.“ Guðmundur vonaðist til þess að drengirnir hans myndu læra af þessu. „Taugarnar voru þandar, það er mikið búið að gerast hjá þessu unga liði. Blaðran sprakk í kvöld en við pumpum í hana á nýjan leik og mætum af krafti í næsta leik. Við þurfum að laga hugarfarið og spennustigið, kannski þarf ég að skoða það hvernig ég undirbý strákanna betur,“ sagði Guðmundur sem var ekki búinn að gefast upp: „Þetta var bara fyrsta lotan af fimm, þetta er það skemmtilegasta sem við gerum og við höldum bara áfram,“ sagði Guðmundur kátur að lokum. Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Fram - Valur 23-31 | Valsmenn kafsigldu Fram snemma leiks Valsmenn settu tóninn snemma og unnu öruggan átta marka sigur á Fram 31-23 í Safamýrinni í kvöld í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildarinnar en Valsmenn voru fljótir að keyra yfir Fram og leiddu allt frá byrjun. 19. apríl 2017 21:15 Mest lesið „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Körfubolti Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Enski boltinn „Sóknarlega vorum við ömurlegir og ég þarf að taka það á mig“ Sport Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Körfubolti Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Handbolti „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti Fleiri fréttir Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Sjá meira
„Við vorum hreinlega rotaðir af Valsmönnum strax á fyrstu mínútunum, við mættum ekki til leiks og ég held að spennufall hafi haft áhrif,“ sagði Guðmundur Helgi Pálsson, þjálfari Fram, hreinskilinn er hann var spurður út í útreiðina sem hans menn fengu í kvöld. „Við vorum yfirspilaðir fyrstu mínútur leiksins á báðum endum vallarins, við snertum þá varla í vörninni og spiluðum varla sókn. Við töpum held ég átta boltum fyrstu tuttugu mínúturnar sem er of mikið gegn liði eins og Val.“ Framarar áttu í stökustu vandræðum með tapaða bolta í fyrri hálfleik. „Það var eins og boltinn væri sjóðandi heitur þegar við vorum með hann, það vildi enginn hafa hann og ef við sendum hann gekk það illa. Þetta var eiginlega kjánalegt og hálf kómískt,“ sagði Guðmundur og bætti við: „Svo vorum við að klúðra dauðafærum sem þú mátt ekki gera gegn jafn sterku liði og Val. Þeir eru vel skipulagðir, treysta á hraðaupphlaup og keyrðu á okkur í dag og verðskulda þennna sigur.“ Að sama skapi fengu Valsmenn fjöldan allra auðveldra marka þegar frákastin hrukku í hendur þeirra. „Ég tel fimm varða bolta sem rata beint upp í hendurnar á þeim og svo fá þeir 8-9 mörk úr hraðaupphlaupum. Þetta eru einhver þrettán mörk sem er einfaldlega allt allt of mikið.“ Guðmundur vonaðist til þess að drengirnir hans myndu læra af þessu. „Taugarnar voru þandar, það er mikið búið að gerast hjá þessu unga liði. Blaðran sprakk í kvöld en við pumpum í hana á nýjan leik og mætum af krafti í næsta leik. Við þurfum að laga hugarfarið og spennustigið, kannski þarf ég að skoða það hvernig ég undirbý strákanna betur,“ sagði Guðmundur sem var ekki búinn að gefast upp: „Þetta var bara fyrsta lotan af fimm, þetta er það skemmtilegasta sem við gerum og við höldum bara áfram,“ sagði Guðmundur kátur að lokum.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Fram - Valur 23-31 | Valsmenn kafsigldu Fram snemma leiks Valsmenn settu tóninn snemma og unnu öruggan átta marka sigur á Fram 31-23 í Safamýrinni í kvöld í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildarinnar en Valsmenn voru fljótir að keyra yfir Fram og leiddu allt frá byrjun. 19. apríl 2017 21:15 Mest lesið „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Körfubolti Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Enski boltinn „Sóknarlega vorum við ömurlegir og ég þarf að taka það á mig“ Sport Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Körfubolti Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Handbolti „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti Fleiri fréttir Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Fram - Valur 23-31 | Valsmenn kafsigldu Fram snemma leiks Valsmenn settu tóninn snemma og unnu öruggan átta marka sigur á Fram 31-23 í Safamýrinni í kvöld í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildarinnar en Valsmenn voru fljótir að keyra yfir Fram og leiddu allt frá byrjun. 19. apríl 2017 21:15
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti