Viðskipti innlent

Loftleiðir byrjuðu með Keflavík sem skiptistöð

Kristján Már Unnarsson skrifar
Það voru Loftleiðamenn sem voru upphafsmenn þess fyrir meira en hálfri öld að gera Keflavíkurflugvöll að skiptistöð, sem nú er grunnurinn að velgengni íslensku flugfélaganna. Þetta kom fram í viðtali á Stöð 2 við Jóhannes Einarsson verkfræðing. 

Jóhannes starfaði um fjörutíu ár skeið við stjórnun flugfélaga, fyrst hjá Loftleiðum og síðan Cargolux. Hann segir að opnun Loftleiðahótelsins árið 1964 hafi orðið til þess að flugfarþegar gátu nýtt Keflavíkurflugvöll sem skiptistöð með svokölluðu stop-over verkefni. Farþegum Loftleiða bauðst þá sólarhrings dvöl á Íslandi áður en þeir héldu áfram för, ýmist til áfangastaða í Evrópu eða New York. 

„Það var strax mjög vinsælt og góð söluvara fyrir fyrirtækið,“ segir Jóhannes. 

Þessi hugmynd Loftleiðamanna er í dag grunnurinn að leiðakerfi bæði Icelandair og WOW-air þar sem Leifsstöð er notuð sem skiptistöð milli Ameríku og Evrópu. 

Ítarlegra viðtal við Jóhannes um Loftleiðaævintýrið má sjá hér.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×