Fox búið að reka Bill O'Reilly Anton Egilsson skrifar 19. apríl 2017 19:24 Bill O'Reilly hefur verið sagt upp störfum á Fox. Nordicphotos/AFP Bandaríska sjónvarpsfréttastöðin Fox hefur sagt þáttastjórnandanum Bill O’Reilly upp störfum hjá stöðinni. Reuters greinir frá þessu. Uppsögnin kemur stuttu eftir að fregnir bárust af því að fimm samstarfskonur O’Reilly hefðu sakað hann um að hafa áreitt sig kynferðislega á vinnustaðnum. Í kjölfarið greiddi O’Reilly, ásamt Fox fyrirtækinu, sáttagreiðslur til kvennanna fimm og námu greiðslurnar þrettán milljónum Bandaríkjadollara. Sjá: Borgar milljónir eftir ásakanir um kynferðislega áreitniMálin sem um er að ræða hafa komið upp á undanförnum tveimur áratugum. Samkomulag náðist um sáttagreiðslurnar en í stað þeirra lofa konurnar því að „sækja ekki málin frammi fyrir dómstólum eða segja nánar frá þeim.“ O’Reilly stýrði þættinum „The O'Reilly Factor“ á Fox stöðinni og var um að ræða vinsælasta þátt sjónvarpsstöðvarinnar. Eftir að fréttir bárust af ásökununum gáfu ýmis stórfyrirtæki það út að þau væru hætt að kaupa auglýsingar hjá Fox á tímum þar sem þáttur O'Reilly var á dagskrá. Sjá: Stórfyrirtæki neita að auglýsa hjá FoxÍ yfirlýsingu sem O’Reilly birti á heimasíðu sinni sagðist hann hafa innt af hendi sáttagreiðslurnar til að hlífa börnum sínum. „Á tuttugu ára starfsferli mínum hjá Fox sjónvarpsfréttastöðinni, hefur enginn kvartað vegna mín til mannauðsdeildar Fox. Ég er faðir og mér þykir vænt um börnin mín og þess vegna hef ég ákveðið að ganga frá þessum sáttagreiðslum, til þess að hlífa þeim.“ Tengdar fréttir Borgar milljónir eftir ásakanir um kynferðislega áreitni Sjónvarpsmaðurinn Bill O'Reilly er sakaður um að hafa kynferðislega áreitt fimm samstarfskonur og hefur borgað 13 milljónir Bandaríkjadollara í sáttagreiðslur. 1. apríl 2017 22:32 Stórfyrirtæki neita að auglýsa hjá Fox vegna fregna af áreitni O'Reilly Ýmis fyrirtæki hafa ákveðið að auglýsa ekki hjá Fox sjónvarpsfréttastöðinni vegna fregna af kynferðislegri áreitni Bill O'Reilly í garð samstarfskvenna. 4. apríl 2017 17:51 Fær meira áhorf eftir ásakanir um kynferðislega áreitni Ásakanir um að hafa áreitt samstarfsmenn kynferðislega og fréttir um að hafa greitt viðkomandi samstarfsmönnum til að greina ekki frá áreitninni hafa ekki haft áhrif á áhorf á þátt bandaríska fréttamannsins Bill O'Reilly, The O'Reilly Factor. 10. apríl 2017 07:00 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Fleiri fréttir Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Sjá meira
Bandaríska sjónvarpsfréttastöðin Fox hefur sagt þáttastjórnandanum Bill O’Reilly upp störfum hjá stöðinni. Reuters greinir frá þessu. Uppsögnin kemur stuttu eftir að fregnir bárust af því að fimm samstarfskonur O’Reilly hefðu sakað hann um að hafa áreitt sig kynferðislega á vinnustaðnum. Í kjölfarið greiddi O’Reilly, ásamt Fox fyrirtækinu, sáttagreiðslur til kvennanna fimm og námu greiðslurnar þrettán milljónum Bandaríkjadollara. Sjá: Borgar milljónir eftir ásakanir um kynferðislega áreitniMálin sem um er að ræða hafa komið upp á undanförnum tveimur áratugum. Samkomulag náðist um sáttagreiðslurnar en í stað þeirra lofa konurnar því að „sækja ekki málin frammi fyrir dómstólum eða segja nánar frá þeim.“ O’Reilly stýrði þættinum „The O'Reilly Factor“ á Fox stöðinni og var um að ræða vinsælasta þátt sjónvarpsstöðvarinnar. Eftir að fréttir bárust af ásökununum gáfu ýmis stórfyrirtæki það út að þau væru hætt að kaupa auglýsingar hjá Fox á tímum þar sem þáttur O'Reilly var á dagskrá. Sjá: Stórfyrirtæki neita að auglýsa hjá FoxÍ yfirlýsingu sem O’Reilly birti á heimasíðu sinni sagðist hann hafa innt af hendi sáttagreiðslurnar til að hlífa börnum sínum. „Á tuttugu ára starfsferli mínum hjá Fox sjónvarpsfréttastöðinni, hefur enginn kvartað vegna mín til mannauðsdeildar Fox. Ég er faðir og mér þykir vænt um börnin mín og þess vegna hef ég ákveðið að ganga frá þessum sáttagreiðslum, til þess að hlífa þeim.“
Tengdar fréttir Borgar milljónir eftir ásakanir um kynferðislega áreitni Sjónvarpsmaðurinn Bill O'Reilly er sakaður um að hafa kynferðislega áreitt fimm samstarfskonur og hefur borgað 13 milljónir Bandaríkjadollara í sáttagreiðslur. 1. apríl 2017 22:32 Stórfyrirtæki neita að auglýsa hjá Fox vegna fregna af áreitni O'Reilly Ýmis fyrirtæki hafa ákveðið að auglýsa ekki hjá Fox sjónvarpsfréttastöðinni vegna fregna af kynferðislegri áreitni Bill O'Reilly í garð samstarfskvenna. 4. apríl 2017 17:51 Fær meira áhorf eftir ásakanir um kynferðislega áreitni Ásakanir um að hafa áreitt samstarfsmenn kynferðislega og fréttir um að hafa greitt viðkomandi samstarfsmönnum til að greina ekki frá áreitninni hafa ekki haft áhrif á áhorf á þátt bandaríska fréttamannsins Bill O'Reilly, The O'Reilly Factor. 10. apríl 2017 07:00 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Fleiri fréttir Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Sjá meira
Borgar milljónir eftir ásakanir um kynferðislega áreitni Sjónvarpsmaðurinn Bill O'Reilly er sakaður um að hafa kynferðislega áreitt fimm samstarfskonur og hefur borgað 13 milljónir Bandaríkjadollara í sáttagreiðslur. 1. apríl 2017 22:32
Stórfyrirtæki neita að auglýsa hjá Fox vegna fregna af áreitni O'Reilly Ýmis fyrirtæki hafa ákveðið að auglýsa ekki hjá Fox sjónvarpsfréttastöðinni vegna fregna af kynferðislegri áreitni Bill O'Reilly í garð samstarfskvenna. 4. apríl 2017 17:51
Fær meira áhorf eftir ásakanir um kynferðislega áreitni Ásakanir um að hafa áreitt samstarfsmenn kynferðislega og fréttir um að hafa greitt viðkomandi samstarfsmönnum til að greina ekki frá áreitninni hafa ekki haft áhrif á áhorf á þátt bandaríska fréttamannsins Bill O'Reilly, The O'Reilly Factor. 10. apríl 2017 07:00