Zuckerberg tjáir sig um Facebook-morðið í Cleveland Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. apríl 2017 12:03 Mark Zuckerberg á Facebook-ráðstefnunni í gær. vísir/getty Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, segir að hann og allir starfsmenn fyrirtækisins samhryggist fjölskyldu og vinum Robert Goodwin sem skotinn var til bana í Cleveland í Ohio á föstudaginn langa en morðinginn, Steve Stevens, sýndi frá morðinu á Facebook. Umfangsmikil leit fór fram að Stevens en í gær var greint frá því að hann hefði svipt sig lífi. Í kjölfarð morðsins hefur Facebook sætt mikilli gagnrýni vegna þess hversu seint þeir fjarlægðu myndbandið af samfélagsmiðlinum en það var inni á miðlinum í um tvo tíma áður en það var tekið niður, þrátt fyrir að fyrirtækið hefði í millitíðinni kvartanir og ábendingar um myndefnið. Facebook sendi frá sér yfirlýsingu þar sem því var lýst að það ætli að endurskoða verkferla varðandi það hvernig brugðist er við tilkynningum um ofbeldisfullt myndefni á miðlinum. Viðurkenndi fyrirtækið að það þyrfti að gera betur í þessum efnum og á ráðstefnu Facebook í gær sagði Zuckerberg: „Við höfum verk að vinna og við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma í veg fyrir að svona harmleikir verði.“ Lögreglustjórinn í Cleveland, Calvin Williams, ræddi hlutverk Facebook á blaðamannafundi sem haldinn var vegna morðsins. „Ég held að fólk viti hversu mikið vald felst í samfélagsmiðlunum og ég held að það viti líka skaðann sem þeir geta valdið. Við höfum rætt það að fólk eigi ekki að lifa lífi sínu á samfélagsmiðlum, að fólk eigi að segja satt á samfélagsmiðlum og ekki meiða aðra. Þetta er mjög gott dæmi, þetta er ekki eitthvað sem hefði átt að vera deilt með heiminum. Punktur,“ sagði Williams. Tengdar fréttir Facebook morðinginn enn ófundinn: Fórnarlambið átti 13 barnabörn Steve Stephens, er enn ófundinn, en hann myrti gamlan mann, og sýndi það í beinni á Facebook. 17. apríl 2017 20:30 Facebook-morðinginn svipti sig lífi Lögreglumenn í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum segja að Steve Stephens, sem myrti 74 ára gamlan mann og sýndi frá því á Facebook, hafi svipt sig lífi í dag. 18. apríl 2017 16:15 Yfirlýsing frá Facebook eftir morðið í Cleveland: „Við vitum að við þurfum að gera betur“ Facebook hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna morðs sem framið var á páskadag og birt þá á samfélagsmiðlinum. 18. apríl 2017 08:37 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, segir að hann og allir starfsmenn fyrirtækisins samhryggist fjölskyldu og vinum Robert Goodwin sem skotinn var til bana í Cleveland í Ohio á föstudaginn langa en morðinginn, Steve Stevens, sýndi frá morðinu á Facebook. Umfangsmikil leit fór fram að Stevens en í gær var greint frá því að hann hefði svipt sig lífi. Í kjölfarð morðsins hefur Facebook sætt mikilli gagnrýni vegna þess hversu seint þeir fjarlægðu myndbandið af samfélagsmiðlinum en það var inni á miðlinum í um tvo tíma áður en það var tekið niður, þrátt fyrir að fyrirtækið hefði í millitíðinni kvartanir og ábendingar um myndefnið. Facebook sendi frá sér yfirlýsingu þar sem því var lýst að það ætli að endurskoða verkferla varðandi það hvernig brugðist er við tilkynningum um ofbeldisfullt myndefni á miðlinum. Viðurkenndi fyrirtækið að það þyrfti að gera betur í þessum efnum og á ráðstefnu Facebook í gær sagði Zuckerberg: „Við höfum verk að vinna og við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma í veg fyrir að svona harmleikir verði.“ Lögreglustjórinn í Cleveland, Calvin Williams, ræddi hlutverk Facebook á blaðamannafundi sem haldinn var vegna morðsins. „Ég held að fólk viti hversu mikið vald felst í samfélagsmiðlunum og ég held að það viti líka skaðann sem þeir geta valdið. Við höfum rætt það að fólk eigi ekki að lifa lífi sínu á samfélagsmiðlum, að fólk eigi að segja satt á samfélagsmiðlum og ekki meiða aðra. Þetta er mjög gott dæmi, þetta er ekki eitthvað sem hefði átt að vera deilt með heiminum. Punktur,“ sagði Williams.
Tengdar fréttir Facebook morðinginn enn ófundinn: Fórnarlambið átti 13 barnabörn Steve Stephens, er enn ófundinn, en hann myrti gamlan mann, og sýndi það í beinni á Facebook. 17. apríl 2017 20:30 Facebook-morðinginn svipti sig lífi Lögreglumenn í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum segja að Steve Stephens, sem myrti 74 ára gamlan mann og sýndi frá því á Facebook, hafi svipt sig lífi í dag. 18. apríl 2017 16:15 Yfirlýsing frá Facebook eftir morðið í Cleveland: „Við vitum að við þurfum að gera betur“ Facebook hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna morðs sem framið var á páskadag og birt þá á samfélagsmiðlinum. 18. apríl 2017 08:37 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Facebook morðinginn enn ófundinn: Fórnarlambið átti 13 barnabörn Steve Stephens, er enn ófundinn, en hann myrti gamlan mann, og sýndi það í beinni á Facebook. 17. apríl 2017 20:30
Facebook-morðinginn svipti sig lífi Lögreglumenn í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum segja að Steve Stephens, sem myrti 74 ára gamlan mann og sýndi frá því á Facebook, hafi svipt sig lífi í dag. 18. apríl 2017 16:15
Yfirlýsing frá Facebook eftir morðið í Cleveland: „Við vitum að við þurfum að gera betur“ Facebook hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna morðs sem framið var á páskadag og birt þá á samfélagsmiðlinum. 18. apríl 2017 08:37