Norður-Kórea sprengir upp Bandaríkin í nýju áróðursmyndbandi Stefán Ó. Jónsson skrifar 19. apríl 2017 11:17 Máttur Norður-Kóreu er mikill, að eigin sögn. Guardian Ríkissjónvarp Norður-Kóreu hefur birt myndskeið frá hátíðahöldunum í tilefni 105 ára afmælis eilífðarþjóðarleiðtogans Kim Il-Sung á sunnudag þar sem nýtt áróðursmyndband var frumsýnt. Í myndbandinu sést hvar kjarnorkusprengjum er sleppt á bandaríska stórborg og eldtungur gleypa landið - sem vakti ómælda ánægju viðstaddra. Myndbandið frá hátíðahöldunum má sjá hér að neðan en ljóst er að það á að sýna hernaðarlegan mátt Norður-Kóreu á miklum óvissutímum. Bandaríkin og Norður-Kórea hafa verið í störukeppni síðustu vikur vegna ítrekaðra eldflaugatilrauna þeirra síðarnefndu. Ástandið á Kóreuskaganum er nú sagt svo eldfimt að hin minnsta ögrun annars hvors ríkisins gæti haft geigvænlegar afleiðingar í för með sér.Sjá einnig: Varnarmálaráðherra segir flugskeytatilraun Norður Kóreumanna vera ögrun„Nýlega hefur spennan á milli Bandaríkjanna og Suður-Kóreu annars vegar og Norður-Kóreu hins vegar aukist. Maður hefur það á tilfinningunni að átök gætu brotist út á hverri stundu,“ sagði Wang Yi, utanríkisráðherra Kína fyrr í vikunni. Norður-Kóreumenn eru taldir búa yfir margvíslegum langdrægum eldflaugum sem skjóta má bæði frá landi og úr kafbátum en í áróðursmyndbandinu er dregin upp mynd af síðarnefndu aðferðinni. Aðstoðarutanríkisráðherra Norður-Kóreu sagði í samtali við BBC á mánudag að ríkið myndi halda áfram að þróa flugskeyti og skjóta þeim á loft í tilraunaskyni. Norður-Kóreu myndi þannig ekki láta tilraunaflaugina um liðna helgi, sem sprakk nánast samstundis og henni var skotið upp, slá sig út af laginu. Norður-Kórea Tengdar fréttir Kínverjar uggandi yfir ástandinu á Kóreuskaga Utanríkisráðherra Kína segir að átök gætu brotist út hvað úr hverju. Kínverjar skora á alla aðila að auka spennuna ekki. Bandaríkin sigla upp að Kóreuskaga og hafa sýnt mátt sinn undanfarið. Átök gætu leitt til flóttamannstraums. 15. apríl 2017 07:00 Sérfræðingar segja stefnu Trump einungis til þess fallna að herða afstöðu Norður-Kóreu Sérfræðingar í málefnum Norður-Kóreu segja að yfirvöld þar í landi muni einungis harðna í afstöðu sinni til vopnaþróunar, ef Bandaríkin haldi áfram að hóta þeim með herstyrk sínum. 16. apríl 2017 11:30 Kínverjar óttast að stríð milli Bandaríkjanna og N-Kóreu geti brotist út „á hverri stundu“ Yfirvöld í Kína hafa varað við að átök á milli Norður-Kóreu og Bandaríkjanna geti brotist út "á hverri stundi.“ Gríðarlega spenna er í samskiptum ríkjanna. 14. apríl 2017 18:30 Hátíðahöldin í Norður-Kóreu: Yfirvöld „tilbúin fyrir kjarnorkuárás“ Ummælin fylgdu í kjölfar hátíðahalda á Degi sólarinnar í höfuðborg Norður-Kóreu, Pyongyang. Hátíðin markar 105 ára afmæli Kim Il-sung, stofnleiðtoga landsins og afa núverandi leiðtoga, Kim Jong-un. Ástandið á svæðinu er eldfimt. 15. apríl 2017 12:00 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Fleiri fréttir Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Sjá meira
Ríkissjónvarp Norður-Kóreu hefur birt myndskeið frá hátíðahöldunum í tilefni 105 ára afmælis eilífðarþjóðarleiðtogans Kim Il-Sung á sunnudag þar sem nýtt áróðursmyndband var frumsýnt. Í myndbandinu sést hvar kjarnorkusprengjum er sleppt á bandaríska stórborg og eldtungur gleypa landið - sem vakti ómælda ánægju viðstaddra. Myndbandið frá hátíðahöldunum má sjá hér að neðan en ljóst er að það á að sýna hernaðarlegan mátt Norður-Kóreu á miklum óvissutímum. Bandaríkin og Norður-Kórea hafa verið í störukeppni síðustu vikur vegna ítrekaðra eldflaugatilrauna þeirra síðarnefndu. Ástandið á Kóreuskaganum er nú sagt svo eldfimt að hin minnsta ögrun annars hvors ríkisins gæti haft geigvænlegar afleiðingar í för með sér.Sjá einnig: Varnarmálaráðherra segir flugskeytatilraun Norður Kóreumanna vera ögrun„Nýlega hefur spennan á milli Bandaríkjanna og Suður-Kóreu annars vegar og Norður-Kóreu hins vegar aukist. Maður hefur það á tilfinningunni að átök gætu brotist út á hverri stundu,“ sagði Wang Yi, utanríkisráðherra Kína fyrr í vikunni. Norður-Kóreumenn eru taldir búa yfir margvíslegum langdrægum eldflaugum sem skjóta má bæði frá landi og úr kafbátum en í áróðursmyndbandinu er dregin upp mynd af síðarnefndu aðferðinni. Aðstoðarutanríkisráðherra Norður-Kóreu sagði í samtali við BBC á mánudag að ríkið myndi halda áfram að þróa flugskeyti og skjóta þeim á loft í tilraunaskyni. Norður-Kóreu myndi þannig ekki láta tilraunaflaugina um liðna helgi, sem sprakk nánast samstundis og henni var skotið upp, slá sig út af laginu.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Kínverjar uggandi yfir ástandinu á Kóreuskaga Utanríkisráðherra Kína segir að átök gætu brotist út hvað úr hverju. Kínverjar skora á alla aðila að auka spennuna ekki. Bandaríkin sigla upp að Kóreuskaga og hafa sýnt mátt sinn undanfarið. Átök gætu leitt til flóttamannstraums. 15. apríl 2017 07:00 Sérfræðingar segja stefnu Trump einungis til þess fallna að herða afstöðu Norður-Kóreu Sérfræðingar í málefnum Norður-Kóreu segja að yfirvöld þar í landi muni einungis harðna í afstöðu sinni til vopnaþróunar, ef Bandaríkin haldi áfram að hóta þeim með herstyrk sínum. 16. apríl 2017 11:30 Kínverjar óttast að stríð milli Bandaríkjanna og N-Kóreu geti brotist út „á hverri stundu“ Yfirvöld í Kína hafa varað við að átök á milli Norður-Kóreu og Bandaríkjanna geti brotist út "á hverri stundi.“ Gríðarlega spenna er í samskiptum ríkjanna. 14. apríl 2017 18:30 Hátíðahöldin í Norður-Kóreu: Yfirvöld „tilbúin fyrir kjarnorkuárás“ Ummælin fylgdu í kjölfar hátíðahalda á Degi sólarinnar í höfuðborg Norður-Kóreu, Pyongyang. Hátíðin markar 105 ára afmæli Kim Il-sung, stofnleiðtoga landsins og afa núverandi leiðtoga, Kim Jong-un. Ástandið á svæðinu er eldfimt. 15. apríl 2017 12:00 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Fleiri fréttir Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Sjá meira
Kínverjar uggandi yfir ástandinu á Kóreuskaga Utanríkisráðherra Kína segir að átök gætu brotist út hvað úr hverju. Kínverjar skora á alla aðila að auka spennuna ekki. Bandaríkin sigla upp að Kóreuskaga og hafa sýnt mátt sinn undanfarið. Átök gætu leitt til flóttamannstraums. 15. apríl 2017 07:00
Sérfræðingar segja stefnu Trump einungis til þess fallna að herða afstöðu Norður-Kóreu Sérfræðingar í málefnum Norður-Kóreu segja að yfirvöld þar í landi muni einungis harðna í afstöðu sinni til vopnaþróunar, ef Bandaríkin haldi áfram að hóta þeim með herstyrk sínum. 16. apríl 2017 11:30
Kínverjar óttast að stríð milli Bandaríkjanna og N-Kóreu geti brotist út „á hverri stundu“ Yfirvöld í Kína hafa varað við að átök á milli Norður-Kóreu og Bandaríkjanna geti brotist út "á hverri stundi.“ Gríðarlega spenna er í samskiptum ríkjanna. 14. apríl 2017 18:30
Hátíðahöldin í Norður-Kóreu: Yfirvöld „tilbúin fyrir kjarnorkuárás“ Ummælin fylgdu í kjölfar hátíðahalda á Degi sólarinnar í höfuðborg Norður-Kóreu, Pyongyang. Hátíðin markar 105 ára afmæli Kim Il-sung, stofnleiðtoga landsins og afa núverandi leiðtoga, Kim Jong-un. Ástandið á svæðinu er eldfimt. 15. apríl 2017 12:00