May staðfestir að hún muni ekki taka þátt í sjónvarpskappræðum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. apríl 2017 08:44 Theresa May tilkynnir um tillögu sína um að flýta þingkosningum um þrjú ár og halda þær þann 8. júní næstkomandi. vísir/getty Theresa May, forsætisráðherra Bretlands og formaður Íhaldsflokksins, staðfesti í viðtali í morgun að hún muni ekki taka þátt í sjónvarpskappræðum fyrir komandi þingkosningar í landinu en fastlega er búist við því að breska þingið muni í dag samþykkja tillögu May um að flýta kosningum og verða þær þá haldnar þann 8. júní næstkomandi. Fyrst var greint frá þessari fyrirætlan May á vef Guardian í gærkvöldi og haft eftir heimildarmanni í Downing-stræti 10. Nú hefur ráðherrann svo sjálf staðfest þetta en í viðtalinu í morgun sagði hún: „Við munum ekki taka þátt í sjónvarpskappræðum. Ég trúi á kosningabaráttu þar sem stjórnmálamennirnir fara út og hitta kjósendur. Það er það sem ég hef alltaf trúað á, það er það sem ég trúi enn á og ég geri það enn, sem forsætisráðherra, sem þingmaður, ég fer og banka upp á hjá kjósendum í mínu kjördæmi.“Segir ekki boða til kosninga svo auðveldara verði að miðla málum í Brexit Fyrir kosningarnar 2010 tóku formenn þriggja stærstu stjórnmálaflokkanna þátt í sjónvarpskappræðum á BBC, Sky News og ITV. Árið 2015 gengu hlutirnir hins vegar ekki alveg jafn smurt fyrir sig þar sem David Cameron, þáverandi forsætisráðherra og formaður Íhaldsflokksins, samþykkti að taka þáttt í aðeins einum sjónvarpskappræðum. Það var þá með formönnum sex annarra stjórnmálaflokka og var í eina skiptið sem Cameron mætti Ed Miliband, þáverandi formanni, Verkamannaflokksins fyrir kosningarnar. Í viðtalinu í morgun var May jafnframt spurð út í það hvort hún væri að boða til kosninga nú svo það yrði auðveldara fyrir hana að miðla málum þegar kemur að samningaviðræðunum við Evrópusambandið um úrgöngu Breta úr ESB. Hún sagði svo ekki vera þótt hún hafi ýjað að því í viðtali við breska blaðið The Sun, að því er fram kemur á vef Guardian. „Nei. Þessar kosningar snúast um að ná sem bestum samningi fyrir Bretland, sem bestum samningi fyrir alla hvar sem þeir búa í landinu,“ sagði May í morgun en við The Sun hafði hún ýjað að því að ef verið væri að semja við ESB með kosningar handan við hornið þá mætti sjá það sem veikan blett á samningsstöðu Breta. Því væri betra að kjósa nú. Tengdar fréttir Með svipaða stöðu og Thatcher var í 1983 Víst þykir að breska þingið samþykki að boða til snemmbúinna kosninga. Íhaldsflokkurinn hefur í undanförnum könnunum mælst með öruggt forskot. May vonast til að kosningarnar styrki umboð hennar fyrir viðræður við ESB. 19. apríl 2017 07:00 Íhaldsmenn mælast með mikið forskot Íhaldsflokkurinn í Bretlandi mælist með nær tvöfalt fylgi Verkamannaflokksins í nýrri könnun. 18. apríl 2017 07:00 Segir útspil Theresu May afar klókt Prófessor í stjórnmálafræði telur nær öruggt að Íhaldsflokkurinn muni tryggja sér völd næstu fimm árin. 18. apríl 2017 13:00 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Fleiri fréttir „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Sjá meira
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands og formaður Íhaldsflokksins, staðfesti í viðtali í morgun að hún muni ekki taka þátt í sjónvarpskappræðum fyrir komandi þingkosningar í landinu en fastlega er búist við því að breska þingið muni í dag samþykkja tillögu May um að flýta kosningum og verða þær þá haldnar þann 8. júní næstkomandi. Fyrst var greint frá þessari fyrirætlan May á vef Guardian í gærkvöldi og haft eftir heimildarmanni í Downing-stræti 10. Nú hefur ráðherrann svo sjálf staðfest þetta en í viðtalinu í morgun sagði hún: „Við munum ekki taka þátt í sjónvarpskappræðum. Ég trúi á kosningabaráttu þar sem stjórnmálamennirnir fara út og hitta kjósendur. Það er það sem ég hef alltaf trúað á, það er það sem ég trúi enn á og ég geri það enn, sem forsætisráðherra, sem þingmaður, ég fer og banka upp á hjá kjósendum í mínu kjördæmi.“Segir ekki boða til kosninga svo auðveldara verði að miðla málum í Brexit Fyrir kosningarnar 2010 tóku formenn þriggja stærstu stjórnmálaflokkanna þátt í sjónvarpskappræðum á BBC, Sky News og ITV. Árið 2015 gengu hlutirnir hins vegar ekki alveg jafn smurt fyrir sig þar sem David Cameron, þáverandi forsætisráðherra og formaður Íhaldsflokksins, samþykkti að taka þáttt í aðeins einum sjónvarpskappræðum. Það var þá með formönnum sex annarra stjórnmálaflokka og var í eina skiptið sem Cameron mætti Ed Miliband, þáverandi formanni, Verkamannaflokksins fyrir kosningarnar. Í viðtalinu í morgun var May jafnframt spurð út í það hvort hún væri að boða til kosninga nú svo það yrði auðveldara fyrir hana að miðla málum þegar kemur að samningaviðræðunum við Evrópusambandið um úrgöngu Breta úr ESB. Hún sagði svo ekki vera þótt hún hafi ýjað að því í viðtali við breska blaðið The Sun, að því er fram kemur á vef Guardian. „Nei. Þessar kosningar snúast um að ná sem bestum samningi fyrir Bretland, sem bestum samningi fyrir alla hvar sem þeir búa í landinu,“ sagði May í morgun en við The Sun hafði hún ýjað að því að ef verið væri að semja við ESB með kosningar handan við hornið þá mætti sjá það sem veikan blett á samningsstöðu Breta. Því væri betra að kjósa nú.
Tengdar fréttir Með svipaða stöðu og Thatcher var í 1983 Víst þykir að breska þingið samþykki að boða til snemmbúinna kosninga. Íhaldsflokkurinn hefur í undanförnum könnunum mælst með öruggt forskot. May vonast til að kosningarnar styrki umboð hennar fyrir viðræður við ESB. 19. apríl 2017 07:00 Íhaldsmenn mælast með mikið forskot Íhaldsflokkurinn í Bretlandi mælist með nær tvöfalt fylgi Verkamannaflokksins í nýrri könnun. 18. apríl 2017 07:00 Segir útspil Theresu May afar klókt Prófessor í stjórnmálafræði telur nær öruggt að Íhaldsflokkurinn muni tryggja sér völd næstu fimm árin. 18. apríl 2017 13:00 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Fleiri fréttir „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Sjá meira
Með svipaða stöðu og Thatcher var í 1983 Víst þykir að breska þingið samþykki að boða til snemmbúinna kosninga. Íhaldsflokkurinn hefur í undanförnum könnunum mælst með öruggt forskot. May vonast til að kosningarnar styrki umboð hennar fyrir viðræður við ESB. 19. apríl 2017 07:00
Íhaldsmenn mælast með mikið forskot Íhaldsflokkurinn í Bretlandi mælist með nær tvöfalt fylgi Verkamannaflokksins í nýrri könnun. 18. apríl 2017 07:00
Segir útspil Theresu May afar klókt Prófessor í stjórnmálafræði telur nær öruggt að Íhaldsflokkurinn muni tryggja sér völd næstu fimm árin. 18. apríl 2017 13:00