Handbolti

KA vann toppslaginn í Digranesi | Myndir

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Gamla brýnið, Heimir Örn Árnason, spilaði með KA í kvöld.
Gamla brýnið, Heimir Örn Árnason, spilaði með KA í kvöld. vísir/ernir
Efstu liðin í Grill 66-deildinni í handbolta, HK og KA, mættust í hörkuleik í Digranesinu í kvöld.

KA var með tveggja stiga forskot fyrir leikinn en er nú með fjögurra stiga forskot eftir 27-28 sigur á Kópavogsbúum. Staðan í leikhléi var 9-15 fyrir KA. HK kom til baka en það dugði ekki til.

Sigþór Árni Heimisson var atkvæðamestur í liði KA með sjö mörk. Jón Heiðar Sigurðsson skoraði fimm og Andri Snær Stefánsson fjögur.

Elías Björgvin Sigurðsson var yfirburðamaður í liði HK en hann skoraði tíu mörk. Kristófer Dagur Sigurðsson kom næstur með fjögur.

Ernir Eyjólfsson tók myndirnar hér að neðan.

vísir/ernir
vísir/ernir
vísir/ernir
vísir/ernir
vísir/ernir
vísir/ernir
vísir/ernir
vísir/ernir



Fleiri fréttir

Sjá meira


×