Ein önnur Evrópuþjóð í okkar riðli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. nóvember 2017 07:00 Gylfi Þór og strákarnir bíða klárlega spenntir eftir drættinum. vísir/afp Viljum við lenda í „auðveldum“ og bragðdaufum riðli eða fá tækifæri til að mæta einhverjum af stóru þjóðunum á HM í Rússlandi næsta sumar? Það fer líklega allt eftir smekk hvers og eins hverjir eru draumaandstæðingar íslenska landsliðsins á HM 2018. Sumir taka því fagnandi að lenda í riðli með risum eins og Brasilíu, Argentínu, Englandi eða Spáni en aðrir vilja kannski bara mæta þeim í sextán eða átta liða úrslitunum. Það má nú alveg láta sig dreyma.Í þriðja styrkleikaflokki Ísland verður í þriðja styrkleikaflokki þegar dregið verður eftir tvær vikur og það sem er öruggt á þessari stundu er að íslenska landsliðið mun ekki mæta Danmörku, Kosta Ríka, Svíþjóð, Túnis, Egyptalandi, Senegal eða Íran í riðlakeppninni. Danir voru næstir því að komast upp í annan styrkleikaflokkinn sem þýðir að draumaleikur sumra á móti Dönum kemur aldrei fyrr en í útsláttarkeppninni ef þá báðar þjóðirnar komast þangað. Það eru ekki aðeins styrkleikaflokkarnir sem ráða niðurröðun í riðlana því það eru einnig fjöldatakmarkanir á þjóðum frá sömu álfu. Þannig verða aldrei fleiri en tvær Evrópuþjóðir í hverjum riðli og aldrei meira en ein þjóð frá hverju hinna álfusambandanna. Þetta þýðir að ef Ísland fær Evrópuþjóð úr fyrsta styrkleikaflokki þá verða ekki fleiri Evrópuþjóðir í riðlinum. Alveg eins ef Ísland fær Suður-Ameríkuþjóð úr öðrum styrkleikaflokki (Brasilíu eða Argentína) þá gæti íslenska liðið fengið til dæmis Spán eða England í sinn riðil. Riðill með Brasilíu eða Spáni fær nú okkar stráka örugglega til að svitna aðeins og þá væri nú talsvert auðveldara að mæta bara Rússlandi og Perú.Spennan vex næstu vikur Það eru fjórtán dagar þangað til það kemur í ljós í hvaða riðli Ísland lendir á HM í Rússlandi. Spennan mun magnast mikið næstu tvær vikurnar. Það hafa verið mörg söguleg kvöld hjá íslenska karlalandsliðinu á síðustu árum og kvöldið í Kremlínhöllinni 1. desember næstkomandi verður það ekki síður. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Sjá meira
Viljum við lenda í „auðveldum“ og bragðdaufum riðli eða fá tækifæri til að mæta einhverjum af stóru þjóðunum á HM í Rússlandi næsta sumar? Það fer líklega allt eftir smekk hvers og eins hverjir eru draumaandstæðingar íslenska landsliðsins á HM 2018. Sumir taka því fagnandi að lenda í riðli með risum eins og Brasilíu, Argentínu, Englandi eða Spáni en aðrir vilja kannski bara mæta þeim í sextán eða átta liða úrslitunum. Það má nú alveg láta sig dreyma.Í þriðja styrkleikaflokki Ísland verður í þriðja styrkleikaflokki þegar dregið verður eftir tvær vikur og það sem er öruggt á þessari stundu er að íslenska landsliðið mun ekki mæta Danmörku, Kosta Ríka, Svíþjóð, Túnis, Egyptalandi, Senegal eða Íran í riðlakeppninni. Danir voru næstir því að komast upp í annan styrkleikaflokkinn sem þýðir að draumaleikur sumra á móti Dönum kemur aldrei fyrr en í útsláttarkeppninni ef þá báðar þjóðirnar komast þangað. Það eru ekki aðeins styrkleikaflokkarnir sem ráða niðurröðun í riðlana því það eru einnig fjöldatakmarkanir á þjóðum frá sömu álfu. Þannig verða aldrei fleiri en tvær Evrópuþjóðir í hverjum riðli og aldrei meira en ein þjóð frá hverju hinna álfusambandanna. Þetta þýðir að ef Ísland fær Evrópuþjóð úr fyrsta styrkleikaflokki þá verða ekki fleiri Evrópuþjóðir í riðlinum. Alveg eins ef Ísland fær Suður-Ameríkuþjóð úr öðrum styrkleikaflokki (Brasilíu eða Argentína) þá gæti íslenska liðið fengið til dæmis Spán eða England í sinn riðil. Riðill með Brasilíu eða Spáni fær nú okkar stráka örugglega til að svitna aðeins og þá væri nú talsvert auðveldara að mæta bara Rússlandi og Perú.Spennan vex næstu vikur Það eru fjórtán dagar þangað til það kemur í ljós í hvaða riðli Ísland lendir á HM í Rússlandi. Spennan mun magnast mikið næstu tvær vikurnar. Það hafa verið mörg söguleg kvöld hjá íslenska karlalandsliðinu á síðustu árum og kvöldið í Kremlínhöllinni 1. desember næstkomandi verður það ekki síður.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Sjá meira