Volvo snýr baki við hefðbundnum vélum Samúel Karl Ólason skrifar 5. júlí 2017 12:00 Volvo mun kynna fimm nýjar tegundir bíla á milli 2019 og 2020. Vísir/GETTY Bílaframleiðandinn Volvo ætlar að snúa bakinu við hefðbundnum vélum fyrir lok ársins 2019. Allir nýir bílar fyrirtækisins verða því með tvískiptum vélum eða eingöngu rafmagnsvélar. Til stendur að kynna fimm slíkar tegundir á milli 2019 og 2020. Gamlar tegundir bíla verða þó áfram framleiddar með hefðbundnum vélum.Ceely, sem er kínverska fyrirtækið sem á Volvo, hefur lengi verið að snúa sér að framleiðslu rafmagnsbíla og áætlar að selja eina milljón slíkra fyrir árið 2025, samkvæmt frétt BBC. Hakan Samuelsson, yfirmaður framleiðsludeildar Volvo, segir eftirspurn eftir rafmagnsbílum aukast sífellt og að fyrirtækið vilji bregðast við því.Volvo er fyrsta fyrirtækið af stærstu bílaframleiðendum heims til þess að taka þessa ákvörðun, samkvæmt Guardian. Sérfræðingur sem Guardian ræddi við segir þetta til marks um aukinn kraft í vinsældum rafmagnsbíla og að slíkir bílar verði móðins á endanum. Hann reiknar með því að rafmagnsbílar fari að seljast betur en hefðbundnir bílar um miðjan næsta áratug. Bílar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent
Bílaframleiðandinn Volvo ætlar að snúa bakinu við hefðbundnum vélum fyrir lok ársins 2019. Allir nýir bílar fyrirtækisins verða því með tvískiptum vélum eða eingöngu rafmagnsvélar. Til stendur að kynna fimm slíkar tegundir á milli 2019 og 2020. Gamlar tegundir bíla verða þó áfram framleiddar með hefðbundnum vélum.Ceely, sem er kínverska fyrirtækið sem á Volvo, hefur lengi verið að snúa sér að framleiðslu rafmagnsbíla og áætlar að selja eina milljón slíkra fyrir árið 2025, samkvæmt frétt BBC. Hakan Samuelsson, yfirmaður framleiðsludeildar Volvo, segir eftirspurn eftir rafmagnsbílum aukast sífellt og að fyrirtækið vilji bregðast við því.Volvo er fyrsta fyrirtækið af stærstu bílaframleiðendum heims til þess að taka þessa ákvörðun, samkvæmt Guardian. Sérfræðingur sem Guardian ræddi við segir þetta til marks um aukinn kraft í vinsældum rafmagnsbíla og að slíkir bílar verði móðins á endanum. Hann reiknar með því að rafmagnsbílar fari að seljast betur en hefðbundnir bílar um miðjan næsta áratug.
Bílar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent