Handbolti

Finnur Ingi með slitna hásin

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Finnur Ingi leikur væntanlega ekki meira með Gróttu á tímabilinu.
Finnur Ingi leikur væntanlega ekki meira með Gróttu á tímabilinu. vísir/vilhelm
Finnur Ingi Stefánsson hefur væntanlega leikið sinn síðasta leik á þessu tímabili en hann sleit hásin í leik Fjölnis og Gróttu í dag. Kári Garðarsson, þjálfari Gróttu, staðfesti þetta í samtali við mbl.is.

Finnur Ingi var nýkominn aftur inn í lið Gróttu eftir að hafa misst af byrjun tímabilsins vegna meiðsla á hásin.

Finnur Ingi hefur leikið fimm leiki með Gróttu í Olís-deildinni í vetur og skorað 19 mörk.

Grótta tapaði fyrir Fjölni í dag, 34-31, og missti Grafarvogsliðið upp fyrir sig í töflunni. Fjölnir er í 10. sæti en Grótta í því ellefta.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×